Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 67

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 67
65 York. Hugmyndir um að Vínland hafi verið á Nýfundnalandi og Leifsbúðir þá í L’Anse aux Meadows, þar sem Helge og Anne Stine Ingstad grófu upp norrænar bæjarrústir sem vitað er að eru frá því um árið 1000, verða að teljast hæpnar eins og áður segir, því óhugsandi er að vínviður hafi vaxið og vínber náð þroska þar, enda meðalhiti aðeins um 12°C í ágúst, heitasta mánuðinum, og meðalhiti ársins um 2°C. Engar menjar hafa heldur fundist er snerta þann þátt sögunnar, en það verður að telja furðulegt ef allir Vínlandsfararnir höfðu þar viðdvöl eftir heimsókn þeirra til Vínlands Leifs. Þar fundust heldur engar menjar eftir búfé Karlsefnis, auk þess sem rústirnar benda til mjög skamms dvalartíma hinna norrænu manna og því jafnvel hæpið að Leifur, Þorvaldur, Karlsefni og Freydís hafi búið þar hvert á eftir öðru samtals í 6–7 ár. Auk þess sem húsnæði þar hefur hugsanlega verið of lítið fyrir fjölmenni það sem sögurnar segja að hafi verið í ferð Karlsefnis. Þá segir Grænlendingasaga ítarlega frá drápi Freydísar og félaga hennar á Austfirðingunum Helga og Finnboga og þeirra liði við Leifsbúðir, en þeir voru með í hennar Vínlandsleiðangri eins og sagan segir. Förunautar Helga og Finnboga voru liðlega 30, en engin ummerki fundust við uppgröft í L’Anse aux Meadows um jarðsetningu eða greftr- un líka þeirra félaga, en Freydís er sögð hafa fengið Leifsbúðir að láni hjá Leifi hálfbróðir sínum. Þetta mælir enn gegn því að Leifsbúðir hafi verið í L’Anse aux Meadows. Ekki er auðvitað hægt að útiloka að Leifur hafi aðeins stoppað stutt, fáa mánuði, á hinu eiginlega Vínlandi, sem sennilega var við Lárentsfljót og fært sig svo um haustið til Nýfundnalands, þar sem hann hefur þá reist margnefndar Leifsbúðir og væntanlega dvalið vetrarlangt og beðið byrjar um vorið fyrir siglinguna heim til Brattahlíðar. Draga má það þó í efa því byggingar í L’Anse aux Meadows voru aðeins bráðabirgðabúðir, sem væntanlega hentuðu illa til vetr- ardvalar eins og nánar verður getið síðar (Magnús Magnússon). Ekkert mælir í reynd gegn því að vínviður hafi fundist á Vínlandi Leifs og hann, vínviðurinn, einmitt leitt til nafngiftar landsins. Vitað er að vínviður vex í dag á því svæði sem líklegt er að Vínland hafi verið og að hann hafi vaxið þar fyrir þúsund árum einnig, því veðurfar var með svipuðum hætti þá og nú (P.B.). Ekki er heldur ástæða til að efa að leiðangur Leifs fann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.