Saga - 2014, Page 141
því sem best verður séð, eingöngu til að láta vita að höfundur geri sér grein
fyrir þessu vaxandi sviði á Íslandi. Í því samhengi segir að valdamisvægi
hafi verið á milli Íslands og Danmerkur sem afleiðing af „formlegum póli-
tískum yfirráðum Dana á Íslandi“ (bls. 104). 11 Það er þó erfitt að sjá að þessi
valdamunur sé notaður á markvissan hátt sem greining í ritgerðinni, eins
og ég kem inn á hér á eftir í öðru samhengi.
Markviss áhersla á valdamun hefði verið mikilvæg vegna þess að
fræðimenn sem skoða málefni innflytjenda í evrópu leggja ekki eingöngu
áherslu á aðild (e. social inclusion) heldur einnig ferli útilokunar (e. social
exclusion), meðal annars í gegnum rannsóknir á kynþáttafordómum og
útlendingahatri.12 Seinni hluti ritgerðarinnar kemur inn á útilokun þegar
fjallað er um upplifun Dana eftir seinna stríð, allt til 1970, og breytta stöðu
þeirra á þessum tíma, því eins og bent er á ritgerðinni voru Danir fram til
1944 „ekki útlendingar í lagalegum skilningi [á Íslandi] og höfðu sömu rétt-
indi og Íslendingar á Íslandi“ (bls. 19). Þessi breytta staða er þó ekki tengd
mark visst við missi þeirra á fyrri forréttindastöðu. Bent er á að danskir
viðmælendur rannsóknarinnar upplifðu sig sem hálfkúgaða og að á seinna
tímabili ritgerðarinnar hafi verið mikið Danahatur á Íslandi, eða „ríkisstyrkt
Dana andúð“ eins og sagt er nokkur sinnum í ritgerðinni (bls. 191). Hér má
spyrja að hversu miklu leyti afstaða Dana í dag sé mótuð af þekkingu þeirra
sjálfra á fyrri stöðu Dana á Íslandi. Á hvaða hátt mótuðust væntingar þeirra
til Íslandsdvalar af þekkingu þeirra á fyrri forréttindastöðu landa sinna á
Íslandi?
einnig hefði verið áhugavert að tengja umræðu um útilokun betur við fyrri
hluta ritgerðar og við kenningalegar nálganir um félagslega útilokun innflytj-
enda. Spyrja mætti, með aðlögun og útilokun í huga, hvað sérstök staða Dana
sem innflytjenda þýddi og hvað læra megi af kenningum um innflytjendur í
því samhengi. Það mætti til dæmis spyrja hvernig samlögun eða aðlögun
mótast af valdastöðu meirihluta Dana á Íslandi í upphafi 20. aldar. Á bls. 26, í
samhengi við útskýringu á assimilation-módelinu, segir að aðskilnaður sé það
þegar „minnihlutinn myndar sitt eigið samfélag án þess að aðlagast meirihlut-
anum“ (bls. 26). Í flestum rannsóknum á innflytjendum snýst málið ekki fyrst
og fremst um hvernig minnihlutar mynda sitt eigið samfélag — en orðalagið
eitt og sér felur í sér forréttindastöðu sem útgangspunkt — heldur hvernig ein-
andmæli 139
11 Þar segir að sú „samþætting danskra og íslenskra menningarþátta sem setti
mark sitt á Reykjavík á fyrstu áratugum 20. aldar byggðist á valdamisvægi
milli þjóðanna sem stafaði m.a. af formlegum pólitískum yfirráðum dana á
íslandi en einnig ákveðnu menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu forræði“
(bls. 88).
12 Charles Westin, „Identity and Inter-ethnic Relations,“ Identity Processes and
Dynamics in Multi-Ethnic Europe. Ritstj. Charles Westin, José Bastos, Janine
Dahinden og Predros Góis (Amsterdam: Amsterdam University Press 2010).
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 139