Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 21
19
Eggjahvíta og fosfór var rannsakað í sýnishornum frá 1955, í 1. og
2. slætti. Slegið var 18. júlí og 6. sept. 1955 og 2. júlí og 5. sept. 1956.
Árangur af þessari tilraun er mjög líkur og af sams konar tilraun hér
(nr. 13, 1953), nema hvað mismunur á d- og e-lið er minni en í Tilrauna-
stöðinni. Tilraunin er gerð á framræstri mýri, eins og getið er um í
skýrslunni 1955. í áburðarlausu reitunum gætir smára mjög mikið, og
einnig í b-lið, einkum árið 1955. Fosfórmagnið virðist vera heldur minna
í sýnishornunum frá Litla-Hóli heldur en úr tilsvarandi sýnishornum úr
T ilraunastöðinni.
Eggjahvítan er fremur lág, en það stendur í sambandi við sláttutím-
ann, sem var fremur seint sumarið 1955, miðað við sprettuna það ár.
Þessi tilraun hefur nú staðið í þrjú ár og verður því hætt. Tilraun þessi
hefur gefið margvíslegar upplýsingar, og verður væntanlega unnið úr
þeim síðar meir.
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 24 1954.
Grímsstaðir.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 1956 3 ára föll Ehv. P
a. 0 P, 0 K, 0 N 37.93 39.19 47.19 70 10.21 0.27
b. 30 P, 40 K, 30+15= 45 N 59.49 64.75 67.30 100 11.52 0.29
c. 60 P, 80 K, 60+30= 90 N 80.77 78.83 85.33 127 12.92 0.31
d. 90 P, 120 K, 90+45=135 N 90.52 94.41 95.20 142 15.06 0.32
e. 120 P, 160 K, 120+60=180 N 94.00 95.21 98.44 146 16.84 0.37
Tilraunasvæðið var slegið 12. júlí og 6. sept. 1955 og 3. ágúst 1956.
Eggjahvíta og fosfór var rannsakað í sýnishornum frá 1955 í 1. og 2. slætti.
Eins og þessar uppskerutölur bera með sér, er vaxtaraukinn nokkuð
frábrugðinn því, sem er í sams konar tilraun í Tilraunastöðinni og víðar
(nr. 13 1953). Bæði árin er tilraunin gerð á sama landinu. Það er hins
vegar mjög mikil teðsla í þessu túni, og kemur það bezt fram í áburðar-
lausu reitunum, sem gefa t. d. 1956 rúmlega 39 hesta af hektara. Árið
1956 var 2. sláttur ekki sleginn. Er það því aðeins fyrri skammturinn
af N-áburðinum, sem á þátt í uppskerunni þetta ár. Tilraunin var slegin
seint, og vegna kuldanna í ágúst varð enginn endurvöxtur eftir seinni
áburðarskammtinn. Þann 8. sept. var athugun gerð, og var þá góður
dökkgrænn litur á ábornum reitum, en grasið var ekki sláandi. Má þó
telja athyglisvert, að svo mikil uppskera skyldi fást á Grímsstöðum sum-
arið 1956, því að ekkert fór að spretta fyrr en eftir miðjan júní, því að
fyrri hluta júní voru frost þar svo til á hverri einustu nóttu.
2'