Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 107
105
Eymundur afi gekk með
systur sinni, Svanborgu, frá
Langanesi til Steingrímsfjarðar
1875. Þau systkinin undu sér
ekki lengur í heimabyggð, eitt-
hvað hafði komið upp, sem
gerði þeim báðum lífið leitt
þarna. Þau réðu sig að Kleifum
á Selströnd við Steingrímsfjörð
til hjónanna Torfa Einarssonar,
alþingismanns, og Önnu Ein-
arsdóttur. Afi giftist Guðbjörgu,
dóttur Torfa og Önnu. Torfi,
alþingismaður, var Stranda-
maður langt fram í ættir, son-
ur Einars Jónssonar, bónda á
Kollafjarðarnesi, mikils búhölds
og dannebrogsmanns. Einar
var sonur Jóns Brynjólfssonar í Miðdalsgröf, sonar Brynjólfs
á Heydalsá Guðmundssonar á Efrabóli, Snorrasonar prests í
Tröllatungu Ásgeirssonar. Séra Snorri Ásgeirsson í Tröllatungu
var af þaulsetnum prestum kominn. Séra Ásgeir Einarsson,
faðir hans, sat í Tröllatungu „í 69 ár“, og Einar Sigurðsson,
faðir Ásgeirs, var prestur á Stað í Steingrímsfirði „í 54 ár“. Anna
Einarsdóttir, langamma mín, var aftur á móti frá Fagranesi í
Aðaldal í Þingeyjarsýslu, svo aftur erum við komin þangað, nú
í suðursýsluna. Foreldrar Önnu voru Einar Einarsson, bóndi
þar, og Helga Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Tómassonar, sem var frá
Landamóti í Kaldakinn. Afi og amma bjuggu fyrst á Kleifum í
Steingrímsfirði, en fluttust síðan að Bæ í sömu sveit og bjuggu
þar allan sinn búskap. Eymundur afi efnaðist vel, eignaðist nokkr-
ar jarðir, Goðdali meðal annars, þeir eru innst í Bjarnarfirði.“[2]
En foreldrar þínir?
„Anna, dóttir þeirra, var móðir mín, en faðir minn hét Magnús
Magnússon, ættaður úr Skagafirði og Húnavatnssýslu. Hann var
fáorður maður, hlýr í viðmóti og velviljaður. Foreldrar mínir
kynntust á Bæ og bjuggu þar til 1912, en fluttu þá á Hvítadal í
Torfi Einarsson.