Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 144

Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 144
142 í Kaupmannahöfn, að mál hans og félaga hans séu enn til ákvörðunar (líkl. um að komast í náttúrufræðinám í Moskvu). Hann bætir við skilaboðum til Ársæls Sigurðssonar og Sverris Kristjánssonar, að þeir hafi haft almennt rétt fyrir sér í kolakranamálinu, en ekki sé hægt að skrifa pósitivt meira um það mál í augnablikinu, það á eftir að ræðast betur. Annað mál er skjal, sem hefur verið karakteríserað flokksholt, en ekki enn rætt neitt að ráði (úr sendibréfum E. M.). Stórvirk atvinnutæki eins og kolakrani tóku störf frá erfiðisvinnumönnum við höfnina í Reykjavík. Það var snúið mál fyrir þá róttækustu. Nánar um E. Þ., sjá Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í þjálfunarbúðum byltingarmanna. Þjóðmál, 4. árg., 4. hefti, bls. 70–86. 10) Agnar Kofoed-Hansen segir frá þessu í sendibréfum til Eymundar rituðum frá Luftmarinestationen Avnø, 17. júní 1935, og Søværnets Flyveskole, 25. ágúst 1935, og Kaupmannahöfn, 3. nóvember 1935 (sendibréf E. M.). 11) Örlögum Arne Munch-Petersen (1904–1940) er lýst í riti eftir Ole Sohn, Fra Folketinget til celle 290. Kbh. 1992. Munch-Petersen kom upphaflega til Sovétríkjanna 1929 og var nemandi á Lenínskólanum. Hann starfaði seinna fyrir Komintern í Danmörku. Hann og Aksel Larsen voru fyrstu kommún- istarnir, sem kjörnir voru á þing (Folketinget) í Danmörku. Munch-Petersen sat á þingi 1932–1935, en fór aftur til Sovétríkjanna 1936 og kenndi við Lenínskólann. Hann var handtekinn 28/29. júlí 1937, ásakaður um and- sovjétskan áróður, trotskíisma og njósnastarfsemi og lézt úr berklum í fangelsi í Moskvu 12. nóvember 1940. 12) Um Allan Wallenius, sjá: Ólafur Grímur Björnsson. Hallgrímur Hallgrímsson. Kreppuár í Reykjavík og ferðin til Sovétríkjanna. Súlur. Norðlenskt tímarit, 32. árg., 45. hefti, 2006, bls. 100–150. – Allan Wallenius var handtekinn í Moskvu 16. febrúar 1938 og dæmdur til 5 ára fangabúðavistar 10. nóvember 1939. Hann var tekinn af lífi (skotinn) í fangelsi í Kuibyshev, 15. september 1942. Eila Lahti-Argutina. Olimme joukko vieras vaan. Vammala 2001, bls. 555; uppl. frá Tauno Saarela, Helsinki, 2007. – Byggingin, sem hýsti Hótel Lux, er frá keisaratímanum og var í fyrstu nefnd eftir arkitektinum, Franzija, Filippowski Nomera. Nafnið Lux fékk hótelið á þriðja áratugnum, og taldist þá nr. 36 við ulitsa Twerskaja. En nafni götunnar var breytt 1935 og kennt við Gorki, og hús- númerið varð nr. 10; hótelið var á horni ulitsa Gorkowa og ulitsa Nemiroviča- Dančenkoa. Í dag er ekkert, sem minnir á fyrri sögu þess frá tímum Kominterns, en Hótel Lux leið undir lok sem slíkt við endalok Kominterns 1943; sjá Ruth von Mayenburg: Hotel Lux. Das Absteigequartier der Weltrevolution. München, C. Bertelsmann-Verlag 1978, bls. 13–35. 13) Arvid Gilbert Hansen (1894–1966) fæddist í Kristiansand í Noregi. Ungur gerðist hann félagi í Norska verkamannaflokknum, kynntist Lenin og Bukharin persónulega, þeim síðarnefnda, þegar hann bjó um tíma í Kristianiu. Við stofnun Norska kommúnistaflokksins (NKP) 1923 varð Arvid Hansen einn af forustumönnum flokksins og helzti hugmyndafræðingur hans. Hann var tryggur stuðningsmaður Kominterns og sat í framkvæmdastjórn þess, ECCI. Á árunum 1931–1935 starfaði Arvid Hansen fyrir Komintern í Moskvu; þá hafði hann með málefni Íslands að gera og þá Íslendinga, sem voru við nám á skólum Kominterns. Hansen sneri aftur til Noregs 1935, varð ritstjóri blaðs kommún- istaflokksins í Bergen, Arbeidet, en áhrif hans voru ekki þau sömu og fyrr. Hann flýði undan nazistum til Svíþjóðar á seinni heimsstyrjaldarárunum. Hann gerðist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.