Saga


Saga - 2014, Page 73

Saga - 2014, Page 73
minninga um útrýmingu þjóðfélagshópa og aðrar hremmingar frá valdaskeiði nasista.27 Um þetta eru að vísu til mörg skýringalíkön. Assmann teflir fram sálrænum ástæðum en þýsk-bandaríski sagn - fræðingurinn Wulf kansteiner (svo að dæmi sé tekið) telur ástæð - urnar fyrir þessari „seinkun á sameiginlegri minningu“ (e. delayed collective memory) fremur vera pólitískar.28 er hægt að hugsa sér einstaklingsminningu af atburði sem er svo löngu liðinn að hann nær aftur fyrir minni núlifandi manna og það lifandi kynslóðaminni sem Halbwachs og fleiri voru tilbúnir að telja til einstaklingsminnisins, a.m.k. til hálfs? Um þetta má fjalla á tvo vegu. Annars vegar með því að kanna hvaða hlut einstaklings - minnið hefur átt í atburðinum, kanna þekkingu á honum og viðhorf til hans frá því að hann gerðist og til þessa dags. Aleida Assmann orðar það svo að bæta þurfi við spurninguna: „Hvað gerðist og hvernig stendur á því?“ viðbótina má orða þannig: „Hvernig upp- lifðu menn atburðinn og hvernig er hans minnst?“29 Sem fræðilegt verkefnasvið hefur þetta m.a. verið kallað Gedächtnisgeschichte, mne- mohistory og enn fleiri heitum. Hins vegar er um að ræða hugmynd- ina um að hægt sé að setja sig svo vel inn í aðstæður liðinna atburða að kalla megi að menn öðlist persónulega minningu um þá, „viðbót- arminningu“ með orðum Alison Landsberg. Maurice Bloch hefur dregið fræðilegar ályktanir af athugunum sínum og sér ekki grund- vallarmun á lifuðum einstaklingsminningum og þeim minningum sem skapast af frásögnum, hvort sem er munnlegum eða skrifuðum. Hann sér ekkert því til fyrirstöðu að rituð frásögn geti haft sömu áhrif, geti búið til „hugarlíkön“ (modèles mentaux) af svipaðri gerð. Í tilviki Assmann og Bloch er þó ljóst að líkön þeirra ganga ekki eins langt og hjá Landsberg, því þau eiga við yfirfærslu minninga frá næstu kynslóðum á undan en Landsberg tekur stærra stökk. Margir munu vilja nota hugtökin söguleg innlifun eða sam- hygð/samkennd (e. historical empathy) í stað þess að taka sér orðið minning sem félagslegt fyrirbæri 71 27 Aleida Assmann, Der lange Schatten der Vergangenheit, bls. 26–29. Um bælingu þessara minninga og samanburð við íslenskar aðstæður hefur verið fjallað á íslensku: Högni Óskarsson, „Freud í hvunndeginum. Bæling, maður og sam- félag“, Ritið 3:2 (2003), bls. 9–23. 28 Wulf kansteiner, „Finding Meaning in Memory“, bls. 187. 29 Aleida Assmann, Der lange Schatten der Vergangenheit: Erinnerungskultur und Geschichtspolitik (München: verlag C.H. Beck 2006), bls. 41. „Neben die Frage: was ist gewesen und wie ist es dazu gekommen? ist zunehmend die Frage getreten: wie wurde ein ereignis erfahren und wie wird es erinnert?“ Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.