Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 107
105
þær nú mjög spakar þar, héldu mjög vel þunga, enda var tíðarfarið ein-
stakt að gæðum. Fjárins gætti þar Jónas Þorsteinsson og hélt til í Klaust-
urseli.
Sláttukóngur Sveins á Egilsstöðum var, sem fyrr, fenginn einn dag
til að heyja í vothey og fylltar 2 geymslur.
Súgþurrkunin var notuð sem fyrr. Blásið alls 317 stundir. Benzín-
eyðsla var 79 lítrar. Heyið, sem súgþurrkað var, ca. 360 m3, þó var heyið,
er látið var í ris hlöðunnar að mestu fullþurrt. Ég tel þetta mjög hag-
kvæmt, miðað við verksparnað, öryggi og aukið fóðurgildi, sem e. t. v.
er mest um vert.
Fóðurtilraunir á sauðfé voru framkvæmdar allar þær sömu og árið
áður að fyrirsögn Tilraunaráðs búfjárræktar. Sl. haust var þessi starfsemi
þó enn aukin. Bætt var við þirðja húsinu (c-flokki) af ám, sem fóðraðar
eru bæði á þurrtöðu og votheyi. Enn fremur var, svo sem áður er minnzt
á. að frumkvæði Búnaðarsambands Austurlands, hafin tilraun með sam-
anburð á afurðahæfni nokkurra fjár-„stofna“ — ef svo mætti nefna þá —
af nokkrum stöðum austanlands. Keypt voru lömb úr 4 stöðum, 12 gimbr-
ar í hóp. Einn hópurinn var úr Geithellna- og Búlandshreppum, annar
úr Borgarfirði, þriðji af ofanverðum Jökuldal og fjórði frá Holti og Lax-
árdal í Þistilfirði. Fimmti hópurinn, einnig 12 gimbrar, var svo tekinn
úr gimbrum héðan. Þessir 5 hópar, 60 gimbrar, eru fóðraðir saman. Sami
hrútur, óskyldur, hafður til þeirra allra. Verða svo bornar saman afurð-
irnar og þarf þessi tilraun að standa í 4—5 ár, og helzt þyrfti að bæta við
jafnmörgum gimbrum aftur næsta haust frá sömu stöðum. Gimbrarnar
voru allar vigtaðar nokkru eftir að þær komu hingað, höfðu jafnað sig
hér vel á túnbeit. Þá vógu þessir hópar að meðaltali:
Frá Skriðuklaustri.............................. 40.83 kg
Af Jökuldal .................................... 41.46 -
Úr Borgarfirði.................................. 37.18 —
Úr Búlands- og Geithellnahreppi ................ 36.50 —
Frá Holti og Laxárdal......................... 39.96 —