Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 91
89
Þrífur hann nú hinn steininn og vill færa í höfuð dýrsins, ef það skyldi
framar duga. En er hann reiddi til, hafði skepnan dregið alla anga inn
undir brynju sína. Gerðist nú Árni djarfari og sótti hvern steininn öðr-
um stærri og lét dynja á brynju dýrsins, en ekkert lát var á því og ekkert
hreyfði það sig. Árni settist nú niður og horfði á skepnuna. Allt í einu
rak hún hausinn undan brynjunni og virtist gá í kring um sig; teygði
hún hausinn til beggja hliða, skaut því næst út öllum skönkum, sneri
sér við og fór að skríða til sjávar. Árni tók enn upp steina tvo og læddist
á eftir dýrinu og hugðist nú hitta á því höfuðið. Þegar hann þóttist kom-
inn í gott færi, sendi hann steininn, en hæfði ekki höfuðið er óðar var
dregið undir skjöldinn. Árni, sem var maður áræðinn og djarfur, stökk
nú upp á skjöldinn með steininn þann hinn síðari í höndum og leitaði
færis ef hann mætti færa hann í höfuð dýrsins. En honum varð ekki
að því. Nú rak það aldrei meir höfuðið út undan skelinni, en skreið þó
áfram jafnt og þétt og virtist ekkert muna um manninn á baki sér. Árni
beygði sig áfram til að rannsaka brynju dýrsins og færði sig nokkuð til.
En í sama bili fær hann rokna högg í bakið og hrýtur langt fram af dýr-
inu. Sér hann þá að það réttir fram hausinn og opnar kjaftinn eins og
til að gleypa hann, að hann hélt. Fýsti hann ekki að bíða þess og spratt