Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 99
97
geta í blöðunum allmikils framfarafyrirtækis, sem Bæhreppingar
hafa gert, og er það brú yfir á. Saga hennar er þannig, að árið
1895 leitaði hreppsnefndin samþykkis sýslunefndarinnar til að
mega taka allt að 1000 kr. lán til að brúa á hér í hreppnum,
er Laxá heitir, og fór þess jafnframt á leit, að sýsluvegasjóður
styrkti fyrirtækið, og fékk það ágætar undirtektir í sýslunefnd-
inni. Þegar þetta var komið í kring, var Einar dannebrogsm.
Guðmundsson á Hraunum fenginn til að ákveða brúarstæði og
segja fyrir, hvernig haga skyldi stöplahleðslu og smíðinni. Síðan
var verkið framkvæmt sumarið 1895, nákvæmlega eftir fyrirsögn
Einars og var brúin þannig gerð í tvennu lagi, annar parturinn
20 ál. en hinn parturinn 12 ál., og undir samskeytin hlaðinn
sementaður grjótstöpull, sem stóð í árfarveginum. Kostaði sú
brú rúmar 1000 kr. En hvað skeði svo? Hlákudag í janúarm.
1896 kom hlaup í ána og sópaði hún gersamlega burt þeim
stöplinum, er stóð undir samskeytum brúarinnar, en fór með
brúna út á sjó, og rak aðalbrúna loks norður á Skagaströnd síð-
astl. vor. Flestum hreppsbúum þótti nú sem ekki mætti við svo
búið standa, heldur yrði að koma brú á ána sem allra fyrst, með
heppilegra fyrirkomulagi. Verslunarstjóri Theodór Ólafsson á
Borðeyri hreyfði málinu fyrst; pantaði hann þegar efni til nýrrar
brúar og gekkst fyrir því ásamt fleirum, að stofnað væri til sam-
skota í hreppnum, og að haldin væri tombóla, og fékkst þannig
fé til að byggja brúna ásamt öðrum tillögum frá hreppnum. Nú
er brúin byggð í einu lagi 33 ál. á lengd og 4 ½ ál. á breidd, en
30 ál. milli stöpla. Stöplarnir voru lagðir sementi og brúin byggð
svo traust og með svo góðu lagi, sem hægt var. Kostar hún allt
að því 2000 kr.
Laxárbrúin mun vera sú eina brú í Vesturamtinu, er nokkuð
kveður að fyrir utan Kláffossbrúna [Kljáfossbrúna], og er hún
góður vottur þess, hverju samtök og áhugi fær komið til leiðar.“
Þannig hljóðar frásögnin í fréttabréfinu um tilurð fyrstu brúar
á Laxá og hvernig fór fyrir því mannvirki og hve fljótt önnur var
reist í staðinn. Eins og áður sagði hefur þetta sakleysislega litla
vatnsfall blekkt marga og þeir sem ekki þekkja ána vel eiga sumir
bágt með að trúa svona frásögn.
En við sem höfum alist upp á árbakkanum og þekkjum
hvílík flóð geta hlaupið í ána á skömmum tíma, við getum tekið