Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 93
91
Þessar Morgunblaðsgreinar má nú lesa á Netinu svokallaða.
Þar kemur helst fram:
Mbl. 15. feb. Tveir hákarlasjómenn á Vopnafirði, bræðurnir
Ágúst og Sigurjón Jónssynir, urðu varir við einhverja
skepnu við Skálasker. Henni er talsvert lýst, hnýðum
hennar, tveimur kömbum, svo og hegðun hennar og
undarlegu sundlagi. Klukkutíma síðar sá bílstjóri í landi
dýrið koma tvisvar úr kafi, en þeir bræður alls 5 sinnum
á um það bil 15 mínútum. Síðan hvarf dýrið og sást
aldrei meir.
Mbl. 16. feb. Bræðurnir þvertaka fyrir þá tilgátu fiskifræðinga
að þetta hafi verið brandháfur.
Mbl. 20. feb. Birt er teikning af dýrinu eftir fyrirsögn sjónar-
votta og nánari lýsingar þeirra. Bræðurnir komust næst
dýrinu í um 20 m fjarlægð en bílstjórinn 200–250 m.
Mbl. 22. feb. Síðasta greinin birtir nokkrar teikningar og álit
Ingimars Óskarssonar og Jóns Jónssonar fiskifræðings.
Þar eru nefndir risasmokkfiskar og sæslöngur. Mestur
hluti greinarinnar er þó helgaður Þórbergi Þórðarsyni
með viðtali við hann og tilvitnunum í hans merkilegu
skrímslafræði. Hvergi er minnst á skjaldbökur í greinum
þessum og verður ekki séð að nokkrum Íslendingi hafi
dottið sá möguleiki í hug. Hins vegar má sjá eftirfarandi
klásúlu í margnefndri grein Ævars Petersen:
Hollenski skjaldbökufræðingurinn Brongersma taldi lýsingar
benda til sæskjaldböku (bréf 16.8. 1967) og kemur þá leður-
skjaldbaka helst til álita.
Nú gæti farið að styttast í niðurstöðu?
Vopnfirðingarnir komust 13. febrúar 1963 í kast við leð-
urskjaldböku, skulum við segja. Almennt er talið að svona flæk-
ingsdýr sem koma til Evrópu hrekist þangað frá Vestur-Indíum
með Golfstraumnum. W.F. Hellner ATLAS 3, 1964 (bls. 44)
sýnir glögga mynd af því hvernig grein af Golfstraumnum kemur
vestan að Íslandi norðanverðu og endar mjög nálægt Langanesi.
Þetta ætti að duga til að skýra, hvernig skjaldbaka gæti borist frá