Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 47

Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 47
Rakel Björg Guðmundsdótt- ir, markaðsstjóri Atlantsolíu, er stúdent frá Kvennaskól- anum, fór í stjórnmálafræði í HÍ og Kennaraháskólann en fann sig ekki á þeim slóðum og fór á vinnumarkaðinn í kjölfarið. „Ég tók við starfi þjónustustjóra hjá Atlantsolíu árið 2008 og var það þá ný staða innan fyrirtækisins. Fyrsta stöð félagsins var opnuð við Kópavogsbraut í ársbyrjun 2004 og hafði tilkoma Atlantsolíu á olíumarkaðinn hleypt miklu lífi í samkeppnina enda kynnti félagið til sögunnar ýmsar nýjungar neyt- endum til hagsbóta og þæginda, til dæmis dælulykilinn auk þess að bjóða lægra verð en áður hafði sést og viðtökurnar eftir því, mjög góðar. Bensínstöðvunum fjölgaði á stuttum tíma og því voru verk- efnin mörg og af ýmsum toga enda áskorun að vera nýtt merki á afar hörðum og lifandi markaði,“ segir Rakel. Aðeins tíu starfsmenn og þar af meirihlutinn konur Rakel þótti mjög spennandi á sínum tíma að hefja störf hjá fyrir- tæki sem státaði af ungri konu í brúnni en þá hafði Guðrún Ragna gegnt stöðu framkvæmdastjóra í tæp tvö ár og þá aðeins 32 ára gömul. „Í Guðrúnu Rögnu hef ég fundið mikla fyrirmynd. Hún hefur stutt mjög vel við bakið á mér á mínum ferli innan fyrirtækisins og veitt mér ótal tækifæri og hvatningu til að vaxa í starfi. Hjá Atlantsolíu starfa í dag aðeins tíu manns og kemur fólki það alltaf jafn mikið á óvart. Meirihluti þessa tíu manna hóps er einmitt kvenkyns en hér starfa sex konur og fjórir karlar. Það er óvenjulegt í þeim geira sem við störfum í, en eldsneytisbransinn hefur í gegnum tíðina þótt mjög karlægur. Það má þó alveg halda því til haga að karlmennirnir í fyrir- tækinu eru til fyrirmyndar og frá- bærir samstarfsmenn,“ segir Rakel. Fékk tækifæri til vinna við það sem henni fannst áhugavert Sem þjónustustjóri fékk Rakel Fær hvatningu til að vaxa í starfi Rakel Björg Guð- mundsdóttir er markaðsstjóri hjá Atlantsolíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANT- ON BRINK Guðrún Ragna Garðarsdóttir var aðeins 31 árs þegar hún tók við starfi framkvæmda- stjóra Atlantsolíu og hefur blómstrað í starfi. Guðrún ætlaði sér ekkert endilega að ílengjast í olíubransanum en hlutirnir æxluðust þannig og hún sér ekki eftir því að hafa haldið áfram. Guðrún er stúdent frá MR, fór í viðskiptafræði í HÍ og lauk þar Cand.oecon-gráðu af endurskoð- unarsviði. Árið 2005 flutti hún til Barcelona og fór í nám í EADA þaðan sem hún lauk master í fjár- málum. Hún kláraði svo MBA við HÍ 2016. Þegar Guðrún koma heim frá Barcelona hóf hún störf hjá Atlantsolíu. „Starfið er mjög fjölbreytt og ávallt nýjar áskoranir á borðinu. Það hefur mikið breyst frá því að ég tók við sem framkvæmdastjóri fyrir þrettán árum síðan. Fyrstu árin í mínu starfi var ákveðinn uppbyggingarfasi í gangi, þar sem aðaláherslan lá í að bæta við stöðvum og stækka dreifinetið okkar. Svo tók við fasi þar sem við fórum í að bæta ferla og ná fram hagræðingu, sem er svo „ongoing“ verkefni í gegnum allt sem við gerum. Umhverfismálin og auknar kröfur um blöndun lífeldsneytis er annað stórt verkefni sem fylgt hafa miklar áskoranir og munu gera áfram. Miklar sviptingar á markaðnum síðustu ár, með inn- komu nýrra aðila og stórra sam- runa stærstu aðila á markaði, hafa líka fært með sér áskoranir. Þannig að það er alltaf nóg af áskorunum og á meðan það er, er starfið skemmtilegt og maður er sífellt að bæta við sig þekkingu og reynslu,“ segir Guðrún. Harður en lifandi bransi Guðrún er spurð hvort olíugeirinn hafi alltaf heillað hana. „Olíugeirinn heillaði ekkert sérstaklega, þannig séð. Ég var ráðin til Atlantsolíu sem ég þekkti lítið sem ekkert þegar ég kom úr námi frá Barcelona árið 2006. Þá byrjaði ég sem aðstoðarfjármála- stjóri en var boðið að taka við sem framkvæmdastjóri tæpum tveimur árum seinna. Ég var þá 31 árs gömul og hafði ekkert endilega hugsað mér að ílengjast í olíu- bransanum, eða yfirleitt að ég væri eitthvað sérstaklega að stefna að því að verða framkvæmdastjóri þar né annars staðar. En ég ákvað að stökkva á tækifærið og sé ekki eftir því. Starfsumhverfið hjá Atlantsolíu er mjög gott og ávallt nóg af áskorunum, sem er lík- lega ástæða þess að ég hef ílengst hér. Þetta er mjög lifandi bransi og mjög harður líka. Ég hef verið heppin að vinna með frábæru fólki í gegnum tíðina og okkur hefur tekist saman að gera Atlantsolíu að góðum vinnustað.“ Guðrún segist ekki alltaf hafa haft brennandi áhuga á því að vera í stjórnunnarstöðu. „Ég get ekki sagt að það hafi endilega verið það sem ég stefndi að, eða að áhugasvið mitt hafi legið sérstaklega þar. Ég stefndi alltaf að því að vinna meira tengt endur- skoðun og fjármálum, kannski meira sem sérfræðingur en stjórn- andi. En svo fer lífið ekkert endi- lega með mann þangað sem maður stefndi, önnur tækifæri koma upp og maður bara tekur slaginn.“ Hvetur fólk til að stefna hærra Atlantsolía er lítið félag með einungis tíu starfsmenn. „Mest höfum við verið 24 talsins. Við höfum ekki sérstaklega horft til kyns fólks þegar við ráðum inn nýtt starfsfólk; fremur hvernig per- sónan passar inn í okkar kúltúr. Við höfum þó reynt að hafa ákveð- ið jafnvægi í kynjahlutföllum sem ég tel nauðsynlegt innan allra fyrirtækja. Ég hef ætíð hvatt mitt starfsfólk, sama hvort um er að ræða konur eða karla, til að bæta við sig þekkingu og ábyrgð eins og hægt er í þeim störfum sem þau eru í hjá okkur. Tækifæri til fram- þróunar í starfi innan félagsins eru eðli málsins takmörkuð, þar sem um fá stöðugildi er að ræða, en þó alltaf einhver. Ég hef því alltaf hvatt mitt fólk til að halda áfram og stefna hærra hjá okkur sem annars staðar,“ segir Guðrún. Mikil gerjun í bransanum Guðrún hlakkar til næstu áskor- ana og horfir björtum augum til framtíðar. „Við teljum framtíðina bara nokkuð bjarta. Við erum auðvitað í geira þar sem er mikil gerjun og breytingar fyrirsjáanlegar á næstu árum og áratugum. Fyrir- tækið mun þróast í samræmi við áskoranirnar sem fram undan eru. Við erum spennt fyrir þeim áskorunum enda fylgja þeim alltaf tækifæri.“ n Framkvæmdastjóri í olíugeiranum aðeins 31 árs Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir olíugeir- ann vera lifandi bransa en líka mjög harðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það er alltaf nóg af áskorunum og á meðan það er, er starfið skemmtilegt og maður er sífellt að bæta við sig þekkingu og reynslu. Oft er einmitt bara best að henda sér út í djúpu laugina. tækifæri til að vinna við það sem henni hafði alltaf fundist áhuga- vert að pæla í og skoða, en það er einmitt þjónusta. „Mér hefur stundum fundist við hér á Íslandi stutt á veg komin í að veita úrvalsþjónustu í öllum geirum. Allt er nefnilega þjónusta í ákveðnum skilningi, ekki bara á sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu eða í verslun í Kringlunni,“ segir hún. Rakel fékk svo aukinn áhuga á markaðsmálum innan fyrir- tækisins. „Mikilvægast er að keðjan á milli sölu, þjónustu og markaðsmála sé sterk. Ég fékk brautargengi innan fyrirtækisins til að vaxa enn frekar í starfi; ég fann að ég hafði rödd og það gaf mér aukið sjálfstraust.“ Best að henda sér í djúpu laugina Það var svo árið 2017 sem Rakel bauðst að taka við markaðsstjóri félagsins. „Það var stórt stökk fyrir mig en oft er einmitt bara best að henda sér út í djúpu laugina. Ég hef lært mest á því að henda mér í verk- efnin og vil helst hafa marga bolta á lofti í einu. Ég er óhrædd við að afla mér upplýsinga og spyrja um það sem ég veit ekki og fá lánaða dómgreind samstarfsfólks, enda getur kona bara ekki vitað allt. Ég hef líka átt í afar góðu og skapandi samstarfi við auglýsingastofuna okkar, HN markaðssamskipti, sem segja má að sé minn nánasti sam- starfsaðili enda er markaðsdeild AO bara ein kona,“ segir Rakel og brosir. „Tíminn hefur þotið áfram enda mjög margar krefjandi áskoranir orðið á vegi félagsins á tímanum frá því ég hóf störf hér. Eldsneytisbransinn hefur breyst hratt síðustu ár og fyrirséð að sala jarðefnaeldsneytis er á undan- haldi. Það gerist samt ekki á einni nóttu og því er mikilvægt að vera á tánum og vakandi yfir sam- keppni, spila stundum djarft og gera skemmtilega hluti sem vekja eftirtekt. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt og mjög þroskandi að taka þátt í þeirri vegferð sem Atlantsolía hefur verið á síðast- liðin ár.“ n kynningarblað 27FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.