Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 99

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 99
97 geta í blöðunum allmikils framfarafyrirtækis, sem Bæhreppingar hafa gert, og er það brú yfir á. Saga hennar er þannig, að árið 1895 leitaði hreppsnefndin samþykkis sýslunefndarinnar til að mega taka allt að 1000 kr. lán til að brúa á hér í hreppnum, er Laxá heitir, og fór þess jafnframt á leit, að sýsluvegasjóður styrkti fyrirtækið, og fékk það ágætar undirtektir í sýslunefnd- inni. Þegar þetta var komið í kring, var Einar dannebrogsm. Guðmundsson á Hraunum fenginn til að ákveða brúarstæði og segja fyrir, hvernig haga skyldi stöplahleðslu og smíðinni. Síðan var verkið framkvæmt sumarið 1895, nákvæmlega eftir fyrirsögn Einars og var brúin þannig gerð í tvennu lagi, annar parturinn 20 ál. en hinn parturinn 12 ál., og undir samskeytin hlaðinn sementaður grjótstöpull, sem stóð í árfarveginum. Kostaði sú brú rúmar 1000 kr. En hvað skeði svo? Hlákudag í janúarm. 1896 kom hlaup í ána og sópaði hún gersamlega burt þeim stöplinum, er stóð undir samskeytum brúarinnar, en fór með brúna út á sjó, og rak aðalbrúna loks norður á Skagaströnd síð- astl. vor. Flestum hreppsbúum þótti nú sem ekki mætti við svo búið standa, heldur yrði að koma brú á ána sem allra fyrst, með heppilegra fyrirkomulagi. Verslunarstjóri Theodór Ólafsson á Borðeyri hreyfði málinu fyrst; pantaði hann þegar efni til nýrrar brúar og gekkst fyrir því ásamt fleirum, að stofnað væri til sam- skota í hreppnum, og að haldin væri tombóla, og fékkst þannig fé til að byggja brúna ásamt öðrum tillögum frá hreppnum. Nú er brúin byggð í einu lagi 33 ál. á lengd og 4 ½ ál. á breidd, en 30 ál. milli stöpla. Stöplarnir voru lagðir sementi og brúin byggð svo traust og með svo góðu lagi, sem hægt var. Kostar hún allt að því 2000 kr. Laxárbrúin mun vera sú eina brú í Vesturamtinu, er nokkuð kveður að fyrir utan Kláffossbrúna [Kljáfossbrúna], og er hún góður vottur þess, hverju samtök og áhugi fær komið til leiðar.“ Þannig hljóðar frásögnin í fréttabréfinu um tilurð fyrstu brúar á Laxá og hvernig fór fyrir því mannvirki og hve fljótt önnur var reist í staðinn. Eins og áður sagði hefur þetta sakleysislega litla vatnsfall blekkt marga og þeir sem ekki þekkja ána vel eiga sumir bágt með að trúa svona frásögn. En við sem höfum alist upp á árbakkanum og þekkjum hvílík flóð geta hlaupið í ána á skömmum tíma, við getum tekið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.