Strandapósturinn - 01.06.2009, Síða 117
115
1932. Hann kom í Íþöku, hafði
leshringi og gaf okkur þessa
litlu bók, Kommúnistaávarpið,
sem við lásum með honum.
Sella var í skólanum, en ég var
í Hafnarsellunni, sífelldir fund-
ir. Minn bekkur var kallaður
„rauði bekkurinn,“ þarna voru
Dagný Ellingsen, Hermann
Einarsson og Magnús Geirsson,
sonur Geirs Sigurðssonar skip-
stjóra og útgerðarmanns, og
Lárus Pálsson, sessunautur
minn í öll þessi ár, sem ég var í skólanum.
Ég tók þátt í Gúttóslagnum, Henrik og Þorsteinn Pjetursson
voru þarna og drógu ekki af sér. Sagt var, að Héðinn hefði vilj-
að gera byltingu á eftir ... talaði við Einar og Brynjólf, en þeir
sögðu, að það væri ekki tímabært, þetta væri uppþot (rebellion,
engin revolution). En Héðinn vildi taka völdin, þegar búið var
að lemja niður lögregluna?! Mönnum þótti skrýtið, að forstjóri
BP á Íslandi skyldi vera byltingarmaður. Var hann forstjóri til
þess að vera fjárhagslega sjálfstæður, ekki háður mönnum eins
og Jónasi? Sú kenning hefur heyrzt.“[6]
Á sumrin varstu fyrir norðan?
„Á skólaárunum var ég fyrst á sjónum á sumrin. Sumurin
1928 og 1929 reri ég á trillu frá Steingrímsfirði og þénaði
svolítið, fiskaðist vel. Líklegast var það sumarið 1930, að ég fór
í kaupavinnu til sýslumannsins á Borðeyri, Halldórs Júlíussonar.
Sýslumaður þótti allsérlundaður og átti í erjum við sveitunga sína
í Hrútafirði. Ágætt var, að kaupamaðurinn væri Strandamaður,
en hann skyldi líka ættaður norðan Bitruháls, og ég varð fyrir val-
inu (þegar Halldór lét af embætti, sendi hann Strandamönnum
norðan Bitruháls kveðjur sínar með þakklæti fyrir góða viðkynn-
ingu). Nú átti ég að slá túnið hjá honum, ég átti að slá Eyrina,
harðbala skammt norðan við þorpið. Svo gekk þetta ekkert hjá
mér. Hann hafði fengið hrossaskítsgryfju og gengið svo nærri
botninum, að áburðurinn var malarkenndur, beit ekkert í þessu
Unnur, Elín, Katrín, Ágústa,
Dagný og Nanna.