Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 74

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 74
72 draga þá ályktun að Vínland Leifs hafi verið við Lárentsfljót eða innarlega í Lárentsflóa. Sterk bending í þessa átt kemur einnig fram í vísu Þórhalls veiðimanns í Eiríkssögu rauða, en hún er eflaust fyrsta þekkta vísan sem Evrópumaður orti í N-Ameríku. Í vísunni kemur efnislega fram að Þórhallur hafi talið eða verið talin trú um að á Vínlandi Leifs Eiríkssonar myndi hann fá vín að drekka, en annað varð upp á teningnum, því hann segir í síð- asta vísuorði vísunnar „komat vín á grön mína“. Vín fékk hann ekkert og lætur þar með í ljós sterk vonbrigði. Hann sætti sig greinilega ekki við vínleysið og sneri því aftur til að leita þeirra landa þar sem hann taldi vafalítið að vínber væri að finna. Ekkert vín var samkvæmt þessu að hafa meðan hann var með Karlsefni í Straumfirði, þó Haki og Hekja hafi reyndar fundið vínþrúgur á leið til Straumfjarðar eins og getið er um í sög- unni. Varð hann því að láta sér nægja lindarvatn eins og hann segir sjálfur í vísunni. Þórhallur vildi því fara aftur norður fyrir Kjalarnes, þar sem hann hefur talið Vínland Leifs Eiríkssonar vera. Vafalítið má rekja þessar hugmyndir hans um Vínland til umræðna í Brattahlíð um hvar skyldi leita Vínlands hins góða. Báðar Vínlandssögurnar segja frá þessum umræðum í Brattahlíð eftir Vínlandsferð Leifs í kringum árið 1000. Þórhallur var heimilismaður í Brattahlíð og hefur því heyrt frásögn Leifs af vörum hans sjálfs þegar hann, eins og fastlega má ætla, gerði ítarlega grein fyrir Vínlandsferð sinni, hvert var siglt og hvar stoppað eða dvalið um stundarsakir, hvar þeir höfðu vetursetu og hvað á daga þeirra félaga dreif. Hann hefur því þekkt allvel til aðstæðna og vitað hvers hann mætti vænta. Þórhallur veiðimað- ur styður því eindregið í vísu sinni tilgátuna um að Vínland hafi verið norðan Kjalarness og þá ekki ólíklega inn við Lárentsfljót. Hugsanlega á því svæði sem borgin Quebec er í dag, en þar er vitað að villt vínber vaxa og að aðstæður eru svipaðar og greint er frá í Grænlendingasögu. Telja verður því þessa tilgátu P.B. um Vínland við Lárentsfljót trúverðuga. Jafnframt verður að telja mikil líkindi á að Tyrkir suðurmaður hafi eftir kúnstarinnar reglum gert vín úr vínþrúgunum sem þeir félagar lásu af vínviðn- um forðum daga á Vínlandi. Annars hefði draumsýn Þórhalls veiðimanns um að hann fengi drykkjarhæft vín á Vínlandi Leifs, ef hann kæmist þangað, ekki átt við nein rök að styðjast. Tyrkir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.