Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 19
17
liðir sig greinilega úr. Calcium-magnið virðist hins vegar vera mjög líkt
í öllum liðum.
Tilraun með kalí og fosfóráburð, nr. 10 1950.
Hey hkg/ha Meðalt. Hlut- Meðalt. % þurrefni
Áburður kg/ha: 1955 1956 7 ára föll K Ca P
a. 70 N, 0 P, 0 K ... . 35.56 49.60 56.77 100 0.70 0.61 0.23
b. 70 N, 70 P, 0 K ... . 44.60 42.73 50.97 90 0.64 0.65 0.30
c. 70 N, 0 P, 90 K ... . 55.08 53.04 57.41 101 1.56 0.51 0.21
d. 70 N, 70 P, 90 K ... . 55.02 54.60 62.51 110 1.48 0.50 0.27
Calcium, kalíum og fosfór var rannsakað í sýnishornum frá 1954 og
1955, í 1. og 2. slætti bæði árin.
Ekki verður talið, að vaxtarauki sé mjög mikill fyrir K og P í þessari
tilraun, þótt hún hafi staðið í sjö ár. Aftur á móti er mjög mikill munur
á kalímagni heysins, og bendir það til þess, að verulegs kalískorts sé farið
að gæta. Calcium er aftur á móti heldur meira í kalílausu liðunum, og
er það ekki óalgengt að innihaldið sé heldur hærra, þar sem lítið kalí er
í jarðveginum.
Vaxandi skammtur af N, P og K, nr. 13 1953.
Hey hkg/ha Meðalt. Hlut- Meðalt.% þurre.
Áburður kg/ha: 1955 1956 4 ára föll Ehv. Ca P K
a. 0 P, 0 K, 0 N 25.10 19.54 28.35 60 12.11 0.57 0.22 1.09
b. 30 P, 40 K, 30+15= 45 N 46.25 32.29 47.46 100 13.54 0.48 0.24 1.37
c. 60 P, 80 K, 60+30= 90 N 69.71 49.60 66.91 141 12.26 0.50 0.29 1.63
d. 90 P, 120 K, 90+45 = 135 N 83.60 66.48 84.70 178 14.29 0.51 0.31 1.79
e. 120 P, 160 K, 120+60=180 N 100.73 86.50 105.94 223 17.00 0.47 0.35 1.79
Tilraunalandið var slegið 28. júní og 6. sept. 1954, en 13. júlí og 1.
sept. 1955. Eggjahvíta, calcium, fosfór og kalíum var rannsakað í sýnis-
hornum frá 1954 og 1955, í 1. og 2. slætti bæði árin.
Ef litið er á efnarannsóknirnar, virðast stærstu áburðarskammtarnir
gefa hæst innihald af eggjahvítu og fosfór. Einnig verður hlutfallið á milli
calcium og fosfór hagstæðrara frá fóðurfræðilegu sjónarmiði í d- og e-lið-
um, heldur en í b og c. Uppskeran árin 1955 og 1956 er töluvert minni
en tvö fyrstu árin. Aðalástæðan er af veðurfarsástæðum, eins og getið er
um á öðrum stað í þessari skýrslu, var veðurfarið óvenjulegt bæði árin.
Eyrra árið heitt og þurrt, en síðara árið mjög kalt og einnig þurrt. Að
öðru leyti er stígandinn í uppskerunni fyrir hvern áburðarskammt nokk-
2