Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 26
24
Vallarfoxgrastegundirnar halda sér allar og gefa yfirleitt góða uppskeru.
Sama er að segja um hávingulinn, en þó er hann í sumum reitum orðinn
nokkuð blandaður. Túnvingulstegundirnar hafa haldið sér nokkuð, en
þó er kominn annar gróður í suma reitina. Ekki virðist vera mikill mun-
ur á þessum tegundum, hvað uppskeru snertir. Hásveifgrasið og vallar-
sveifgrasið hafa haldið sér mjög sæmilega.
B. Komrækt.
Reyndar voru nokkrar tegundir af 6-raða byggi (Dönnes, Flöja, Sigur-
korn, Tampakorn, Edda o. fl.) bæði árin. Árið 1955 náðu allar tegund-
irnar góðum þroska, en hins vegar náði bygg ekki þroska árið 1956.
Hafrar voru reyndir bæði árin og náðu góðum þroska 1955 en þrosk-
uðust ekki 1956.
Engar tilraunir liggja fyrir með korn á þessum árum.
C. Garðyrkjutilxaunir.
1. Tilraunir með gulrófur.
Mismunandi magn af AT, P og K á rófur (Gautarófur), nr. 30 1954
Alls Söluhæfar Hlutföll
Árið 1955: hkg/ha hkg/ha söluhæfar
a. 500 kalkanim., 350 þríf., 350 brst. kalí .... 161.6 135.8 100
b. 1000 kalkamm., 350 þríf., 350 brst. kalí .... 195.8 164.2 121
c. 500 kalkamm., 700 þríf., 350 brst. kalí .... 164.2 135.8 100
d. 500 kalkamm., 350 þríf., 700 brst. kalí .... 190.0 166.6 123
e. 1000 kalkamm., 700 þrlf., 700 brst. kalí .... 202.5 168.3 124
f. 788 kalkamm., 700 þríf., 700 brst. kalí .... 255.8 220.0 162
Þessi tilraun var ekki skorin upp árið 1956 vegna þess, hvað skemmdir
urðu miklar bæði af kálmaðki og arfa. Árangur af þessari tilraun er tals-
vert óviss. Þó virðist aukinn áburður, samanber f-lið, gefa verulegan
vaxtarauka.
Tilraun með gulrófnaafbrigði, nr. 32 1955.
Þurrefni Alls Söluhæfar Hlutföll
Árið 1955: % hkg/ha hkg/ha söluhæfar
a. Gautarófur . 12.6 90.0 57.5 70
b. Rússneskar (Krasnoje Selskoje) . 12.4 117.5 82.5 100
c. Kálfafellsrófur . 10.6 165.0 142.0 172
d. Ragnars Asgeirssonar 10.8 160.0 140.0 170