Saga - 2014, Qupperneq 79
Þýsk-bandaríski sagnfræðingurinn Wulf kansteiner er aðgrein-
ingarsinni og telur sameiginlega minningu hafa í grundvallar-
atriðum önnur einkenni en einstaklingsminningin. Hin fyrrnefnda
er félagsleg, pólitísk og menningarleg, segir hann. Þetta gildir til
dæmis um hamfarir og áfallaatburði þar sem minningarnar geta
valdið einstaklingunum sálrænum erfiðleikum við að tjá sig um
atburðina, a.m.k. í ákveðinn tíma. Aðrir kraftar eru að verki þegar
um sameiginlegar minningar er að ræða og „þó að einhver fortíðar-
skilningur kunni að eiga upptök sín í áfallareynslu heldur hann ekki
þeim eiginleikum ef hann á að festa rætur sem sameiginleg minn-
ing.“41 Hvað um þá sem hafa beina áfallareynslu — geta þeir komið
henni á framfæri og gert að sameiginlegri minningu, jafnvel þjóðar-
minningu? Já, ef hún samrýmist félagslegum og pólitískum mark -
miðum og áhugamálum þeirra sem áhrif hafa, t.d. stjórnmálaafla.
Það eru sem sé hagsmunir og áhugamál í samtímanum sem úr -
slitum ráða um það hvort fortíðarviðburða verður minnst á al -
mennum vettvangi, í flokkunarkerfi kansteiners. kerfi hans er af -
dráttarlaust og sett fram gegn hugmyndum um bein tengsl og
svipuð einkenni einstaklings- og sameiginlegra minninga.
Hvernig er hægt að skilgreina sameiginlegar minningar? Þær eru
ekki til í bókstaflegum skilningi en eru þó meira en myndhverfing,
segir kansteiner. Þær eiga upphaf sitt í samskiptum um merkingu
fortíðar og standa traustum fótum í lífheimi þeirra sem taka þátt í
viðkomandi samfélagi. Þær eiga sér stað á ýmsum stigum og stofnun-
um — í fjölskyldum, starfsgreinum, hjá þjóðum. Reynsla einstakling-
anna er sett undir mælikvarða þessara almennu minninga og verður
þannig skiljanleg og merkingarbær. Sameiginleg minning er hvað
sterkust þegar hún slítur sig lausa frá ákveðinni einstaklingsminningu
og verður „óholdgerð, sínálæg, lágvær minning“. Þetta megi t.d. segja
um vitundina í bandarísku samfélagi um helför gyðinga.42
Breski sagnfræðingurinn Jay Winter tilheyrir þriðja stiginu í
flokkun Aleidu Assmann (eins og hún sjálf), þ.e. hópi þeirra sem
hafa áhuga á víxlverkun sögu og minninga. Í viðleitni til að skil-
minning sem félagslegt fyrirbæri 77
41 „…though specific visions of the past might originate in traumatic experiences
they do not retain that quality if they become successful collective memories.“
Wulf kansteiner, „Finding Meaning in Memory: a Methodological Critique of
Collective Memory Studies“, History and Theory 41:2 (2002), bls. 187.
42 „…disembodied, omnipresent, low-intensity memory.“ Wulf kansteiner,
„Finding Meaning in Memory“, bls. 189.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 77