Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 34

Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 34
Í framkvæmda- stjórn félagsins sitja sjö manns, þar af eru þrjár konur, þannig að hlutfallið er í raun eins jafnt og það getur verið. Hins vegar þurfum við að jafna hlutfallið í hópi hluthafa. KPMG er þekkingarmiðað þjónustufyrirtæki sem vinnur með viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífs- ins. KPMG leggur metnað í að vera fremst í flokki fyrir- tækja sem veita sérfræði- þjónustu, hvað varðar traust og áreiðanleika. Hrafnhildur Helgadóttir er nýkjör- inn stjórnarformaður þekkingar- fyrirtækisins KPMG. Hún ólst upp á Suðurlandi, rétt fyrir utan Hvols- völl. „Ég kem úr stórum systkina- hópi, þannig að það var oft fjörugt á heimilinu. Eftir grunnskóla fór ég í Versló, þaðan í FSu og kláraði síðan viðskiptafræðina úr HÍ. Árið 2002 varð ég löggiltur endurskoð- andi. Ég hef starfað hjá KPMG síðan 1996 við endurskoðun og tengd verkefni,“ segir Hrafnhildur. „KPMG er þekkingarfyrirtæki þar sem meginþjónusta okkar gegnir lykilhlutverki í að skapa traust á fjármálamörkuðum og í samfélaginu öllu. Rekstri félags- ins er skipt í fimm svið, endur- skoðun, skatta- og lögfræðisvið, ráðgjafar-, bókhalds- og stoðsvið. Á síðasta ári fjárfestum við í félaginu Circular Solutions ehf. og með þeirri fjárfestingu styrktum við þjónustuframboð okkar í þjónustu tengdri upplýsingagjöf um sjálf bærni félaga, uppsetningu mælikvarða og staðfestingarvinnu í sjálf bærnimálum. Ég myndi segja að sérsvið okkar væri hvað við getum veitt viðskiptavinum okkar fjölbreytta þjónustu, við erum með marga sérfræðinga sem geta stutt viðskiptavini í ólíkum við- fangsefnum.“ Þú ert nýkjörinn stjórnarfor- maður KPMG. Hvert var þitt fyrsta verkefni? „Ég hef verið í stjórn félagsins síðastliðin fimm ár, þannig að ég hef fengið að taka þátt í stefnumót- un og öðrum verkefnum stjórnar. Fyrstu verkefnin sem formaður tengdust skipulagi rekstrarársins og frágangi á sjálfbærniskýrslu félagsins, sem var gefin út í fyrsta skipti í desember síðastliðnum. Við erum ákaflega stolt af útgáfu skýrslunnar, en þar setjum við meðal annars fram markmið sem KPMG hefur sett sér í sjálfbærni og mælikvarða. Okkur finnst mikil- vægt að viðskiptavinir okkar og aðrir hagaðilar fái upplýsingar um KPMG og hvað við stöndum fyrir.“ Hvaða verkefni eru fram undan hjá KPMG? „KPMG hefur eins og önnur félög unnið að stafrænni þróun. Við höfum verið að innleiða ný kerfi og breytt vinnulagi, þannig að þjón- usta okkar sé ávallt lausnamiðuð og skilvirk. Þjónustuframboð í ráðgjöf, hvort sem er í fjármálum, skattamálum, upplýsingatækni eða aðstoð við sjálfbærnimál, þarf sífellt að vera í endurskoðun og fylgjumst við mjög vel með breytingum á markaðnum, þannig að við getum brugðist hratt og vel við þörfum viðskiptavina okkar.“ Meiri samvinna með KPMG á Norðurlöndunum „Á undanförnum árum hefur sam- vinna KPMG á Norðurlöndunum verið að aukast. Við sjáum mikið hagræði og gæði í slíku samstarfi. Þá eru mannauðsmálin ávallt í fókus hjá okkur og verða áfram, en heilsa, ánægja og starfsþróun starfsfólks skiptir okkur miklu máli og er í raun lykilatriði til að ná árangri í starfsemi félagsins. Við bjóðum upp á sveigjanleika í starfi og leggjum áherslu á heil- brigt, öruggt og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Mikill metnaður er í símenntun og fræðslumálum, en á árinu 2019 stofnuðu KPMG á Norðurlöndunum sameiginlegt félag, Nordic Learning and Deve- lopment, sem sér um fræðslumál. Í gegnum það félag tökum við þátt í námskeiðum, bæði sem nemendur og leiðbeinendur. Síðan eru á dagskrá rekstrarárs- ins fundir og viðburðir þar sem farið er yfir fjölbreytt viðfangs- efni, en við lítum á það sem okkar samfélagslega verkefni að miðla okkar sérþekkingu til viðskipta- vina, núverandi og tilvonandi, og út í atvinnulífið í heild. Á þessum tæpu tveimur árum sem heimsfar- aldurinn hefur geisað höfum við haldið fjöldann allan af fundum um Covid-úrræði stjórnvalda og hafa þessir fundir verið allt frá því að vera almennir í það að vera sérsniðnir fyrir minni hópa. Fram undan er svo Skattafróð- leikur KPMG þar sem við förum yfir skattalagabreytingar og ýmis önnur skattatengd málefni, sem við teljum að muni nýtast atvinnu- rekendum, fjármálastjórum og öðrum þeim sem sinna fjármálum fyrirtækja á komandi rekstrarári.“ Hvernig er KPMG að standa sig í hlutfalli kynjanna á vinnustað? „Það hefur margt breyst á þeim tíma sem ég hef starfað í greininni. Konum er alltaf að fjölga, og í dag er hlutfallið þannig að konur eru 54% af starfsfólki félagsins. Í framkvæmdastjórn félagsins sitja átta manns, þar af eru fjórar konur og fjórir karlar, þannig að jafnara verður það ekki. Hins vegar þurfum við að jafna hlutfallið í hópi hluthafa. Þar eru konur 29% af 35 hluthöfum. Það er einmitt eitt af verkefnum stjórnar að setja markmið, framfylgja jafnréttis- áætlun og -stefnu um hvernig við vinnum að því að jafna hlutfallið á næstu árum.“ Viltu leggja orð í belg hvað varðar konur í stjórnunarstöðum? Hvað er til dæmis hægt að gera til að auka hlut kvenna í áberandi eða áhrifaríkum stöðum? „Ég er sammála, það er nauð- synlegt að hugsa um hvernig við getum aukið hlut kvenna í áhrifa- ríkum stöðum í atvinnulífinu. Ég tel að áframhaldandi hvatning til stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum landsins, bæði karla og kvenna, um mikilvægi þess að jafna stöðu kynja í ábyrgðar- stöðum og stjórnun fyrirtækja, sé mjög mikilvæg. Ég held einnig að við þurfum að fara að horfa á jafn- rétti í víðara samhengi og horfa þannig til fjölbreytileikans sem er í samfélaginu. Hjá okkur starfa einstaklingar af sex mismunandi þjóðernum. Með jafnara kynja- hlutfalli í lykilstöðum næst fram ólík sýn, betri fyrirtækjamenning og verðmætasköpun verður meiri.“ Hvað hefur verið gert á síðustu árum og hvað hefur virkað að þínu mati við að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum? „Lagasetningin 2010 um hlutföll kynja í stjórnum félaga breytti miklu. Þó að kynjakvótar geti verið umdeildir voru þeir nauðsynlegir til að jafna stöðu kynjanna. Það eru hins vegar ákveðin vonbrigði að breytingin sem varð með kynja- kvóta stjórnarmanna hafi ekki skilað fleiri konum í framkvæmda- eða forstjórastöður. Ég held að öflug umræða um jafnlaunavottun og starfsemi samtaka eins og FKA hafi haft mikil áhrif. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum, leikskóla- og skólamálum gert mikið. Ég er jafnan spurð að því af kollegum mínum erlendis, með öfundartóni, hvað fæðingarorlofið sé langt á Íslandi og hver réttur feðra sé, en jöfnun þess á milli for- eldra hefur haft og mun hafa mikil áhrif á jafnrétti kynja á vinnu- markaði. Síðan eru það allar þessar frábæru konur í öllum geirum samfélagsins sem eru fyrirmyndir og hvatning til kvenna um að taka þátt í stjórnun félaga og stofnana í samfélaginu.“ ■ Jafnrétti í víðara samhengi hjá KPMG Hrafnhildur telur það vera nauðsynlegt að hugsa um hvernig við getum aukið hlut kvenna í áhrifamiklum stöðum í atvinnulífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 14 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.