Strandapósturinn - 01.06.2009, Page 145
143
fylgismaður Peders Furubotns innan NKP, og árið 1949 voru þeir báðir reknir úr
flokknum fyrir títóisma. Eftir Arvid G. Hansen liggja mikil ritstörf, þar á meðal
ritin Fra Lassalle til Lenin (1929), Den röde ungdom i kamp og seier (1923, ásamt
Olaussen og Zachariassen) og Arbeideren i norsk diktning (1960); einnig fjöldi
greina í alþjóðlegum kommúnistískum tímaritum. – Branko Lazitch, Milorad
M. Drachkovitch. Biographical Dictionary of the Comintern. Standford 1986, bls.
169. – PaxLeksikon, bd. 3, H–Ks, Oslo 1979, bls. 28–29. – http://no.wikipedia.
org/wiki/Peder.org/wiki/Peder_Furubotn
14) Sjöunda þing Kominterns var haldið í Moskvu 25. júlí–21. ágúst 1935. Eitthvað
fer á milli mála á hvaða hóteli Einar og Brynjólfur bjuggu. Einar taldi þá hafa
dvalið á Hótel Sojusnaja (sem var gegnt Hótel Lux), en Benjamín segir þetta
rangt hjá honum, þeir hafi verið á Hótel Internationalnaja (eða Nationalnaja)
neðst í Gorkístræti, og Eymundur er honum sammála um það. Einar Olgeirsson.
Kraftaverk einnar kynslóðar. Jón Guðnason skráði. Rvk. 1983, bls. 306. – Benjamín
H. J. Eiríksson. Hér og nú, Rvk. 1992, bls. 65–66. – Benjamín H. J. Eiríksson í
stormum sinna tíða. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skráði eftir sögn hans sjálfs. Rvk.
1996, bls. 123. – Einar Olgeirsson. Sjöunda heimsþingið – og sigurinn yfir fas-
ismanum. Réttur, 58. árg., 2. hefti, bls. 119–131.
15) Bréf Danska sendiráðsins til Eymunds Magnússonar, dags. 5. júlí 1937.
16) Sendibréf Eðvarðs Sigurðssonar, dags. 14. febrúar 1937, til Eymundar Magnússonar.
17) Sendibréf Ásgeirs Blöndals Magnússonar, dags. 18. maí 1937, Kaupmannahöfn, til
Eymundar Magnússonar.
18) Sendibréf Ásgeirs Blöndals Magnússonar, dags. 14. ágúst 1935, Siglufirði, til Eymundar
Magnússonar. Ásgeir Blöndal Magnússon var nemandi við Lenínskólann veturinn
1937–1938, og er hann líklegast síðasti Íslendingurinn, sem nam við skóla
Kominterns, Æviskrár MA-stúdenta, I, 1927–1944, Rvk. 1988, bls. 358–359.
19) Benjamín Eiríksson ber því við, að Vesturskólanum hafi verið lokað vorið 1936,
en hreinsanir Stalíns höfðu þá náð inn í skólann. Benjamín H. J. Eiríksson. Hér
og nú, Rvk. 1992, bls. 65–66.
20) Vera Hertzsch bjó í Leontyskhi pereulok nr. 24 út frá Arbat-stræti. Benjamín H. J.
Eiríksson í stormum sinna tíða. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skráði eftir sögn hans
sjálfs. Rvk. 1996, bls. 149.
21) Halldór Kiljan Laxness. Skáldatími. Rvk. 1963, bls. 306–311.
22) Útgáfa DZZ hófst árið 1926, og hét blaðið upphaflega Deutsche Zentral-Zeitung
für Stadt und Land, sem síðar (1927) styttist í Deutsche Zentral-Zeitung. DZZ var
málgagn miðstjórnar sovétska kommúnistaflokksins fyrir þýzkumælandi íbúa
Sovétríkjanna og ekki sízt Volgurússa. Á fjórða áratugnum störfuðu á ritstjórn-
inni í Moskvu um 50 manns. Í febrúar 1938 handtók NKWD 20 þeirra á grund-
velli tilskipunar nr. 00439 frá 25. júlí 1937, sem hét „Über Operationen zur
Repression deutscher Staatsangehöriger, die der Spionage gegen die UdSSR
verdächtig sind.“ Þetta fólk var ásakað um andbyltingarsinnaða trotskíistastarf-
semi, dæmt til dauða eða í margra ára fangabúðavist, fáeinum var þó vísað úr
landi. Ritstjórar DZZ höfðu hlotið hörmuleg örlög. Þjóðverjinn Adolf Klein
ritstýrði blaðinu 1926–1928, og hélt áfram að starfa við blaðið, eftir að hann
hætti ritstjórn. Klein var handtekinn 15. febrúar 1938 og skotinn fyrir njósnir
7. apríl s. á. Imre Komor var Ungverji og var ritstjóri blaðsins 1929–1933; hann
var handtekinn 23. júlí 1937 og dæmdur til margra ára fangavistar og hvarf.
Wladimir Frischbutter ritstýrði DZZ 1933–1934; hann var Rússi af þýzkum