Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 110

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 110
108 skautar, hvað sem var úr tré, – en ekkert smíðaði hann úr járni, nema skeifur! Líklegast var hann mest fyrir húsgagnasmíði, hann rak sitt eigið trésmíðaverkstæði á Hólmavík. Tveir bræður hans (hálfbræður) bjuggu í þorpinu, Sigurjón, kaupfélagsstjóri, og Þorkell, úrsmiður; ég átti ættingja í plássinu. Móðir mín fékkst eitthvað við ljósmóðurstörf á Hólmavík, þegar til hennar var leitað, en hún var ekki ljósmóðir héraðsins. Læknarnir á þessum tíma voru Magnús Pétursson, Kristmundur Guðjónsson og Karl Georg Magnússon. Eitt sinn kom faðir minn frá Hólmavík heim á Hvítadal, það var í spönsku veikinni 1918/19, og hann var settur út í hlöðu og varð að dúsa þar í viku í sóttkví, mátti ekki tala við okkur; varðveitzt hefur bréf frá Árna Árnasyni, héraðslækni í Búðardal, þessu aðlútandi, en Magnús hafði fengið að fara til Hólmavíkur með þessu skilyrði, veikin var komin innst inn í Ísafjarðardjúp.[3] Sá frægi staður Ólafsdalur er um 20 km frá Hvítadal. Þar ólst afi upp, Magnús Þorleifsson, hjá hjónunum Jóni, hreppstjóra, Bjarnasyni og Önnu Magnúsdóttur, en Anna var móðursystir hans, dóttir séra Magnúsar í Glaumbæ. Torfi Bjarnason bjó síðar í Ólafsdal, en var látinn, þegar hér var komið sögu (d. 1915), og Markús, sonur hans, tekinn við. En ekkja Torfa, Guðlaug Sakaríasdóttir, var enn lifandi. Hún var dóttir Ragnheiðar frá Heydalsá, systur Torfa Einarssonar á Kleifum, langafa míns.“ Á Hólmavík ertu næstu árin „Ég var á Hólmavík í þrjú ár eða þar til ég var 9 ára gamall. Var á þessum árum sendur í sveit, fyrst upp í Þiðriksvalladal. Þar átti ég að vera í eina viku, og það er lengsta vika lífs míns. Í fyrsta skipti, sem ég fór að heiman, var alltaf blautur í fæturna við að passa kindur. Bóndinn bað mig að vera aðra viku og sagðist skyldi gefa mér skinnsokka, ef ég væri hjá þeim, og ég hef aldrei skilið það, en þá þorði ég að segja nei, ég vildi bara fara heim. Þiðriksvellir eru nú komnir undir vatn, þarna var stíflað fyrir Þverárvirkjun 1953, svo ég verð þar aldrei aftur. Næsta sumar var ég í sveit í Staðardal, á Stað í Steingrímsfirði hjá Sæmundi Brynjólfssyni. Þar var ég allt sumarið, var látinn fara með hestum, heybandslestum, heyjað var uppi á fjalli, snar- bratt niður. Það fór fram af hestunum stundum, varð að skilja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.