Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 64

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 64
62 suður fyrir Kjalarnes sem líklegt eða hugsanlegt er að hafi verið nyrst á Bretoneyju. Mjög nærtækt er að álykta að Guðríður Þorbjarnardóttir, sem augljóslega var gagnmerk kona, hafi sagt afkomendum sínum ítarlega frá ævintýrum sínum á Vínlandi og á Grænlandi eftir að heim kom í Skagafjörð, eftir nokkurra ára dvöl á Grænlandi og Vínlandi. Eins og fram kemur í Eiríkssögu rauða voru þessi ævintýri einstök og einkar frásagnarverð og hafa því vafalaust m.a. af þeirri ástæðu geymst í minni manna jafnvel í nokkra mannsaldra innan ættarinnar og hugsanlega í megindráttum lítið brenglaðar fram að ritunartíma sögunnar. Afkomendur Guðríðar og Karlsefnis voru auk þess merkisfólk, þrír biskupar og annað menntafólk, og má því ætla að nokkuð rétt sé farið í megindráttum með þá atburði sem um er fjallað. Gera má þó ráð fyrir að höfundar sagnanna hafi fært frásagnir nokkuð í stíl- inn eftir því sem best hentaði þeirra tilgangi með sögurituninni. Hitt er svo annað mál að frásagnir, t.d. af völvunni á Grænlandi í Eiríkssögu og heimsókn huldukonunnar í húsakynni Guðríðar á Vínlandi sem sagt er frá í Grænlendingasögu, en huldukonuna sá enginn nema Guðríður sjálf, eru auðvitað ekki trúverðugar í hugum nútímamanna. Ýmislegt fleira í sögunum hefur einnig á sér nokkurn og jafnvel vafasaman ævintýrablæ, en alls ekki víst að mönnum hafi þótt það ótrúverðugt eða óviðeigandi þegar sögurnar voru ritaðar. Guðríður hefur auðvitað þekkt sína sögu og sín ævintýri best og því lagt megináherslu á þá atburði sem tengdust henni og manni hennar Karlsefni og ferðafélögum þeirra. Auðvitað hefur hún þó einnig þekkt vel til ferða Leifs sem og síðari ferða, er farnar voru áður en þau Karlsefni lögðu upp í sína ferð, því hún var jú búsett í Brattahlíð og nákunnug Leifi og bræðrum hans. Tók þar að auki þátt í ferð Þorsteins Eiríkssonar, fyrri manns síns, sem heitið var til Vínlands, en endaði með hafvillum og ósköpum eins og sagan greinir. Margt hljómar reyndar furðulega í frásögn af þeirri ferð og sumt er jafnvel mjög ýkjukennt. Sjálfsagt hefur höfundur Eiríkssögu gengið út frá því að aðrir segðu, eða hefðu jafnvel þegar sagt, ítarlega frá öðrum Vínlandsförum og ferðum þeirra. Þær frá- sagnir hafa því væntanlega verið vel þekktar flestu samtímafólki Guðríðar á Grænlandi og á Íslandi og því ekki verið ástæða til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.