Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 36
34
í töflunni yfir hita og úrkomu eru þeir dagar einir taldir úrkomudagar,
þegar úrkoma er mælanleg.
2. Tilraunastarfsemin.
Af óviðráðanlegum orsökum var ekki hækt að framkvæma allar þær
tilraunir, sem ætlazt var til. í sumar tilraunirnar vantaði efnivið (afbrigða-
tilraunir), til þess að framkvæma aðrar vantaði tæki (jarðvinnslutilraun)
o. s. frv. Bæði árin var þó aukið við starfsemina frá því sem áður var.
Veðurathuganir fóru fram bæði árin, þiðnun var nákvæmlega mæld
á vorin og gróðurathuganir gerðar á tilraunum og margt fleira.
Hér fer á eftir árangur þeirra tilrauna, sem framkvæmdar hafa verið
undanfarin tvö ár.
A. Tilraunir með túnrækt.
1. Áburðartilraunir.
a. Vaxandi skammtar af köfnunarefni.
Byrjað var á þessum tilraunum árið 1951 með einni tilraun í Tilrauna-
stöðinni. Árið 1953 voru teknar upp tilraunir í Bæ og Klukkufelli í sama
formi. Tilraunin í Tilraunastöðinni er óbreytt frá byrjun, þ. e. grunn-
áburður á alla liði 70 kg P og 90 kg K miðað við ha. Sami grunnáburður
var í Bæ og Klukkufelli fyrsta árið, en síðan hefur hann verið 60 kg P og
75 kg K.
Vaxandi skammtar af N-dburði, nr. 8 1951.
Tilraunastöðin (I).
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Meðalt. % þurre.
Áburður kg/ha: 1955 1956 5 ára föll F.hv. P
a. 70 P, 90 K, 0 N............ 20.2 34.6 26.54 60 13.2 0.32
b. 70 P, 90 K, 40 N............ 36.0 50.4 44.26 100 13.9 0.33
c. 70 P, 90 K, 80 N............ 50.5 61.5 58.04 131 15.7 0.33
d. 70 P, 90 K, 120 N............ 59.6 67.3 69.71 158 16.8 0.33
Rannsóknir á eggjahvítu eru meðaltal rannsókna frá 1. slætti 1954 og
1955 og 1. og 2. slætti 1956. P er meðaltal úr 1. og 2. slætti 1954, 1955 og
1956. Slegið var 24. júní 1954, 1. júlí 1955 og 4. júlí og 28. ágúst 1956.