Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 24

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 24
22 taka þátt í. Meðal skemmtiatriða var leikur sígaunahljómsveitar sem spilaði lag frá hverju þjóðlandi gestanna og söngvarinn söng með á tungumáli viðkomandi lands – og gerði það ótrúlega vel. Upp rann þriðjudagurinn10. júní sem var þriðji dagur ferðar- innar og dagurinn sem kórinn átti að halda tónleika í Búdapest. Tónleikarnir fóru fram í afar fallegum sal í skóla fyrir blinda og sjónskerta. Á tónleikunum söng með kórnum Ungverski ríkiskór- inn ásamt Háskólakórnum í Búdapest. Kórarnir sungu sitt í hvoru lagi og síðan saman í lokin ungverska lagið „Kacsi Szekér“. Í lok tónleikanna þakkaði formaður Kórs Átthagafélags Strandamanna fyrir móttökurnar og afhenti fulltrúum hinna kóranna ljósmynda- bókina „Made in Iceland“ eftir Sigurgeir Sigurjónsson ásamt ein- taki af nýjasta geisladiski kórsins „Ymur Íslands lag“. Í lokin kvödd- ust allir með virktum og hver hélt til síns heima eftir velheppnaða tónleika þar sem fullt var út úr dyrum. Fjórði dagur ferðarinnar var miðvikudagurinn 11. júní og þann dag lá m.a. fyrir að skoða þinghúsið. Þinghúsið er stór og afar falleg bygging sem stendur við bakka Dónár. Þegar inn var komið tók á móti hópnum ungverskur leiðsögumaður og Krisztina túlk- aði. Um leið og gengið var um þinghúsið fékk hópurinn fræðslu um sögu þingsins, sögu hússins og salarkynna. Að lokinni skoð- unarferð var ferðinni heitið á hestabúgarð fyrir utan borgina. Á veröndinni var tekið á móti hópnum með léttum veitingum og þegar inn í veitingasalinn var komið var boðið upp á þjóðarrétt heimamanna, hina margrómuðu ungversku gúllassúpu. Súpan stóð fyllilega undir væntingum og að máltíð lokinni var boðið upp á skoðunarferð um svæðið og skemmtilega hestasýningu. Á fimmtudeginum 12. júní, sem var fimmti dagur ferðarinnar, var haldið af stað frá Búdapest snemma morguns. Fram undan var langur dagur þar sem næsti áfangastaður var Gjör, heimabær Krisztinu. Á leiðinn sýndi hún okkur ýmsa áhugaverða staði auk þess sem hún fræddi okkur um sögu Ungverja sem bæði hafa átt sín blóma- og hörmungaskeið í gegnum aldirnar. Á leiðinni var komið við í munkaklaustri þar sem kórinn söng „Heyr himna- smiður“ í kirkju klaustursins. Hádegisverður var snæddur á veit- ingastað í einum af hinum fallegu smábæjum sem standa við bakka Dónár. Til Gjör var komið um kl. 19:00 þar sem gist var næstu tvær nætur á Hótel Rába sem staðsett er í miðbænum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.