Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 44

Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 44
Í Aðalþingi er alltaf verið að betrum- bæta það gamla og þróa eitthvað nýtt, það er í raun innbyggt í skóla- starfið. Leikskólinn Aðalþing, sem Sigalda ehf. rekur, hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2021. Þar er rekið framsækið skólastarf þar sem frum- kvöðlaandi ríkir. Segðu mér, Guðrún Alda, hver er meginmunurinn á Aðalþingi og öðrum leikskólum í landinu? „Í fyrsta lagi að leikskólinn er bæði rekinn og honum stjórnað af leikskólakennurum. Eitt megin­ markmið skólastarfsins öll þrettán árin hefur verið að hvert barn fái bestu umönnun og kennslu sem völ er á. Og til að ná því markmiði þarf skólinn að hafa kærleiksríkt og metnaðarfullt fagfólk en hlut­ fall kennara er hátt í Aðalþingi og hefur verið frá því skólinn tók til starfa. Í upphafi skólagöngu hvers barns eru foreldrum kynnt þessi markmið og þeir hvattir til að gera athugasemdir ef þeir telja skóla­ starfið ekki standa undir þeim, nokkurs konar innbyggt símat foreldra. Þátttaka barnanna í Aðalþingi í mati á skólastarfinu er meiri en gengur og gerist í öðrum skólum. Frá upphafi skólagöngu læra þau að vega og meta, velja og hafna svo og að átta sig á því að hugmyndir þeirra hafa gildi í leik­ skólasamfélaginu. Við styðjumst líka við innbyggt símat í daglegu starfi skólans, þar sem starfsfólk skiptist á að funda og ígrunda skólastarfið saman. Aðalþing hefur enn fremur búið að því að erlent og innlent fræðafólk hefur verið nokkurs konar „gagn­ rýnir vinir“ skólans og hefur rýnt í skólastarfið með starfsfólkinu, skólastarfinu til gagns. Samræða gegnir stóru hlutverki í Aðalþingi sem er jú einn mikilvæg­ asti þáttur lýðræðis. Í skólanum hefur þróast mjög lýðræðislegt skólastarf, lærdómssamfélag þar sem fólk er óhrætt við að leggja fram og ræða nýjar hugmyndir og vinnubrögð. Í skólanum hefur skapast frumkvöðlaandrúmsloft sem byggist á trausti og velvild. Skólastarfið á að stuðla að því að börnin séu glöð, hamingjusöm og séu frjálsir einstaklingar, þá eru þau í stakk búin til að læra.“ Frumkvöðlaandrúmsloft segirðu, hvaða nýbreytni er helst við lýði hjá skólanum? „Strax í upphafi reksturs leik­ skólans árið 2009 voru tekin upp ný vinnubrögð við upphaf skóla­ göngu barna, önnur en tíðkuðust almennt í leikskólum á þeim tíma. Þátttaka og hlutverk foreldra fékk meira vægi en aðferðin er nefnd þátttökuaðlögun. Í dag nota fjöl­ margir leikskólar landsins þessa aðferð. Aðalþing var brautryðjandi í notkun á spjaldtölvutækni í leikskólum frá árinu 2011. Í Aðal­ þingi hafa verið þróaðar nýjar aðferðir við samþættingu leiks og námsþátta. Árið 2011 var mótuð nýstárleg og lýðræðisleg nálgun á matmálstíma barnanna og í fram­ haldinu opnuð Matstofa, sem er jafn mikilvæg og önnur námssvæði skólans. Ákveðin kennslufræði fer fram í Matstofunni og henni er ætlað að stuðla að vellíðan í fallegu og notalegu umhverfi. Í dag hafa margir leikskólar tekið upp sams konar Matstofu í einhverri mynd.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir Sigöldu og Aðalþing að hljóta Íslensku menntaverðlaunin 2021? „Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun og þau eru viðurkenning fyrir mikilvægi leikskólastarfs í landinu. Það felast verðmæti í að samfélagið kunni að meta gott skólastarf. Samfélag sem elur börnin sín upp sem glaða og frjálsa einstaklinga þarf kannski ekki að takast á við eins marga brotna fullorðna einstaklinga þegar fram líða stundir.“ Eru einhverjar nýjungar í vændum á árinu sem gaman væri að segja frá? „Ójá, í Aðalþingi er alltaf verið að betrumbæta það gamla og þróa eitthvað nýtt, það er í raun inn­ byggt í skólastarfið. Frá 2015 hefur leikskólinn unnið að þróunar­ verkefninu Eiturefnalaus leikskóli. Efnainnihald hefur verið skimað og námsgögn sem ekki standast kröfurnar fjarlægð. Nú erum við komin á þann stað að við teljum tímabært að fá Svansvottun á eldhúsið en ekkert skólaeldhús á Íslandi hefur fengið slíka vottun.“ Sigalda er rekin af Guðrúnu Öldu Harðardóttur og Sigurði Þór Salvarssyni. Guðrún Alda er með doktorsgráðu í leikskólafræðum og Sigurður Þór er blaðamaður og þýðandi. Leikskólastjóri Aðalþings er Hörður Svavarsson og aðstoðar­ leikskólastjóri er Agnes Gústafs­ dóttir. n Aðalþing hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2021 Guðrún Alda Harðardóttir stýrir Sigöldu ehf. sem rekur leikskólann Aðalþing í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Tal um að fjölga konum í tækni er ekki nýtt af nálinni. Að mati Sigrúnar Óskar Jakobsdóttur hjá Advania, er óskiljanlegt að þetta skuli vera vandamál þar sem ekkert í þessum geira sé þess eðlis að það ætti frekar að höfða til karla en kvenna. „Þetta byggist bara á einhverri gamalli staðalímynd um þessi störf. Þegar talað er um tækni sjá margir fyrir sér forritara með heyrnartól og tveggja lítra kók­ flösku á borðinu. Þessi staðal­ ímynd er fjarri raunveruleikanum.“ Sigrún segir að á sama tíma megi velta því upp að það hafi lengi loðað við stelpur að þær séu frá unga aldri alltaf að púsla einhverju saman og skapa eitthvað. „Ef við horfum til forritunar, sem auð­ vitað er bara eitt starf innan tækni­ geirans, þá snýst hún mikið um að púsla saman og skapa. Forritarar búa til hluti með kóða. Þannig mætti alveg snúa þessu við og spyrja hvers vegna forritun höfðar ekki sérstaklega til kvenna?“ Átak eflir konur Í kerfisstjórnun, hinu stóra faginu í tæknigeiranum, hafa útskrifaðar konur verið á bilinu 0­3 á hverju ári. Á hverju ári útskrifast um 100 manns úr skólunum sem bjóða upp á nám í kerfisstjórnun. „Fyrir ári gengum við til liðs við Íslands­ banka og fórum í átak í þessum málum með skólunum, Promennt og NTV. Átakið skilaði þeim árangri að konur voru 40 prósent nemenda á næstu önn,“ segir Sig­ rún Ósk. „Útgangspunktur átaksins var að veita einni konu styrk til náms. Megináherslan var lögð á að vekja athygli kvenna á greininni. Við tefldum fram flottum fyrirmynd­ um sem starfa við kerfisstjórnun og skólarnir fengu að kynna námið. Við sýndum hvað felst í starfinu og náðum að einhverju marki að brjóta þá úreltu staðal­ ímynd sem fylgt hefur starfinu. Ég held að nálgunin, að sýna hvað raunverulega felst í starf­ inu og tefla fram þessum fyrir­ myndum, hafi verið það sem gerði gæfumuninn. Ávinningur af því að stunda þetta nám er margþættur og hentar fjölbreyttum hópi fólks.“ Þetta átak gafst svo vel að Advania ætlar að halda því áfram og stækka það. Fjórar konur, tvær í hvorum skóla, verða styrktar til náms í kerfisstjórnun og fá hálf námsgjöld í styrk. Ætlunin er að þetta átak verði til lengri tíma og stuðli að raunverulegri fjölbreytni í þessari starfsgrein. „Við ætlum að beita þessari nálgun í víðara samhengi, því við viljum auka hlut kvenna. Sam­ keppni um hæft fólk hefur aldrei verið harðari og það er mikilvægt að fá fólk af öllum kynjum í fagið. Tvær meginástæður eru fyrir því að jafna hlut kynjanna í tækni­ geiranum. Annars vegar er það sanngirnismál að konur hafi sömu möguleika og karlar. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að besta framleiðslan, mesta nýsköpunin og mestu framfarirnar verða þar sem fjölbreytnin er. Við erum ekki bara að horfa til þess að jafna mun kynjanna, heldur sækjumst við eftir fjölbreytni í víðum skilningi.“ Að sögn Sigrúnar Óskar nálgast sum fyrirtæki þennan kynjahalla með því að setja kvóta og ráða konur og karla til jafns. „Við teljum þessa nálgun ekki ganga upp, vegna þess að í þeim hópi sem við erum að ráða tæknifólk úr eru ekki nema 25­30 prósent konur. Við verðum fyrst að breyta hlutföllunum í tjörninni og það er einmitt það sem við erum að gera meðal annars, með átakinu náms­ styrkjum til kvenna í kerfisstjórn­ un. Þetta er langtímaverkefni sem kallar á langtímahugsun.“ Fyrirmyndir mikilvægar Advania vandar mjög til þess hvernig fyrirtækið birtist út á við. Í fjölmiðlum birtast almennt sex karlar á móti hverjum fjórum konum. Í tæknigeiranum er hlut­ fallið níu á móti einni, en hjá Advania var kynjaskiptingin í fjölmiðlaframkomu jöfn í nýlegri könnun. „Eitt af því sem höfum gert er að setja af stað „kven­mentorship“ verkefni sem felst í því að reynslu­ meiri konur í fyrirtækinu taka að sér að leiðbeina óreyndari konum. Þar er hugmyndafræðin hin sama – að fjölga fyrirmyndum og efla þær ungu konur sem hjá okkur eru. Þetta snýst ekki um að vilja verða stjórnandi heldur að verða leiðtogi og fyrirmynd.“ Í stað þess að búa til kvóta sem getur bitnað á körlum, segir Sig­ rún Ósk Advania vera að búa til fyrirmyndir sem geti laðað konur inn í greinina og inn í fyrirtækið. „Mentorship“ verkefnið sé svo hannað til að vera skalanlegt upp á við fyrir karla líka og fyrir­ tækið í heild. „Alveg eins og með kerfisstjórnunarátakið byrjum við með minni hóp til að láta reyna á hugmyndafræðina, með það fyrir augum að geta stækkað verkefnið. Við viljum bæta ímyndina fyrir tækni og gera hana fyrir alla. Annar angi af þessu er að bæta vinnuumhverfið og gera það eftirsóknarvert. Við reynum að auka sveigjanleikann og fólk getur meira ráðið sínum vinnu­ tíma og hvort það vinnur heima hjá sér í fjarvinnu eða á vinnustað. Við tölum um tvinnustað með vísun í enska hugtakið „hybrid­ workplace“, alveg eins og talað er um tvinnbíla. Advania er orðið tvinnustaður til frambúðar. Það er hluti af þessu, að vera aðgengilegt fyrir alla óháð aðstæðum eða kyni eða áhugamálum.“ Sigrún Ósk segir málið ekki eingöngu snúast um að konur sem vilja geti verið meira heima við og geti unnið heima. Þetta geti líka snúist um áhugamál. „Einhverjir vilja geta farið í ræktina eða í búð um miðjan daginn og klárað svo vinnudaginn þegar heim er komið. Við viljum hafa þetta sveigjanlegt í tíma og rúmi.“ Oft gleymist að ekki eru það bara forritarar og kerfisstjórar sem vinna í tækni. Fólk kemur úr öllum áttum. „Við erum með vörustjóra og verkefnisstjóra og fólk í þjón­ ustu­ og ráðgjafahlutverki. Í raun má segja að hver sem er, hvaða kona sem er, ætti að geta fundið sig í tæknigeiranum, sama hver menntunin er eða bakgrunnur.“ Samkeppnin um gott fólk í þess­ um geira hefur að sögn Sigrúnar Óskar þá skemmtilegu afleiðingu að skapa frábæran vinnustað. Ekki sé tilviljun að í öllum rannsóknum um bestu vinnustaðina hér og úti í heimi, raði tæknifyrirtækin sér í efstu sæti. Í þessari miklu samkeppni keppist öll fyrirtæki í greininni við að búa til frábæran vinnustað til að laða fólk til sín. n Langtímaverkefni sem kallar á langtímahugsun Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania. MYND/AÐSEND 24 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.