Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 108
106
Saurbæ, og Eymundur afi og Guðbjörg amma fóru með þeim
þangað.
Faðir minn og skáldið Stefán frá Hvítadal voru sammæðra,
móðir þeirra var Guðrún Jónsdóttir, en faðir Stefáns skálds var
Sigurður Sigurðsson, snikkari. Föðurfaðir minn var Magnús
Þorleifsson, sonur Þorleifs Þorleifssonar (1815–1892) á Frosta-
stöðum í Skagafirði. Þorleifur á Frostastöðum var sonur Þor-
leifs ríka Þorkelssonar (1772–1838) í Stóradal og Ingibjargar
Guðmundsdóttur, sem var þaðan. Foreldrar Þorleifs ríka voru
Þorkell Þorleifsson (1743–1775) í Eiríksstaðakoti og Ingiríður
eldri Jónsdóttir (1744–1823). Ingiríður var frá Skeggsstöðum í
Svartárdal, dóttir Jóns Jónssonar og Bjargar Jónsdóttur, sem þar
bjuggu. Jón og Björg áttu 14 börn, sem komust upp, og af þeim
er komin Skeggsstaðaætt. Einn sona þeirra var Guðmundur í
Stóradal, og hann var einnig kallaður hinn ríki. Guðmundur var
faðir Ingibjargar, konu Þorleifs ríka, þau voru föðurforeldrar
Magnúsar afa míns eins og áður sagði.[3]
Magnús Þorleifsson, afi, reri til sjós hér fyrir sunnan, frá
Seltjarnarnesi. Hann drukknaði í róðri vorið 1868 fyrir utan
Kjalarnes (báturinn kollsigldi sig). Magnús var tvítugur, og
Guðbjörg og Eymundur Guðbrandsson.