Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 11

Fréttablaðið - 20.01.2022, Síða 11
Það er óhætt að mæla með göngu á Hólshyrnu sem jafn- framt er frábært fjallaskíða- fjall. FÓKUS Á HJARTA LANDSINS FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi Það eru ekki margir bæir á Íslandi sem geta státað af jafn kynngimögnuðum fjallahring og Siglufjörður, enda fjörðurinn hluti af Tröllaskaga. Út um eldhúsgluggann blasa við gómsætir konfektmolar sem flestir eru kennd- ir við hnjúk, líkt og Hestskarðshnjúkur, Pallahnjúkur og Móskógahnjúkur. Þetta á þó ekki við um Hóls- hyrnu, tígulegan 687 metra háan tind inn af miðjum firðinum, milli Hólsdals og Skútudals, og skammt frá opi jarðganganna yfir í Héðinsfjörð. Fjallið skipar sér- stakan sess í hjörtum allra Siglfirðinga og sést oft sem mótíf á málverkum og ljósmyndum, en einnig í nöfnum fyrirtækja og félagasamtaka. Hylli Hólshyrnu kemur ekki á óvart, því séð frá bænum líkist það píramídalaga samhverfum þrístrendingi. Orðið hyrna er skylt orð- inu horn og hefur verið notað í margs konar merkingu, meðal annars um hvassa fjallstinda. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna mjólkurhyrnur með fjórum hornum og þríhyrndar hliðar. Þær skutu upp kollinum um miðja síðustu öld þegar farið var að selja mjólk í pappaumbúðum og fljótlega festist nýyrðið mjólkur- hyrna við þær. Síðar áttu kassalaga og ferhyrndar umbúðir eftir að leysa hyrnurnar af og annað nýyrði, mjólkurferna, kom fram á sjónarsviðið. Sumt eldra fólk kallar þó mjólkurfernur enn hyrnur, en varla á Siglufirði því þar tíðkuðust mjólkurhyrnur ekki, frekar en annars staðar á Norðurlandi. Það er óhætt að mæla með göngu á Hólshyrnu sem jafnframt er frábært fjallaskíðafjall. Í vesturhlíðum þess var löngum skíðasvæði Siglufjarðarbæjar og skíðastökk- pallur, en árið 1989 var skíðasvæðið flutt á enn betri stað, í Skarðsdal, sem nú telst eitt besta skíðasvæði landsins. Til eru nokkrar leiðir upp á tindinn og er stysta leiðin að norðanverðu upp brattan Álfhyrnuröðul. Í fyrstu er leiðin gróin en síðan taka við leirskriður og kletta- stallar. Efst býðst einstakt útsýni yfir Siglufjörð og áðurnefnda hnjúka, en einnig Dísina, brúnaþungan Blekkil og sunnar Presthnjúk. Hægt er að halda göng- unni áfram af Hólshyrnu á Presthnjúk og þaðan ofan í Skútudal eða Hólsdal. Þessar leiðir eru einnig frábærar fjallaskíðaleiðir og er þá oftast lagt upp frá Skútudal. Af tindi Hólshyrnu má síðan renna sér aftur niður stór- brotinn Skútudal eða halda niður brattari vesturhlíðar Hólshyrnu. n Mjólkurhyrnan á Sigló Hólshyrna blasir við öllum sem heimsækja Siglufjörð og ekki kemur á óvart að þetta glæsilega fjall sé Siglfirðingum svo kært. MYND/ÓMB Píramídalaga Hólshyrna minnir óneitan- lega á mjólkur- hyrnur sem flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna eftir úr æsku. MYND/TG Af tindi Hóls- hyrnu er frá- bært útsýni í allar áttir. Hér er horft í áttina að Dísinni til vinstri og Móskógahnjúki til hægri, en handan þeirra er Héðinsfjörður. MYND/TG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.