Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 14
12
Þessi tilraun var tekin upp 1956, og er tilhögun hennar hin sama og
á nr. 2 1950. Tilraunaliðir eru fjórir, samreitir fjórir, varðbelti 1 m,
reitastærð 6 x 6 m og uppskerureitir 5x5 = 25 m2. Tilraunin er gerð
á valllendistúni, fremur röku. Gróður er þessi, samkvæmt gróðurathgun
31. júlí 1956: Um 75%háliðagras, 15% sveifgrös, 5% túnvingull og lín-
grös og 5% snarrót, smári o. fl.
Það þykir ástæða til að rannsaka mismunandi skammta af N-áburði
á móti vaxandi magni af P, en skammtarnir af P eru nákvæmlega hinir
sömu og í nr. 2 1950. Það er orðið töluvert algengt að bændur noti á tún
sín 150 kg N á ha, án þess þó að vita, hversu mikið magn af fosfóráburði
þurfi á móti þessurn skammti af N. Tilraun þessi þarf efalaust að standa
um árabil til þess að hægt verði að byggja á niðurstöðum hennar.
Tilraun með vaxandi skammta af kalí, nr. 3 1950.
Hey hkg/ha Meðalt. Hlut- % þurrefnis
Áburður kg/ha: 1955 1956 7 ára föll Ca K
a. 70 N, 70 P, 0 K ......... 55.96 37.00 55.21 100 0.65 1.12
b. 70 N, 70 P, 40 K ......... 57.37 63.27 60.40 109 0.69 1.44
c. 70 N, 70 P, 80 K ......... 62.83 73.13 66.48 121 0.67 1.66
d. 70 N, 70 P, 120 K ............ 64.00 80.23 65.95 120 0.69 1.61
Kalíum og calcium var rannsakað í sýnishornum frá 1954 og 1955 í
1. og 2. slætti bæði árin.
í þessari tilraun hefur gætt nokkurs ósamræmis frá ári til árs. Árið
1956 hefur a-liður gefið mjög litla uppskeru og að því er virðist óeðlilega
uppskeru, og eru engar skýringar fyrir hendi um það, í hverju þetta ligg-
ur. Þetta ár er þrátt fyrir það tekið með í meðaltalið, en að sjálfsögðu
hefur það sín áhrif á meðaltalið, og er vaxtaraukinn fyrir kalíáburðinn
töluverður, eða 9—21%. Enginn verulegur munur er á milli c- og d-liða
í uppskeru. Kalíummagnið stígur töluvert með vaxandi skammti af kalí-
áburði. Calcium virðist hins vegar breytast lítið. Á það má benda, að
nokkur mismunur er á kalkmagni fyrrisláttar heys og heys úr seinni
slætti, og nemur þessi mismunur í þessari tilraun og fleiri tilraunum 47
—57% hvað a-lið viðvíkur, hvað kalkið er minna í 1. slætti en 2. slætti.
Vaxandi skammtar af N-dburði, nr. 11 1951.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1955 1956 6 ára föll
a. 60 P, 75 K, 75 N 53.56 62.79 62.15 100
b. 0 P, 0 K, 35 N 25.76 21.83 29.99 48
c. 0 P, 0 K, 50 N 29.68 31.60 35.69 58
d. 0 P, 0 K, 75 N 38.60 45.60 49.30 79
e. 0. P, 0 K, 100 N 46.81 52.07 56.02 90