Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 61
59
hefur verið hin sama og getið var um í síðustu skýrslu, og er óþarft að
endurtaka það hér. Athuganir á fræþroska og fræmagni vallarfoxgrass
hafa farið fram bæði árin. Fyrra árið varð fræsetning mjög lítil og fræ-
magn lítið. Stafaði þetta af þrálátum rigningum, er héldust þann tíma,
er frjóvgun grassins fer fram. Varð þó svo, að fræið fullþroskaðist upp
úr 15. september, en uppskera varð mjög lítil. Árið 1956 varð allgóð
fræsetning í öxunum, en uppskerumagnið varð talsvert minna en venju-
legt er erlendis að fáist af fræi af ha. Þessum athugunum verður haldið
áfram og þá aðallega á sandjörð, því að þar þroskast allt fræ og korn fyrr
en á móa- og mýrarjörð. Fræ- og kornrannsóknir hafa farið fram bæði
árin. Heymjölsgerð var aðeins árið 1956 en ekki árið 1955 vegna tíðar-
farsins þá.
Dálítið hefur verið unnið að skjólbeltarækt og athuganir verið gerð-
ar á áhrifum skjóls á byggþroskun. Byggi og höfrum hefur verið sáð bæði
heima á Sámsstöðum og út á Rangársandi, og hefur sá samanburður feng-
ist, að þessar korntegundir nái betri þroska þar en á Sámsstöðum. Þetta
kom bezt fram árið 1955. Þá varð góð þroskun á Rangársandi en mjög
léleg heima á Sámsstöðum. Þá hafa, eins og að undanförnu, verið gerðar
veðurathuganir, og á nú Tilraunastöðin aðgengilegt safn veðurathugana
frá árinu 1928 og til þessa dags.
Eins og fyrri ár hafa efnagreiningar á heyi úr tilraunum farið fram á
vegum dr. Björns Jóhannessonar, og verður sá árangur tilgreindur jafn-
hliða og skýrt er frá niðurstöðum hverrar tilraunar. Fer hér á eftir ár-
angur þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið árin 1955 og 1956, svo og
meðaltöl allra áranna, sem hver tilraun hefur verið í gangi.
Tilraunaniðurstöðurnar koma í sömu röð og áður. Eins og að venju
er heildarmagn uppskeru birt í einu lagi, þó að það sé árangur af tveim
sláttum víðast hvar, en þess verður þá getið jafnhliða, ef aðeins er um
árangur einnar uppskeru að ræða.
A. Tilraunir með túnrækt.
1. Áburðartilraunir.
Tilraunir með eftirverkun af fosfóráburði, nr. 1 1949.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 1956 8 ára föll P
a. 90 K, 0 P, 70 N 32.0 30.7 38.4 100 0.14
b. 90 K, 0 P, 70 N 48.3 49.9 55.4 144 0.19
c. 90 K, 60 P, 70 N 69.5 59.1 69.1 180 0.29
d. 90 K, 0 P, 70 N 43.0 41.0 53.7 140 0.19