Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 45

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 45
43 voru með póstinum. Einn þeirra var maður að nafni Ólafur Hjaltested. Þeir misstu af símalínunni og lentu í miklum hrakningum. Grófu þeir sig í fönn og dvöldu þar um stund en rifu sig síðan af stað nema Ólafur sem ekki treysti sér lengra. Komust hinir síðan við illan leik í Fornahvamm. Strax þegar veður leyfði var farið að leita en þegar Ólafur fannst var hann látinn. Um þetta má lesa í Söguþáttum landpóstanna, II. bindi. Spölkorn fyrir ofan Fornahvammsleitið er komið að Neðri-Búr- fellsá. Til vinstri má nú sjá tvær gamlar brýr ofar í hlíðinni. Sú sem er nær er á veginum sem notaður var á undan núverandi vegi. Hin er nokkru ofar og er lítil bogabrú. Um þessa brú eru engar skráðar heimildir og ekki vitað hvenær hún var byggð. Það sem er þó merkilegast er að ekki sjást nein merki þess að eiginlegur veg- ur hafi verið lagður að henni. Þrátt fyrir það kann hún sem best hafa verið notuð á vetrum. Fyrir allnokkrum árum var hún máluð fjólublá, einnig gömlu brýrnar á Hvassá og hjá Dýrastöðum í Norðurárdal. Þetta gerði listakonan Finna Birna Steinsson og má teljast umhverfislistaverk. Nokkurn spöl ofar erum við komin á móts við Krókalæki. Þarna var veginum breytt verulega árið 1985. Gerður var nýr farvegur fyrir Norðurá, þannig var hægt að færa veginn úr hlíðinni og ekki þurfti að fara yfir Krókalækina. Gamli vegurinn, lækirnir og ræsin yfir þá blasa við. Þarna var oft mjög snjóþungt á vetrum. Nokkru ofar er svo farið yfir Efri-Búrfellsá sem er ekki meira en venjuleg- ur lækur. Nú styttist að efstu brúnni á Norðurá. Þegar horft er til austurs sést hvar á kemur austan að og fellur í Norðurá. Heitir hún Aust- urá. Dalverpi er með henni og nokkuð brött hlíðin að sunnan- verðu. Þar eru tvö þvergil og hið meira heitir Grákollugil. Áður en komið er að brúnni er vegslóði til vinstri. Hann liggur upp að endurvarpsstöðinni á Stórhól. Flóinn, sem þarna er, heitir Sæluhúsflói. Hæðin vestan við veg- inn heitir Sæluhúsheiði. Rétt við slóðann upp á Stórhól eru tóft- arbrot sem eru grænni en umhverfið í kring. Þarna mun hafa verið sæluhús en ekki veit ég sögu þess. Í Árbók Ferðafélags Ís- lands 2004 eftir Freystein Sigurðsson segir svo á bls. 257: „Fjall- vegafélagið lét ryðja reiðveg og varða yfir heiðina 1833, en sælu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.