Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 49
Fanney Ösp
Finnsdóttir
Eyrún Sif
Eggertsdóttir
The Retreat, annað af tveimur hótelum Bláa Lónsins, hefur vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu.
Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar.
Einstakur mannauður
Það hefur sömuleiðis mætt
mikið á Eyrúnu Sif Eggertsdóttur,
forstöðumanni baðstaða og
verslana Bláa Lónsins, og hennar
fólki síðustu misseri.
Hver er mesti lærdómurinn eftir
þessi tvö Covid ár?
„Mig langar fyrst að nefna
þrautseigju og þolinmæði en fyrir
utan það stendur upp úr hvað við
eigum ótrúlega flottan mannauð
sem hefur staðið þétt við fyrirtækið í gegnum
þennan öldugang – allir sem einn tilbúnir að
leggja sitt af mörkum með það að markmiði að
hámarka upplifun og ánægju gestanna okkar
með gleðina að vopni,“ segir Eyrún.
Löng reynsla Eyrúnar í smásölu hefur reynst
henni vel hvort sem er við rekstur á verslunum
Bláa Lónsins eða á baðstöðunum. „Þetta snýst jú
allt um að koma til móts við mismunandi þarfir,
lesa í óskir hvers og eins, standast væntingar og
tryggja að gesturinn eða viðskiptavinurinn fari
ánægður frá okkur og komi sem oftast aftur,“
bendir hún á.
Hverjar eru ástæður þess að Bláa Lónið hefur
skilað jafn góðum árangri í þjónustu og raun ber
vitni?
„Fyrsta sem kemur upp í hugann eru þau
sterku gildi sem fyrirtækið byggir á,“ segir Eyrún.
„Allir starfsmenn þekkja gildin, sem í grunninn
snúast öll um að skapa einstakar minningar og
ganga alltaf skrefinu lengra þegar kemur að
þjónustu við gesti og viðskiptavini okkar. Hjarta
Bláa Lónsins er sterkt eins og sést bara af ein-
stakri samheldni starfsfólksins og því trausti og
þeirri virðingu sem það ber hvert fyrir öðru, við-
skiptavinum okkar, umhverfinu og fyrirtækinu.“
Markaðssókn aldrei mikilvægari
Arndís Huld Hákonardóttir er
forstöðumaður markaðsmála
hjá Bláa Lóninu. Hún hefur leitt
markaðsmál fyrirtækisins í
gegnum bæði breyttan veruleika
og ferðahegðun ferðamanna um
allan heim síðustu misseri.
„Síðustu misseri höfum við
þurft að vera stöðugt vakandi
fyrir breytingum á erlendum
mörkuðum og ferðamynstri,“
segir Arndís. „Í minni deild starfar
öflugt teymi sem hefur sýnt af sér mikinn þrótt
og þrautseigju í gegnum krefjandi tíma. Við
höfum þurft að breyta hratt og örugglega þeim
skilaboðum sem við viljum koma á framfæri til
gesta og viðskiptavina og laga þau að þróun á
markaði. Á óvissutímum er mikilvægt að vita
hvaða birtingarform eru mikilvægust, miða á
rétta hópa, með réttum skilaboðunum og á
réttum tímum. Á óvissutímum eins og þeim sem
við höfum verið að upplifa hefur aldrei verið
jafn mikilvægt að gefa í hvað varðar markaðs-
mál, enda mikilvægt að halda athygli til að
tryggja viðspyrnuna þegar að henni kemur, þrátt
fyrir tímabundnar lokanir og mikla óvissu.“
Arndís bendir á að á sama tíma hafi Bláa Lónið
lagt sitt af mörkum til að ná betur til innlenda
markaðarins, styrkja samband sitt við heima-
menn og efla enn frekar og styðja við nærsam-
félagið. „Innlendi markaðurinn er okkur einnig
gríðarlega mikilvægur og okkur þykir vænt um
að finna fyrir aukinni aðsókn Íslendinga og
auknum áhuga þeirra á húðvörum Bláa Lónsins.
Ljósmyndir og myndbönd á samfélagsmiðlum
frá gestum hafa veitt okkur mikla gleði og verið
eins og vítamínsprauta fyrir okkur starfsfólkið.
Í ár horfum við svo fram á mjög spennandi tíma,
bæði hér heima og erlendis og hlökkum til að
hrinda öllum þeim spennandi verkefnum sem
við erum með á teikniborðinu í framkvæmd á
næstu mánuðum,“ segir hún og brosir.
Breytt ferðahegðun eftir faraldurinn
Fanney Ösp Finnsdóttir
tók nýlega við sem
hótelstjóri á Silica hóteli
Bláa Lónsins eftir að hafa
starfað í móttöku, sem
móttökustjóri og sér-
fræðingur á viðskipta- og
rekstrarsviði. Fanney
þekkir fyrirtækið því vel.
„Með því að fá að
þróast og þroskast í starfi
innan Bláa Lónsins hef
ég öðlast mikla þekkingu á mörgum
og mismunandi sviðum fyrirtækisins,“
segir hún. „Það hefur hjálpað mér mikið
eftir að ég tók við starfi hótelstjóra í
vetur.“
En skyldi hótelstjórinn greina mikinn
mun á ferðamynstri gesta eftir að heims-
faraldurinn skall á?
„Já, það er að breytast. Maður finnur
fyrir því að gestir koma spenntari til okk-
ar núna. Þeir hafa haft meiri tíma til að
undirbúa dvölina. Ég vil meina að gestir
komi afslappaðri, dvelji jafnvel lengur
og geri betur við sig nú en áður,“ svarar
Fanney og heldur áfram: „Til að geta
aðlagað þjónustuna breyttum þörfum
hefur reynt á sveigjanleika, þrautseigju
og samstarfsvilja starfsfólks, bæði
innan og milli deilda. Ég hef verið svo
lánsöm að í mínu teymi eru gríðarlega
öflugir einstaklingar, víðs vegar að úr
heiminum, sem allir eru af vilja gerðir til
að sinna starfi sínu af fagmennsku og
gestrisni, þrátt fyrir óvenjulega tíma frá
því að Covid hófst. Þá skemmir auðvitað
ekki fyrir að vera umkringd stórkostlegri
náttúru sem veitir okkur svo sannarlega
innblástur í daglegu amstri.“
Töfrandi samspil hönn-
unar, náttúru og vísinda
Bryndís
Björnsdóttir
þekkir sölu- og
markaðsmál
félagsins vel
en hún starfaði
í markaðsdeild
Bláa Lónsins
áður en hún
tók við sem
forstöðu-
maður sölu- og vöruþróunar.
Fyrri reynsla Bryndísar og
menntun hafa nýst vel við
þróun vöruframboðs og sölu
á óvissutímum síðustu mán-
aða. „Eitt er reynsla en annað
er öflugt teymi. Með mér í
liði eru einstakir fagmenn og
reynsluboltar. Saman höfum
við stigið ölduna þar sem
ytri aðstæður hafa breytt
öllu; meðal annars kaup- og
neysluhegðun viðskiptavina
okkar. Sú reynsla að geta til-
tölulega auðveldlega sett sig
í spor mismunandi markhópa
og mótað vöruframboðið í
takt við nýjar þarfir viðskipta-
vina með skömmum fyrirfara
hefur reynst okkur dýrmæt.
Þá er virkt samtal og samstarf
við þá sem starfa í fram-
línunni afar mikilvægt. Í því
samhengi má ekki gleyma að
við rekum meðal annars tvö
hótel, Silica og Retreat, og tvo
baðstaði, Retreat spa og Bláa
Lónið sjálft, sem höfða til
mismunandi markhópa. Þessi
vegferð síðustu mánaða
hefur verið krefjandi en líka
skemmtileg og lærdómsrík
fyrir okkur öll.“
Aðspurð hvað hafi komið
Bryndísi skemmtilega á
óvart varðandi Bláa Lónið
sem vinnustað nefnir hún
hversu mikil áhersla lögð
er á hönnun og arkitektúr
innan fyrirtækisins. „Það er
mjög eftirtektarvert að sjá
hversu mikið vægi hönnun,
arkitektúr og ekki síst upp-
lifunarhönnun fær í tengslum
við allar ákvarðanir sem eru
teknar innan fyrirtækisins,“
nefnir Bryndís og segir að
þessar áherslur skili sér vel
til gestanna. „Upplifunin sem
við erum að bjóða upp á er
heillandi og það er gefandi
að sjá viðskiptavini eignast
ógleymanlegar minningar.“
Umhverfisfyrirtæki ársins
Hulda Saga Sigurðardóttir er forstöðumaður reiknings-
halds hjá Bláa Lóninu. Hulda Saga hefur yfir tuttugu og
fimm ára reynslu í uppgjörsvinnu og reikningshaldi og
vann í fjármálageiranum áður en hún kom til starfa í
Bláa Lóninu.
„Ég held að þessi reynsla frá bankaárunum hafi kennt
manni ýmislegt, að vinna undir álagi og tímapressu og
þurfa að takast á við alls konar áskoranir með jafnaðar-
geði. Hún kemur sér vel núna,“ svarar Hulda Saga, þegar
hún er spurð út í þær áskoranir sem fyrirtæki í ferða-
þjónustu standa nú frammi fyrir á Covid-tímum.
Þess má geta að fyrir utan lónið sjálft rekur Bláa
Lónið tvö glæsileg hótel, heilsulind og nokkra veitinga-
staði. Rannsóknar- og þróunarstarf fer einnig fram í Bláa Lóninu þar
sem hinn einstaki jarðsjór er notaður sem lykilhráefni í húðvörur
Bláa Lónsins, en að auki rekur Bláa Lónið fjórar verslanir og heldur úti
vefverslun. Þá eru innan Bláa Lóns-samstæðunnar fjölmörg dóttur-
félög. „Það sem kom mér fyrst í opna skjöldu er hvernig allur rekstur
Bláa Lónsins er samofinn hugmyndafræði um sjálfbærni, sem kemur
fram í framleiðslu á húðvörunum, hönnun á byggingum og nýtingunni
á jarðsjónum. Með hliðsjón af því kom hins vegar ekki óvart að Bláa
Lónið skyldi vera valið Umhverfisfyrirtæki atvinnulífsins 2021. Ég
held að þessi nálgun fyrirtækisins og virðing fyrir umhverfinu setji
einfaldlega sérstakan tón inn í vinnustaðamenninguna. Það greinir
Bláa Lónið frá öðrum vinnustöðum. Allir gera sér grein fyrir hversu
einstaka upplifun, þjónustu og vörur Bláa Lónið hefur fram að færa.“
Arndís Huld
Hákonar-
dóttir
Hulda Saga
Sigurðar-
dóttir
Bryndís
Björnsdóttir
kynningarblað 29FIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU