Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 27
25
lög. Að því loknu kom Kór Átthagafélags Strandamanna aftur
fram og söng tvö lög og hátíðin endaði síðan á því að allir kór-
arnir sungu saman lögin „Úr útsæ rísa Íslands fjöll“ og „Maístjarn-
an“. Afmælishátíðin tókst vel og úr varð hin ánægjulegasta söng-
veisla. Það var ánægjulegt að heyra hve góðir kórarnir voru og hve
fjölbreytt og skemmtilegt lagavalið var. Undirritaður notar tæki-
færið hér með til að þakka kórunum enn og aftur fyrir þátttökuna
og að gera afmælishátíðina eins skemmtilega og raunin varð.
Á afmælishátíðinni færði Guðrún Steingrímsdóttir, formaður
Strandamannafélagsins, kórnum gjafabréf frá félaginu upp á 100
þúsund krónur með hjartanlegum hamingjuóskum og þakklæti
fyrir frábæran árangur í 50 ár.
Að lokinni afmælishátíð hófust æfingar fyrir aðventuhátíðina
sem samkvæmt venju átti að halda annan sunnudag í aðventu, 7.
desember, í Bústaðakirkju. Að þessu sinni var hún hins vegar færð
til 14. desember vegna eindreginna óska Krisztinu kórstjóra og
Jensínu Waage, stjórnanda barnakórsins. Með kórnum söng Jó-
hann Friðgeir Valdimarsson. Barnakórinn átti sinn fasta sess á há-
tíðinni og jólahugvekjuna flutti af sinni alkunnu snilld dóm-
kirkjupresturinn, sr. Hjálmar Jónsson. Að loknum söng í kirkjunni
bauð kórinn að venju upp á kaffihlaðborð í safnaðarheimilinu.
Að öllu jöfnu er aðventuhátíðin lokaverkefni kórsins ár hvert,
en svo var ekki nú þar sem kórinn varð við beiðni um að syngja við
messu í Hjallakirkju í Kópavogi sunnudaginn 21. desember. Með
því lauk starfsári Kórs Átthagafélags Strandamanna árið 2008.
Fyrir hönd kórsins vil ég að lokum þakka Ágústu Eiríksdóttur
og Átthagafélagi Strandamanna fyrir rausnarlegar gjafir á árinu,
sem og öllum þeim fjölmörgu tónleika- og hátíðargestum sem
glatt hafa okkur kórfélaga með því að koma og taka þátt í því sem
á boðstólum hefur verið hverju sinni.
Haukur Guðjónsson formaður