Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 92
90
Hey hkg/ha Þurrefni %
Nöfn grastegunda: 1954 og 1955 Ehv. Ca P
20. Axhnoðapuntur: Roskilde 55.6 18.63 0.50 0.33
21. -„- S-26 62.0 19.29 0.53 0.36
22. Fóðurfax: Mac Donald 67.9 16.34 0.55 0.32
23. Rýgresi: Ötofte II 98.0 14.70 0.42 0.31
24. —„— Pejbjerg I 98.1 13.70 0.37 0.31
25. -„- S-53 88.9 16.50 0.41 0.33
26. Rauðsmári: Ötofte III 47.9 17.40 0.59 0.38
27. Flvítsmári: S-100 40.4 18.50 0.49 0.40
28. —„— Morsö 47.5 19.70 0.55 0.40
29. —Ötofte 1 52.6 18.30 0.51 0.40
30. —Mac Donald 49.5 18.20 0.55 0.40
Til rannsóknar voru tekin sýnishorn a£ 1. slætti 1954 af grastegund-
um nr. 5—9 og 23—30. Af hinum tegundunum 1—4 og 10—22, er tekið
meðaltal af rannsóknum úr 1. slætti 1954 og 1. og 2. slætti 1955.
Tegundirnar 5—9 og 23—30 eru ekki slegnar 1955 vegna þess að bæði
eru þær dauðar að miklu leyti og enn fremur orðnar blandaðar þannig
að ekki þótti fært að slá reitina, sem tilraunareiti. Tilraunalandið var
ekki slegið 1956 og lauk því þessari tilraun 1955. Borið var á tilrauna-
landið: 100 kg N, 60 kg P og 60 kg K.
Eftirfarandi athugun var gerð á tilrauninni 27. júní 1956:
Nr. 1. Sæmilega hávakið, nokkur sjálfgræðsla, óskriðið.
— 2. Lágvaxið, nokkur sjálfgræðsla, óskriðið.
— 3. Fremur lágvaxið og þétt, lítil sjálfgræðsla, óskriðið.
— 4. Sæmilega hávaxið, nokkur sjálfgræðsla, óskriðið.
— 5—9. Eintóm sjálfgræðsla, aðeins strá á stangi af randagrasi.
— 10—11. Dável hávaxnar, en nokkur eða mikil sjálfgræðsla, skriðið.
— 12. Jafnt og þétt, dálítil sjálfgræðsla, lítið skriðið.
— 13. Þétt og vel vaxið, lítil sjálfgræðsla, að skríða.
— 14. Heldur gisið en jafnt, dálítil sjálfgræðsla, að skríða.
— 15. Sæmilega þéttur og vel vaxinn, dálítil sjálfgræðsla, að skríða.
— 16. Gisinn, talsverð sjálfgræðsla, að skríða.
— 17. Gisinn, mikil sjálfgræðsla, að skríða.
— 18—19. Mest sjálfgræðsla.
— 20. Gisið en jafnt og dreiít, mikil sjálfgræðsla, óskriðið.
— 21. Mjög gisinn, mest sjálfgræðsla.
— 22. Gisinn, mikil sjálfgræðsla, óskriðið.
— 23—25. Rýgresið alveg horfið, allt sjálfgræðsla.
— 26—30. Slæðingur af vallarfoxgrasi og sjálfgræðsla.