Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 59

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 59
57 seltu þeirri, er a£ hafi kom. Náði birki og önnur lauftré sér ekki vel eftir það áfall. Víðast var byrjaður sláttur um 5.—10. júlí og þá vaxið í meðallagi. Heyskapartíð var hin bezta, er þekkzt hefur, og nýting alls staðar ágæt. Hið sama má segja um ágústmánuð, að hey náðust jafnóðum eftir slátt. Háarvöxtur varð minni en venjulega vegna kulda, því að hiti var oftast nær neðan við meðallag þessa tvo mánuði, en sólfar og hægviðri bætti upp hinn lága hita. Heldur fór illa fram í görðum og versnaði mest þegar næturfrostið kom nóttina milli 27.-28. ágúst, en þá féll að mestu leyti allt kartöflugras. Korn, bygg og hafrar voru nokkuð á eftir tímanum vegna svalviðrisins og skreið ekki fyrr en 20.—25. júlí. Víðast var heyskap lokið síðast í ágúst. September var heldur hlýrri en í meðallagi. Úrkoman var lítil, eins og tvo fyrri mánuði, hægviðrasamt, og einkenna þrír síðustu mánuðir sum- arsins sig mjög hvað veðurhægð snertir, því að alltaf var hægviðri. f sept- ember náðust kartöflur upp án teljandi vanhalda. Engra sjúkdóma varð vart, en víða var lítil uppskera. Frostnætur voru 12.—14. september, og féll þá að mestu allt kartöflugras. Grasfræ og korn varð að mestu full- þroskað í mánuðinum og var upp skorið hinn 15.—25. allvel þroskað, einkum bygg. Sumarið í heild má teljast með þeim hagstæðustu, er komið hafa, vegna góðrar veðráttu. Haustið (október—nóvember). Október byrjaði með allhörðu frosti, en þann 6. brá til óslitinnar vinda- og úrkomuveðráttu, er hélzt með litlum úrtökum allt til áramóta. Má segja að nóvember svipaði mjög til októbers, en var þó vindasamari og úrkoman meiri. Vegna þessa urðu öll hauststörf erfið. Korn og fræ náðist ekki inn fyrr en í byrjun desember, en þó allvel þurrt, þrátt fyrir snjó og regn, er á kornstökkunum buldi alla daga. Færi um vegi var tálmunarlítið, því að aldrei fennti svo, að færð væri slæm, enda voru aldrei mikil frost. Haustið var töluvert fyrir ofan meðal- lag hvað hita snertir, en þó með þeim óhagstæðari, er komið hafa. Des- ember svipar mjög til haustsins hvað veðurlag snertir, þó að svalara sé á köflurn. Öllu korni stöðvarinnar var bjargað í hús 2.-6. desember. Síð- asti dagur ársins var frostlaus og hægviðri. Árið 1956 má teljast með þeim betri fyrir landbúnaðinn. Veturinn að mestu mildur og hagstæður til heysparnaðar beitarfénaði, enda þörf vegna fyrra árs. Vorið var að vísu svalt, en þó hagstætt á marga lund. Sum- arið var fremur svalt en hægviðrasamt og gjöfult á góða nýtingu heyja og garðávaxta. Haustið var óhagstætt fyrir öll útistörf vegna veðra og úr- komu, en var þó milt og hlýtt, og líkt má segja um síðasta mánuð ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.