Strandapósturinn - 01.06.2009, Síða 111

Strandapósturinn - 01.06.2009, Síða 111
109 bagga eftir, gat ekki loftað sátu, enda voru þetta votar sátur, heyið var þurrkað á heimatúninu. Næst var ég sendur til Hvítadals til að koma mér til manns eins og sagt var í þá daga, að vinna fyrir mér. Það var nokkru áður en foreldrar mínir skildu. Ég fór til hjónanna Torfa Sigurðssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, sem voru að byrja búskap. Torfi var albróðir Stefáns skálds og einn af hálfbræðrum föður míns og hafði verið vinnumaður hjá honum, en Guðrún var dóttir Sigurðar í Stóra-Fjarðarhorni. Á Hvítadal var ég fram undir fermingu. Ég kom samt oft til Hólmavíkur. Eitt sinn var ég 2–3 vikur í Grímsey á Steingrímsfirði ásamt pabba og Rúnu systur. Pabbi var þá að undirbúa flutning á húsi (Glaumbæ) frá eyjunni til Hólmavíkur. Þessar vikur voru mér sem paradísarheimt. Þarna lék ég lausum hala, fjölskrúðugt fuglalíf, og selurinn svamlaði við ströndina eða gólaði á skerjum. Krían var mjög ágeng, enda varptíminn hennar. Hún réðst að manni með goggi og klóm, og fékk ég marga skeinu á hausinn af árásum hennar, unz mér hug- kvæmdist að halda á priki eða rekaviðarlurki ofar höfði mínu. Krían ræðst aðeins á efsta hluta andskota síns. Stefán skáld bjó í Bessatungu, sem er skammt frá Hvítadal, nema fyrsta árið, sem ég var þar, þá var hann á Hvítadal. Á Hvítadal var tvíbýli. Jón Þórðarson, bróðir Sigurðar í Stóra- Fjarðarhorni, átti alla jörðina og bjó á helmingnum af henni, en leigði hinn. Hjá Jóni hafði Stefán skáld alizt upp, þeir voru bræðrasynir. Ég man vel eftir Stefáni, fór á álftaveiðar með hon- um, hann veiddi ekkert, en var skemmtilegur og hafði ekki uppi neinn skáldskap við mig. Ég fermdist á Stað í Steingrímsfirði, á matrósafötum, hjá Þorsteini Jóhannessyni, sem seinna var prestur í Vatnsfirði. Við vorum 7 eða 8 fermingarsystkinin vorið 1927. Við lærðum tossa- kverið. Ég kunni kverið og þótti það léttur „kúrsus“. Amma mín hafði kennt mér að lesa og notaði Helgakver með gotneska letr- inu og benti mér á stafina með bandprjóni. Ég hafði verið í far- skóla á ýmsum bæjum í Saurbænum, Ólafsdal, Litla-Múla, Efri- Brunná, Miklagarði, og kennarinn var Jóhannes úr Kötlum, eld- heitur hugsjónamaður í ungmennafélagshreyfingunni. Jóhannes kenndi okkur að meta ljóð. Aðalsteinn Kristmundsson var með okkur, þótt eldri væri (fæddur 1908). Þá var hann kallaður Alli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.