Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 112

Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 112
110 í Miklagarði, og bóndanum þótti hann ódæll. Eitt sinn reið Alli yfir túnið í Miklagarði, og bóndinn skammaði hann fyrir það. Alli svaraði honum: „Hvar er heimreiðin?“ Jóhannes var að láta okkur botna: „Upp á fjallið fór í gær,/ fagurt skein þá sólin,“ og Alli botnaði: „Fyrir handan blasti bær,/ bráðum koma jólin.“ Ætli þetta sé ekki það fyrsta, sem varðveitzt hefur eftir skáldið. Hann var með móður sinni í húsmennsku hjá Steingrími í Miklagarði. Jón bróðir var í skóla með Aðalsteini á Núpi í Dýrafirði. Strákarnir lögðu Steina í einelti eins og sagt er núna og höfðu gaman af því. Jón varð að hjálpa honum. Steini var illyrtur, svaraði fyrir sig, en var pasturslítill, og svo var hand- leggurinn á honum svona, og þeir níddust á því. Skáldanafnið Steinn Steinarr var ekki komið þá. Hitt skáldið, sem ég þekkti, var illskeytt í garð Skarðsverja, Sigvalda á Skarði og séra Ásgeirs í Hvammi. Stefán bjó á Ballará, þegar hann kvað sem mest um þessa menn, fór síðan í Bessatungu eins og áður sagði. „Heilsar skáld Skarði,/skítnum kotgarði,/sviptum auðsarði,/undir mel- barði“, – kvað skáldið.“ Svo ferðu suður? „Sumarið og veturinn eftir fermingu var ég á Hólmavík, ýmist hjá föður mínum, eða ég var hjá móður minni í Skeljavík, rétt sunnan við bæinn, en þá höfðu foreldrar mínir skilið. Ég var í skóla á Hólmavík og gekk allsæmilega, reri á skektu, trillu, með eldri frænda mínum, Einari frá Sandnesi. Amma hans var dóttir Torfa á Kleifum og við því þremenningar. Rerum frá Hamarsbænum þarna og lögðum upp aflann í kaupfélaginu hjá Sigurjóni, föðurbróður mínum, sem tók við honum af mikilli ljúfmennsku. Vorið 1928 var ákveðið, að ég færi suður til Reykjavíkur í skóla, því Tryggvi bróðir og kona hans Sigríður, dóttir Sigurðar „söngs“, buðust til þess að hafa mig og halda mér uppi. Ég hafði enga peninga til að fara í skóla. Tryggvi bjó á Njarðargötu 35, rétt fyrir neðan Hnitbjörg. Þau höfðu nýlega stofnað heimili.[4] Ég fór með Suðurlandinu til Reykjavíkur og fyrst til Pálínu frá Bíldudal, vinkonu mömmu, hún bjó á horninu á Bergstaðastræti og Baldursgötu. Alltaf man ég eftir því, þegar Tryggvi kom skálmandi niður Baldursgötuna til að taka á móti mér með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.