Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 46
44
2. Tilraunir með grasfræblöndur.
Tilraun með grasfrœblöndu, nr. 26 1953.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Þurre. %
1955 1956 4 ára föll Ehv.
Blanda nr. 1 ...................... 72.7 71.71 73.82 100 12.2
Banda nr. 2 ....................... 75.2 61.44 71.13 97 12.8
Blanda nr. 3 ...................... 67.6 67.62 70.77 96 10.0
Blanda nr. 4 ...................... 68.8 67.09 69.68 94 10.6
Blanda nr. 5 ...................... 65.0 58.07 66.08 89 10.1
Blanda nr. 6 ...................... 68.2 59.10 69.60 94 9.7
Blanda nr. 7 ...................... 67.0 58.29 66.53 90 10.7
Eggjahvíta var rannsökuð í sýnishornum frá árinu 1954 og er meðaltal
af 1. og 2. slætti. Slegið var 10. júlí og 15. september.
Háliðagrasið breiðist mjög út, og er jafnvel kominn slæðingur af því
í þá liði, sem ekki var sáð háliðagrasi í. Lágvöxnu blöndurnar standa
þeim hávöxnu ekki á sporði, enda er hlutfallslega meira í þeim af sáð-
gresi, sem hefur sýnt skamma endingu í stofnatilrauninni (30 teg.), sem
liggur samhliða fræblöndutilrauninni. Má þar nefna: línsveifgras, rýgresi,
og hvítsmára.
Samanburður á fimm fræblöndum (ný tilraun), nr. 29 1956.
Þetta er raðtilraun. Reitir eru 2 x 12 m og uppskerureitir 1 x 10 m.
Endurtekningar þrjár. Áburður: 300 kg kjarni, 167 kg 45% þrífosfat og
150 kg 50% kalí á ha. Sáð var 11. júní. Slegið 12. sept. Framræst mýri.
Sáðmagn Hey/ha Hlut-
kg/ha 1956 fall
a. 60% vallarfoxgras, 30% hávingull, 10% rýgresi........ 20 14.54 100
b. 60% vallarfoxgras, 30% túnvingull, 10% vallarsveifgr. 20 14.28 99
c. 60% háliðagras, 20% hávingull, 20% rýgresi.............. 30 8.58 60
d. 30% háliðagr., 40% hávingull, 15% rýgr., 15% axhnp. 30 12.53 87
e. Almenn blanda SÍS..................................... 30 20.00 138
f. Vallarfoxgras (Engmo), hreint......................... 20 16.58 115
Sáð var til sömu tilraunar 4. júní 1955, en vegna ásækni arfa og síðar
varpasveifgrass varð hún ekki uppskorin sem tilraun, þrátt fyrir úðun
með Herbazol 24. júní 1955 og þrjá slætti það sumar. Sumarið 1956 var
tilraunin slegin tvívegis, en varpasveifgrasið truflaði svo útkomuna, að
ekki er ástæða til að birta þær tölur.