Strandapósturinn - 01.06.2009, Side 128
126
Í Moskvu
„Í janúar 1935 hélt ég frá
Kaupmannahöfn með ferju
til Helsingfors og kom víst
þangað 14. janúar, skv. vega-
bréfinu. Amerískur verkfræð-
ingur var samferða mér á ferj-
unni og reyndar alla leiðina
til Moskvu. Hann talaði nokk-
uð í rússnesku, sem var mér
styrkur, því að ég kunni aðeins
nokkur orð. Við stoppuðum í
Helsingfors eina nótt. Í lestinni
þaðan að landamærunum voru
tveir Finnar í klefanum, áreið-
anlega njósnarar, sem fylgdust
með okkur, 6 manna klefi eins
og gerðist. Landamærin voru
við ána og smábæinn Rajajoki.
Mínir pappírar voru í lagi, en
umstangið var mikið og mikið
skoðað. Ég og verkfræðingurinn
vorum eina nótt í Leningrad,
fórum svo með lest til Moskvu.
Sé hérna, að lestarmiðinn kostaði 17 rúblur og 45 kópeka, og
84 kópekar voru fyrir 5 kílóa farangurinn. Þessi verkfræðingur
ætlaði að vinna í Rússlandi. Okkar leiðir skildu, þegar kom
til Moskvu. En þar tók „Gunnar“ á móti mér á lestarstöðinni,
Gunnar, það var dulnefni (Deckname) Eggerts Þorbjarnarsonar.
Ég fór á Hótel Lux, 6 hæða sambyggða byggingu í Gorkístræti 10
(ulitsa Gorkowa, en heitir nú aftur ulitsa Tverskaja eins og var á
keisaratímanum, og hótelið nefnist núna Hótel Zentralnaja). Á
þessu hóteli bjuggu kommúnistar frá ýmsum löndum, en aðal-
lega frá Norðurlöndunum og Þýzkalandi og sem voru á vegum
Kominterns. Norski kommúnistaforinginn Peder Furubotn var
minn gestgjafi, hann bjó á Lux ásamt konu sinni, Ginu, og syni
þeirra, Gilbert. Aðbúnaðurinn á hótelinu var mjög svipaður og
gerðist fyrir vestan; fæðið hafði batnað. Allan Wallenius bjó á
Arne Munch-Petersen á pólitískum
fundi í Herning á Jótlandi.