Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 52
Þess vegna hentar margmiðlunin mér einkar vel því hún snýst svo mikið um að segja sögur. Sigríður Sólan Guðlaugsdótt- ir kom víða við í fjölmiðla- bransanum áður en hún færði sig yfir í kynningarmál og almannatengsl. Í dag rekur hún framleiðslu- og almannatengslafyrirtækið Sólan slf. sem framleiðir fjöl- breytt efni og veitir ýmiss konar fjölmiðlaráðgjöf. Í rúman áratug vann Sigríður við dagskrárgerð hjá RÚV og tók að sér verkefni hjá Sagafilm en söðlaði svo um og fór í meistaranám í margmiðlunarfréttamennsku í Bretlandi. Þegar heim var komið vann hún sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni. „Fjölmiðlatímabilið var ótrúlega gefandi og lærdómsríkt en síðan hef ég verið svo lánsöm að fá að takast á við spennandi verkefni sem ég hef bæði unnið að sjálfstætt og sem kynningarstjóri góðgerðar- samtaka. Síðustu mánuði hef ég sem dæmi verið í samstarfi við írskan leikstjóra við þróun heim- ildarmyndar sem verður tekin hér á landi síðar á árinu. Ég er samframleiðandi á Íslandi ásamt True North auk þess að vera annar handritshöfunda.“ Allir hafa sögu að segja „Sjónvarps- og kvikmyndagerðin hefur reynst afar góður grunnur með fréttamennskunni í því sem ég er að fást við í dag. Það efni sem ég framleiði krefst yfirleitt frá- sagna og það er eitthvað töfrandi við það að skapa afurð sem bæði segir sögu og vekur hughrif. Sögur eru svo mikilvægar, hvort sem er í persónulegu lífi okkar eða starfi. Við tengjum þegar við heyrum sögur og tengsl eru okkur lífs- nauðsynleg. Þess vegna hentar margmiðlunin mér einkar vel því hún snýst svo mikið um að segja sögur.“ Aukin eftirspurn er eftir stuttum kynningarmyndböndum fyrir ein- staklinga og fyrirtæki til að kynna þjónustu sína. Spurð hvað kosti að gera slík myndbönd segir Sigríður það afar mismunandi. „Kostnaðurinn fer eftir umfangi og er allt frá 200 þúsund krónum. Skilaboðin þurfa að vera skýr en þetta eru áhrifaríkar leiðir til að ná til fólks því næstum allir eru á samfélagsmiðlum.“ Þakklát fyrir traustið „Það er sagt í fréttamennskunni að fimm ára börn þurfi að geta skilið það sem kemur frá manni. Og það er nokkuð til í því. En það skiptir ekki bara máli að gera efnið auðskilið, heldur er líka mikilvægt að gera það skemmtilegt sé það viðeigandi. Mér er minnisstæð stutt heim- ildarmynd sem ég gerði fyrir Krabbameinsfélagið um Davíð Ólafsson, óperusöngvara og fasteignasala. Hann stóð á þeim tímamótum í lífinu að fagna fimmtugsafmæli sínu örfáum dögum áður en hann lagðist undir hnífinn þar sem stór hluti ristilsins var fjarlægður. Þarna mættust gleði og sorg á sama tíma og hann tókst á við lífshættulegan sjúkdóm með ótrúlegu æðruleysi. Ég fylgdi honum þessa síðustu metra að aðgerðinni, alla leið á skurðstofuna, og tókst að fanga húmorinn hans alveg að aðgerð. Mér þykir svo óskaplega vænt um það traust sem hann sýndi mér í þessu ferli öllu og það sama á við um marga aðra viðmælendur mína.“ Við borðum ekki í bílnum Á síðasta ári vann Sigríður með tveimur erlendum sjónvarps- stöðvum að gerð sjónvarpsþátta á Íslandi. Franska sjónvarps- stöðin M6 gerði þátt um jafnrétti á Norðurlöndunum og var við tökur hér á landi í tíu daga og frönsk sjónvarpsstöð í Brussel gerði þátt í aðdraganda loftslagsráðstefn- unnar COP26 í Glasgow og fjallaði um CarbFix-verkefnið sem snýst um að farga koldíoxíði sem komið er í andrúmsloftið. „Það er alltaf gaman að sjá land og þjóð í gegnum augu útlendinga. Frakkarnir voru sem dæmi alveg heillaðir af því að í Hjallastefn- Skiptir máli að einfalda hluti og gera þá skemmtilega Sigríður fram- leiðir meðal annars mynd- bönd og segir sögur skipta miklu máli í innihaldi þeirra. Auk þess sér fyrirtækið um almannatengsl, greina- og fréttaskrif, setur upp ýmis konar viðburði og her- ferðir og fram- leiðir hlaðvörp.  MYNDIR/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Viðtal við frú Vigdísi Finn- bogadóttur á heimili hennar fyrir blað Krabbameinsfé- lagsins. Sigríður vann við dagskrárgerð hjá RUV í áratug. Hér er hún með Guðmundi Pálssyni, fyrrverandi samstarfsfélaga hjá Krabbameinsfélaginu. samfélagsmiðlum en Sigríður telur tímarit í hefðbundnu formi oft gleymast sem mikilvægt markaðs- efni. „Tímarit geta gefið góða mynd af starfsemi fyrirtækja og félaga. Þau eru eins og bækur. Fólki finnst oft notalegt að koma við og fletta blöðum upp á gamla mátann. Það er líka auðvelt að grípa til tímarita og afhenda á fundum, því við erum ekki alltaf á netinu.“ Um þessar mundir vinnur Sig- ríður að vitundarvakningu um mikilvægi skimunar fyrir krabba- meinum en hún vann um tíma við auglýsingaherferðir á borð við Bleiku slaufuna og Mottumars. „Það skiptir máli að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að því að fanga athygli fólks. Í stað þess að fara hefðbundna leið í þessu verkefni varð lendingin sú að vinna ljósmyndasýningu með Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara og fleiri góðum konum. Þetta er fjórða ljósmyndasýningin okkar Ástu og við höfum fengið 12 ótrú- lega flottar konur í samfélaginu til að leggja átakinu lið með persónu- legri nálgun. Ég hvet alla til að sjá sýninguna sem verður uppi á næstunni í Kringlunni.“ n Frekari upplýsingar um þjónust- una má finna á ssolan.is. unni leyfðist drengjum að vera með sítt hár og naglalakk og að þeir væru hvattir til að knúsast. Í Frakklandi myndu sumir foreldrar ekki senda syni sína í slíka skóla. Og þeim fannst alveg síðasta sort þegar ég lagði til að vegna tíma- skorts skyldum við grípa eitt- hvað og borða í bílnum á leið til Nesjavalla og sögðu hneykslaðir: „We are French. We do not eat in the car!“ Óhefðbundnar markaðsleiðir Kynningarefni fyrirtækja er æ oftar sniðið að snjalltækjum og Það er sagt í frétta- mennskunni að fimm ára börn þurfi að geta skilið það sem kemur frá manni, og það er nokkuð til í því. 32 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.