Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 81

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 81
79 Happafengurinn mikli Þriðjudagurinn 1. október 1963 virtist ætla að verða eins og einn af þessum venjulegu dögum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Hólmvíkingar stunduðu sína vinnu og bátarnir höfðu farið í róður snemma um morguninn. Þrátt fyrir einstakt fisk- leysi í Húnaflóanum. Flestir bátar voru til sjós og þar á meðal Hrefna II, trillan hans Einars Hansen. Þennan dag höfðu Einar og Sigurður Eyþórsson, sonur hans, lagt lóðirnar á venjulegum miðum utan við Grímsey. Skömmu eftir hádegið sigldu þeir feðgar heim á leið í blíðskaparveðri, blankalogni og kyrrð, sem einkennir Steingrímsfjörðinn sérstaklega á þessum árstíma. Framundan bátnum á miðjum firðinum, utan við Gálmaströnd, kom Einar skyndilega auga á óvenjulega þúst til hliðar við trill- una. „Svei mér ef þetta er ekki rommkútur á floti,“ hugsaði skip- stjórinn og afréð að gæta betur að þessum sérkennilega hlut sem maraði þarna í hálfu kafi. En rommkútur reyndist það ekki vera, heldur einkennilegasta sjávarskrímsli sem hann hafði augum litið og hafði Einar þó séð ýmislegt um ævina. Einar Hansen hafði nokkrum árum áður skotið á rostung úti á firðinum í kafaldsmuggu, en fáir trúað frásögn hans af því. Í þetta skipti skyldu sveitungarnir ekki eiga annars úrkosta en að trúa honum. Fljótlega komust þeir feðgar að raun um að skrímslið mikla var risaskjaldbaka, enda hafði Einar séð skjaldbökur þegar hann var formaður á yngri árum – við Kap Verde-eyjar vestur af Afríku. Þeir náðu að koma hákarlakrók í kjaft skjaldbökunnar og festa hana við síðuna á trillunni og sigldu síðan glaðir í bragði til hafnar – venjulega tók þessi spölur þá ekki nema 25 mínútur, en með ferlíkið við bátshliðina var þetta klukkutíma stím. Agndofa landkrabbar Auðvitað varð uppi fótur og fit í þorpinu þegar Hrefna II kom til hafnar. Fregnin barst manna á millum eins og eldur í sinu. Atvinnulíf staðarins lamaðist þegar í stað, furðufregnin varð til þess að menn hlupu frá verkum sínum hvar sem þeir stóðu og þustu niður að kaupfélagsbryggju. Í hópi landkrabbanna var héraðs- læknir Strandamanna og úrskurðaði hann skjaldbökuna nýdauða enda var hún algerlega óskemmd. Skjalda var dregin upp í fjöru og skoðuð í krók og kring, enda um einstæðan atburð að ræða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.