Saga


Saga - 2014, Page 141

Saga - 2014, Page 141
því sem best verður séð, eingöngu til að láta vita að höfundur geri sér grein fyrir þessu vaxandi sviði á Íslandi. Í því samhengi segir að valdamisvægi hafi verið á milli Íslands og Danmerkur sem afleiðing af „formlegum póli- tískum yfirráðum Dana á Íslandi“ (bls. 104). 11 Það er þó erfitt að sjá að þessi valdamunur sé notaður á markvissan hátt sem greining í ritgerðinni, eins og ég kem inn á hér á eftir í öðru samhengi. Markviss áhersla á valdamun hefði verið mikilvæg vegna þess að fræðimenn sem skoða málefni innflytjenda í evrópu leggja ekki eingöngu áherslu á aðild (e. social inclusion) heldur einnig ferli útilokunar (e. social exclusion), meðal annars í gegnum rannsóknir á kynþáttafordómum og útlendingahatri.12 Seinni hluti ritgerðarinnar kemur inn á útilokun þegar fjallað er um upplifun Dana eftir seinna stríð, allt til 1970, og breytta stöðu þeirra á þessum tíma, því eins og bent er á ritgerðinni voru Danir fram til 1944 „ekki útlendingar í lagalegum skilningi [á Íslandi] og höfðu sömu rétt- indi og Íslendingar á Íslandi“ (bls. 19). Þessi breytta staða er þó ekki tengd mark visst við missi þeirra á fyrri forréttindastöðu. Bent er á að danskir viðmælendur rannsóknarinnar upplifðu sig sem hálfkúgaða og að á seinna tímabili ritgerðarinnar hafi verið mikið Danahatur á Íslandi, eða „ríkisstyrkt Dana andúð“ eins og sagt er nokkur sinnum í ritgerðinni (bls. 191). Hér má spyrja að hversu miklu leyti afstaða Dana í dag sé mótuð af þekkingu þeirra sjálfra á fyrri stöðu Dana á Íslandi. Á hvaða hátt mótuðust væntingar þeirra til Íslandsdvalar af þekkingu þeirra á fyrri forréttindastöðu landa sinna á Íslandi? einnig hefði verið áhugavert að tengja umræðu um útilokun betur við fyrri hluta ritgerðar og við kenningalegar nálganir um félagslega útilokun innflytj- enda. Spyrja mætti, með aðlögun og útilokun í huga, hvað sérstök staða Dana sem innflytjenda þýddi og hvað læra megi af kenningum um innflytjendur í því samhengi. Það mætti til dæmis spyrja hvernig samlögun eða aðlögun mótast af valdastöðu meirihluta Dana á Íslandi í upphafi 20. aldar. Á bls. 26, í samhengi við útskýringu á assimilation-módelinu, segir að aðskilnaður sé það þegar „minnihlutinn myndar sitt eigið samfélag án þess að aðlagast meirihlut- anum“ (bls. 26). Í flestum rannsóknum á innflytjendum snýst málið ekki fyrst og fremst um hvernig minnihlutar mynda sitt eigið samfélag — en orðalagið eitt og sér felur í sér forréttindastöðu sem útgangspunkt — heldur hvernig ein- andmæli 139 11 Þar segir að sú „samþætting danskra og íslenskra menningarþátta sem setti mark sitt á Reykjavík á fyrstu áratugum 20. aldar byggðist á valdamisvægi milli þjóðanna sem stafaði m.a. af formlegum pólitískum yfirráðum dana á íslandi en einnig ákveðnu menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu forræði“ (bls. 88). 12 Charles Westin, „Identity and Inter-ethnic Relations,“ Identity Processes and Dynamics in Multi-Ethnic Europe. Ritstj. Charles Westin, José Bastos, Janine Dahinden og Predros Góis (Amsterdam: Amsterdam University Press 2010). Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.