Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 13
11
er fosfórmagnið í a-lið um 35% minna. Fosfórinnihald í e-lið er nokkru
lægra en gera má ráð fyrir að sé meðalinnihald í prósent af þurrefni heys.
Af öðrum tilraunum virðist fosfórmagn í heyi vera um 0.30%, þar sem
telja verður eðlilegt hlutfall á milli áburðartegunda, og er þá magnið í
a-lið aðeins um 43% af eðlilegu fosfórmagni.
Liðirnir b, c og d hafa ekki fengið fosfóráburð í sjö ár, en þrátt fyrir
það er uppskeran 14—21% meiri en í a-lið, en munurinn á fosfórmagni
er nokkuð breytilegur, eða frá 7—27%.
Á það er rétt að benda, að þær efnarannsóknir, sem hér er um getið,
eru aðeins meðáltal frá 1954 og 1955, og má telja líklegt, að efnahlutföllin
geti verið nokuð breytileg frá ári til árs, líkt og heyuppskeran. Rannsóknir
árið 1956 eru ekki teknar með.
Magn af kalíum virðist mjög líkt í öllum liðum, enda er magnið sem
á er borið töluvert, og hið sama á alla liði.
Þessari tilraun verður enn haldið áfram.
Tilraun með vaxandi skammta af fosfóráburði, nr. 2,1950.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 1956 7 ára föll P
a. 70 N, 96 K, 0 P............... 44.30 51.70 57.15 100 0.19
b. 70 N, 96 K, 30 P............... 61.86 58.24 60.26 105 0.26
c. 70 N, 96 K, 60 P............... 65.80 57.60 62.46 109 0.29
d. 70 N, 96 K, 90 P............... 67.94 60.84 65.05 114 0.30
Fosfór var rannsakaður í sýnishomum frá 1954 og 1955, úr 1. og 2.
slætti bæði árin. Rannsóknir frá 1956 eru ekki með.
Það má telja athyglisvert við þessa tilraun, sem nú hefur staðið í sjö
ár, að mismunur á heyuppskeru hinna einstöku liða er ennþá fremur
lítill eða 5—14%, en hins vegar virðist mismunur á fosfórmagni vera
meiri heldur en uppskerutölurnar gefa til kynna. Meðaltal áranna 1954
og 1955 sýnir, að a-liður inniheldur um 27—37% minna af fosfór en b- og
d-liðir.
Gróður virðist ennþá ekki hafa breytzt teljandi í a-lið.
Vaxandi skammtar P ámóti 150 N, nr. 16,1956.
Hey hkg/ha Hlut-
Áburður kg/ha: 1956 föll
a. 150 N, 120 K, 0 P 111.29 100
b. 150 N, 120 K, 30 P 108.58 98
c. 150 N, 120 K, 60 P 100.50 91
d. 150 N, 120 K, 90 P 109.80 99