Strandapósturinn - 01.06.2009, Síða 115
113
og Valdimar Sveinbjörnsson var
með leikfimi, Sigfús Einarsson
með söng, seinna var Þórleifur
Kristmundsson með sönginn.
Þorleifur H. Bjarnason var
settur rektor 1928 eftir Geir
Zoëga, sem lézt það ár. Svo
kom Pálmi Hannesson haust-
ið 1929. Þá varð uppistand og
„strækur“ í skólanum, farið var
út í Beneventum í Öskjuhlíð,
heilmikill fundur þar. Lárus
Blöndal stóð fyrir því að mæta
ekki í skólann, mótmæla Pálma,
pólitísk veiting. Obbinn af nem-
endum mætti ekki daginn eft-
ir; synir Tryggva Þórhallssonar,
Klemens og Þórhallur, mættu, og synir Boga Ólafssonar; annar
var alltaf á lofti, þegar hann kom með þá í skólann, Bogi ramb-
aði svo mikið, sagði sagan, ... framsóknarmenn mættu! Svo jafn-
aðist þetta, hjaðnaði bara, pólitísk veiting. En erfitt var hjá Pálma
fyrstu árin, tala nú ekki um þegar inspector Sölvi Blöndal, bróðir
Lárusar, stóð fyrir skólastræknum 1931.“[1]
Skólafélagarnir
„Ég bjó hjá Tryggva út 4. bekk, þá flutti hann á Grundarstíg,
en ég fór í einn vetur á heimavistina í Menntaskólanum, vorum
í suðurendanum. Íbúð Pálma, rektors, var þar fyrir neðan. Eftir
það var ég hjá systur minni í Tjarnargötu 47 og þá í Hafnarstræti
18. Árið 1930 kom skólareglugerðin, og við heyrðum, að Eggert
Þorbjarnarson og Ásgeir Blöndal Magnússon hefðu verið látnir
fara úr skóla fyrir norðan. Eggerti var bolað úr skólanum eftir
annarsbekkjarprófið vorið 1930. Honum var sagt, að hann gæti
ekki komið í skólann aftur að hausti, nema hann hætti öllum
pólitískum afskiptum „út á við“, hann skyldi hugsa sig um yfir
sumarið. Þetta gat hann ekki fallizt á og vildi ekki, hann var for-
maður Félags ungra jafnaðarmanna fyrir norðan, og hann kom
ekki í skólann um haustið. Ásgeir Blöndal var hins vegar rekinn á
Sölvi H. Blöndal.