Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 126
124
í Kaupmannahöfn, þegar hann var stúdent. Þar taldi hann sig
vera kommúnista.“
Í Kaupmannahöfn
Eymundur var farinn með Gullfossi snemma í apríl til systur
sinnar, Sigrúnar, sem bjó í Krusemyntegade 20 í Kaupmannahöfn
og var deildarstjóri hjá stórmagazíninu Illum. Á hafnarbakkan-
um í Reykjavík kvöddu nokkur bekkjarsystkini hann með heilla-
óskum, og hrópað var „Rot Front!“[8] „Fyrst ætlaði ég að taka
stúdentspróf í Danmörku, eftir að ég var rekinn úr MR, því að
mér var einnig neitað um að fara í prófið utanskóla vorið 1934,
– hvað sem síðar hefði orðið, ef ég hefði kropið nógu lágt (vorið
1935!). En ég sá fljótt, að ég yrði að vera ár í Kaupmannahöfn
til að læra dönskuna, og auðvitað var pensúmið allt annað þar.
Ég átti sjálfur hugmyndina að því að fara í prentmyndagerð, eða
Tryggvi bróðir benti mér á, að nóg yrði að gera í því á Íslandi,
þar væri aðeins einn fyrir. Ég komst ekki að í Danmörku og skrif-
aði Einari Olgeirssyni um það, og Einar hefur kannski skrifað
austur. Svo gat ég skrifað „Gunnari Björnssyni“, hann var þá
nýkominn til Moskvu aftur. Sífellt var verið að koma bréfasend-
EM við klisjugerð.