Saga - 2014, Page 73
minninga um útrýmingu þjóðfélagshópa og aðrar hremmingar frá
valdaskeiði nasista.27 Um þetta eru að vísu til mörg skýringalíkön.
Assmann teflir fram sálrænum ástæðum en þýsk-bandaríski sagn -
fræðingurinn Wulf kansteiner (svo að dæmi sé tekið) telur ástæð -
urnar fyrir þessari „seinkun á sameiginlegri minningu“ (e. delayed
collective memory) fremur vera pólitískar.28
er hægt að hugsa sér einstaklingsminningu af atburði sem er svo
löngu liðinn að hann nær aftur fyrir minni núlifandi manna og það
lifandi kynslóðaminni sem Halbwachs og fleiri voru tilbúnir að telja
til einstaklingsminnisins, a.m.k. til hálfs? Um þetta má fjalla á tvo
vegu. Annars vegar með því að kanna hvaða hlut einstaklings -
minnið hefur átt í atburðinum, kanna þekkingu á honum og viðhorf
til hans frá því að hann gerðist og til þessa dags. Aleida Assmann
orðar það svo að bæta þurfi við spurninguna: „Hvað gerðist og
hvernig stendur á því?“ viðbótina má orða þannig: „Hvernig upp-
lifðu menn atburðinn og hvernig er hans minnst?“29 Sem fræðilegt
verkefnasvið hefur þetta m.a. verið kallað Gedächtnisgeschichte, mne-
mohistory og enn fleiri heitum. Hins vegar er um að ræða hugmynd-
ina um að hægt sé að setja sig svo vel inn í aðstæður liðinna atburða
að kalla megi að menn öðlist persónulega minningu um þá, „viðbót-
arminningu“ með orðum Alison Landsberg. Maurice Bloch hefur
dregið fræðilegar ályktanir af athugunum sínum og sér ekki grund-
vallarmun á lifuðum einstaklingsminningum og þeim minningum
sem skapast af frásögnum, hvort sem er munnlegum eða skrifuðum.
Hann sér ekkert því til fyrirstöðu að rituð frásögn geti haft sömu
áhrif, geti búið til „hugarlíkön“ (modèles mentaux) af svipaðri gerð.
Í tilviki Assmann og Bloch er þó ljóst að líkön þeirra ganga ekki eins
langt og hjá Landsberg, því þau eiga við yfirfærslu minninga frá
næstu kynslóðum á undan en Landsberg tekur stærra stökk.
Margir munu vilja nota hugtökin söguleg innlifun eða sam-
hygð/samkennd (e. historical empathy) í stað þess að taka sér orðið
minning sem félagslegt fyrirbæri 71
27 Aleida Assmann, Der lange Schatten der Vergangenheit, bls. 26–29. Um bælingu
þessara minninga og samanburð við íslenskar aðstæður hefur verið fjallað á
íslensku: Högni Óskarsson, „Freud í hvunndeginum. Bæling, maður og sam-
félag“, Ritið 3:2 (2003), bls. 9–23.
28 Wulf kansteiner, „Finding Meaning in Memory“, bls. 187.
29 Aleida Assmann, Der lange Schatten der Vergangenheit: Erinnerungskultur und
Geschichtspolitik (München: verlag C.H. Beck 2006), bls. 41. „Neben die Frage:
was ist gewesen und wie ist es dazu gekommen? ist zunehmend die Frage
getreten: wie wurde ein ereignis erfahren und wie wird es erinnert?“
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 71