Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 66

Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 66
Frá upp- hafi með það að markmiði að opna heim borðspila fyrir fólki. Svanhildur Eva Stefánsdóttir Þær Linda Rós Ragnars- dóttir og Svanhildur Eva Stefánsdóttir stofnuðu verslunina Spilavini fyrir 15 árum. Þær eru sam- stilltar í rekstrinum og hafa markað sér skýra stefnu frá upphafi sem hefur skilað sér í auknum spilaáhuga hjá landanum og sívaxandi hópi viðskiptavina. Vinkonurnar Linda og Svanhildur hafa lengi haft mikla ástríðu fyrir spilum og sú ástríða ýtti þeim út í að opna saman spilaverslun. Verslunin þeirra Spilavinir hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin fimmtán ár og viðskiptavinum fjölgað. Svanhildur segir að miðað við rannsókn sem þær gerðu áður en þær fóru út í reksturinn hafi markaðurinn fyrir spilabúð á Íslandi ekki verið stór, en þær vin- konur létu það ekki stoppa sig og einsettu sér að búa til markaðinn. „Verslunin var stofnuð á Lang- holtsveginum svo það lá fyrir að við værum ekki í alfaraleið. Við vissum að við þyrftum að sækja viðskiptavinina og höfum unnið markvisst að því frá upphafi með mikilli kynningarvinnu og kennslu,“ segir hún. „Við fórum af stað með skýra hugmynd um að hverju ætti að stefna og við byggjum enn á sömu hugmynd. Strax árið 2007 opnuðum við vefsíðu til að auka aðgengi að versluninni og gefa viðskiptavinum færi á að kynna sér spilin og kaupa að heiman. Svo hafa borðspilakvöld og kennslu- kvöld verið haldin reglulega frá upphafi með það að markmiði að opna heim borðspila fyrir fólki.“ Gjörbreyttur markaður Svanhildur segir að á þessum fimmtán árum hafi markaðurinn fyrir spil gjörbreyst og að fólk kaupi nú spil allt árið. „Áður keypti fólk spil bara vikurnar fyrir jólin. Það var ekki heldur mikið verið að gefa spil í afmælisgjafir. Það segir sig sjálft að það er mjög erfitt að vera í rekstri ef fólk kaupir bara spil einu sinni á ári,“ segir hún. „En þessi mikla áhersla á að kynna spil fyrir fólki og að kynna þessa upplifun sem það er að spila saman, hefur skilað sér í því að fólk er að leita til okkar á öllum árstíðum. Fólk kemur oft til að finna spil fyrir sumarbústaða- ferðir svo það er líka mikið að gera á sumrin hjá okkur. Eins hafa fyrirtæki byrjað að gefa spil í gjafir til starfsmanna svo starfs- fólk geti átt góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum,“ heldur hún áfram. Spil í meginstraumi afþreyingar „Í dag eru borðspil í meginstraumi afþreyingar enda ýta þau undir samveru fólks á öllum aldri. Spil hafa líka mikið breyst frá því sem áður var, þau hafa þróast eins og allt annað, og úrvalið er mjög fjöl- breytt. Þú getur fengið spil fyrir einn leikmann og annað þar sem hentar allt að 10, spil sem tekur klukkutíma og annað sem klárast á kortéri. Svo eru samvinnu- spil sem eru ný fyrir mörgum en þar vinna leikmenn saman að ákveðnu markmiði og eru ekki að keppa hver á móti öðrum. Það eru til ótal spil í dag þar sem börn og fullorðnir spila saman og allir hafa gaman af,“ segir Svanhildur. Spil þjálfa mikilvæga hæfileika Svanhildur segir að um leið og spil séu skemmtileg afþreying þá er margt sem lærist af þeim. „Spil þjálfa félagsfærni, rök- hugsun, einbeitingu, samvinnu og margt fleira. Við bendum viðskiptavinum, oft kennurum, á ýmis spil sem hægt er að læra af þó spilin séu ekki hugsuð sem kennsluefni.“ „Einu sinni vorum við Linda með spilakennslu í kennslustund, og var mikið fjör og gaman. Eftir tímann heyrði ég á tal tveggja stráka þar sem annar sagði: „Vá, hvað var gaman! Við lærðum ekki neitt!“, en samt voru þeir búnir að vera að vinna með stærðfræði, samvinnu og heilmargt fleira í meira en klukkutíma.“ Traust viðskiptavina dýrmætt Vegna áherslunnar sem Svan- hildur og Linda hafa lagt á að finna spil sem hentar hverjum viðskiptavini er fólk farið að treysta Spilavinum og kemur þangað til að fá ráðleggingar þegar kaupa á nýtt spil, hvort sem það er í eigið safn eða sem gjöf. „Það er okkur mjög dýrmætt að fólk treysti okkur fyrir sinni samverustund með fjölskyldu og vinum. Við trúum því að allir geti fundið spil við sitt hæfi. Ef spurningar vakna þá er gripið í opið eintak af spilinu og rennt yfir hvernig það virkar. Þetta höfum við alltaf gert,“ segir Svanhildur. „Áður vorum við alltaf á ferðinni að kenna spil og með reglulega viðburði tengda spilum og spilamenningu, en höfum ekki gert það síðasta eina og hálfa árið út af faraldrinum. En við erum að prófa okkur áfram með því að búa til myndbönd þar sem við kennum á spil og höfum þá verið að nýta vefsíðuna okkar og bloggið. Eins leggjum við áherslu á að finna myndbönd sem útskýra spilin, svo auðveldara sé að finna spil sem hentar. Þetta er allt að finna á vefnum okkar.“ Fyrsta spilakaffihús landsins Í fyrrasumar opnuðu þær fyrsta borðspilakaffihús Íslands, inni í verslun Spilavina. Það kann að hljóma undarlega að opna kaffi- hús í miðjum Covid-faraldri, en langur aðdragandi var að verkefn- inu, hugmyndin hafði verið lengi í undirbúningi og vinnan komin langt á veg þegar samkomutak- markanir fóru í gang. „En svo hafa komið tækifæri inn á milli til að opna, og hefur það gengið vel. Á kaffihúsinu getur fólk fengið sér kaffibolla og sest niður og spilað.“ Hægt er að velja úr miklum fjölda opinna spila í kaffihúsinu en Svanhildur segir eitt stærsta spilasafn landsins vera í versluninni hjá þeim. „Við höfum frá upphafi verið með skýra langtímahugmynd um fyrirtækið okkar, og byrjuðum strax að safna spilum í spilasafnið fyrir 15 árum síðan. Þetta er því dágott safn af alls kyns spilum og alltaf að bætast ný spil við safnið,“ segir Svanhildur. Spilavinafjölskylda Svanhildur leggur áherslu á að Spilavinir eru fjölskyldufyrir- tæki. Fjölskyldumeðlimir þeirra Svanhildar og Lindu hafa verið viðloðandi fyrirtækið frá upphafi í ýmsum störfum, og starfsfólk sem hefur unnið hjá fyrirtækinu verður hluti af Spilavinafjöl- skyldunni. Svanhildur segir samvinnu þeirra vinkvenna hafi gengið vel undanfarin fimmtán ár og að þær bæti hvora aðra upp. „Ástríða okkar er sú sama og okkur finnst gott að vinna saman. Við vitum hvers við ætlumst til af hvor annarri og höfum skipt hlut- verkunum á milli okkar. Það ríkir mikill skilningur og umhyggja okkar á milli. Við erum ólíkar en við lítum á það sem styrkleika og pirrum okkur ekki á því. Fyrir- tækið hefur vaxið með okkur og við með því. Við erum sterkari saman.“ n Við erum sterkari saman Svanhildur Eva Stefánsdóttir og Linda Rós Ragnarsdóttir spila á kaffi- húsinu sem var nýlega opnað í versluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Í kjallara Spilavina er góð aðstaða fyrir börn og fullorðna að eiga notalega samverustund. MYND/AÐSENDÞær Svanhildur og Linda hafa komið upp einu stærsta spilasafni landsin í verslun sinni. 46 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.