Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 78

Fréttablaðið - 20.01.2022, Page 78
Markmið okkar er að vera þekkt vörumerki sem fólk tengir við heilsu og hamingju. Belinda Navi Eftir langan tíma í fjármála- geiranum ákvað Hrönn Eir Grétarsdóttir að snúa algjörlega við blaðinu og prófa eitthvað nýtt. Í dag er hún Operations and Service Manager hjá GOOD GOOD, þar sem starf hennar snýst um samskipti við viðskipta- vini og í því hlutverki líður henni best. Hrönn er með BS-próf í sálfræði og hefur tekið ýmis atvinnutengd námskeið hjá HR ásamt því að hafa lokið námi til viðurkennds bókara. „Ég hef unnið í bankageiranum frá því að námi lauk og þar til ég byrjaði hjá GOOD GOOD. Ég hef unnið margvísleg störf hjá Arion banka og fyrirrennurum hans,“ upplýsir Hrönn Eir. Heillandi að vinna hjá litlu fyrirtæki „Þegar mér bauðst starfið hjá GOOD GOOD var ekki spurning um að þetta var nákvæmlega það sem mig langaði að gera. Það var eitthvað heillandi við að fara að vinna hjá litlu fyrirtæki í matvæla- framleiðslu sem hafði miklar áætl- anir um að stækka markaðssvæði sín og leyfa fleirum að kynnast þeim frábæru vörum sem við fram- leiðum og seljum,“ segir Hrönn. Starf hennar snýst um samskipti við viðskiptavini. „Ég er í samskiptum við B2B- viðskiptavini okkar í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Ég tek við pöntunum og kem þeim áfram á vöruhúsin okkar. Ég er einnig í daglegum samskiptum við vöru- húsin. Ég er í nánu samstarfi við teymið okkar í Bandaríkjunum og Kanada, enda er það stærsta markaðssvæðið okkar. Ég held utan um Amazon-lagerinn í Bret- landi, Bandaríkjunum og Kanada og sé til þess að nóg sé til af vörum á lager. Ég er einnig í samskiptum við B2C-viðskiptavini okkar, þegar þeir hafa samband út af ýmsum ástæðum, hvort sem þeir eru að kaupa beint af vefsíðunni okkar eða út úr búð.“ Yfir helmingur starfsmanna konur Meira en helmingur starfsmanna GOOD GOOD eru konur. „Fyrirtækið hvetur alla starfs- menn sína og þar á meðal konur áfram í starfi sínu. Allir hafa sinn ábyrgðarhluta og hvatt er til sjálf- stæðis í starfi, ásamt því að vinna vel saman sem teymi. Starfsmenn fá jákvæða og uppbyggilega hvatn- ingu í því sem þeir gera ásamt því að sækja sér þá þekkingu sem þarf til að bæta sig í starfi. Gætt er jafnvægis milli starfs og einkalífs,“ segir Hrönn. Sérstaða fyrirtækisins felst í mannauðinum og hugvitinu. „Þetta er lítið en ört stækk- andi fyrirtæki og byggist á því að allir starfsmenn nái að vinna vel saman, meðal annars þvert yfir landamæri, þar sem hluti starfs- manna okkar starfar í Bandaríkj- unum,“ segir Hrönn. Stjórnendur treysti starfsfólki sínu fyrir þeirra hlutverki og það smiti út frá sér. „Einnig fær maður að fylgjast með þegar vara er þróuð og allir taka þátt í þróuninni að einhverju leyti. Það er eitthvað sem myndi ekki gerast í stærri einingu. Mikill metnaður er hjá fyrirtækinu að veita hollustuvöru sem er bragð- góð og er gæðavara.“ Sykurlaus lífsstíll ört vaxandi Nú nýtur sykurlaus lífsstíll vaxandi vinsælda, finnið þið fyrir því? „Algjörlega, sífellt f leiri gera sér betur grein fyrir að sykurlaus lífsstíll er eitthvað sem gott er að tileinka sér. Hluti okkar viðskipta- vina eru í ketó-lífsstíl, eru með sjúkdóma eins og sykursýki eða vilja einfaldlega tileinka sér heil- brigðan lífsstíl með breytingu á mataræði.“ Hrönn segir eftirspurn eftir vörum GOOD GOOD nú aukast á öllum markaðssvæðum, ásamt því sem fyrirtækið haslar sér nú völl á nýjum mörkuðum, eins og Suður- Kóreu, Kína og Miðausturlöndum. „Ég vona að íslenskt hugvit haldi áfram að blómstra. Ég er þakklát fyrir að vinna hjá litlu, áhugaverðu og stækkandi fyrirtæki sem vinnur þvert yfir heimsálfur. Ég vona að Íslendingar hafi nú kynnst því betur að GOOD GOOD er íslenskt hugvit og metn- aðarfullt fyrirtæki sem býður upp á gæðavörur fyrir sykurlausan lífsstíl.“ Getur þú gefið konum góð ráð til að ná settum markmiðum og ná langt í atvinnulífinu? „Ef ég tala út frá sjálfri mér, eiga konur það til að draga úr því sem þær hafa áorkað í starfi sínu og námi. Þetta snýst um að hafa trú á sjálfum sér; við getum allar áorkað meiru en við höldum.“n Snýst um að hafa trú á sjálfum sér Þóra Björg Stefánsdóttir er forstöðumaður aðfanga- stýringar hjá GOOD GOOD, sem er mikið ábyrgðarstarf. Menntun hennar í rekstrar- og stjórnunarverkfræði kemur sér vel í starfinu, sem og þeirri greiningavinnu sem því fylgir. „Það sem laðaði mig að GOOD GOOD var tækifærið til að koma inn í fyrirtæki í miklum vexti og hafa möguleika á að taka þátt í því ævintýri og setja mitt mark á það. Ég ber ábyrgð á og sé um öll innkaup fyrir framleiðslu á okkar vörum og er því í miklum sam- skiptum við birgja okkar um allan heim. Ég vinn einnig náið með flestum deildum fyrirtækisins og kem mikið að fjölbreyttri grein- ingavinnu,“segir Þóra og er virki- lega ánægð í sínu hlutverki sem forstöðumaður. Gefandi að leita lausna Hefur þú ávallt haft brennandi áhuga á því að vera í aðfanga- stýringu? „Nei, ekki endilega, en frá því ég hóf háskólanám sem kynnti mig fyrir faginu fann ég fljótlega út að þarna væri eitthvað sem mér fannst spennandi. Aðfangakeðjan er flókin og fjölbreytt, og krefst samspils margra þátta og aðila, og það er bæði krefjandi en jafnframt gefandi að leita lausna til þess að stýra henni á sem skilvirkastan hátt.“ Virði og færni hvers og eins metin að verðleikum Er GOOD GOOD með öf luga mannauðsstefnu sem laðar konur til starfa og hvetur þær áfram á framabrautinni? „Já, tvímælalaust. GOOD GOOD er vinnustaður þar sem konur eru í meirihluta og virði okkar og færni er virkilega metin að verðleikum af stjórnendum. Við erum í lykil- stöðu og höfum mikil áhrif innan Fólk tengir Good Good við heilsu og hamingju Þóra Björg Stefánsdóttir er forstöðumaður aðfangastýringar hjá GOOD GOOD. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hrönn Eir Grétarsdóttir er þjónustustjóri GOOD GOOD sem byggir á íslensku hugviti og býður upp á girnilegar og gómsætar gæðavörur fyrir sykurlausan lífsstíl. MYND/AÐSEND fyrirtækisins þar sem treyst er á hæfileika okkar til að drífa árangur fyrirtækisins. Þar sem við erum ört stækkandi fyrirtæki eru fjölmörg tækifæri innan flestra sviða, sem býður upp á mikla möguleika á því að öðlast reynslu og að vaxa í starfi,“ svarar Þóra Björg. Sérstaða fyrirtækisins er skýr. „Við erum íslenskt fyrirtæki með mjög fjölbreytt og sterkt alþjóðlegt teymi og vinnum einnig í alþjóð- legu umhverfi með samstarfsað- ilum um allan heim. Jafnframt er menning fyrirtækisins sterk og hér ríkir sameiginlegur vilji til að ná árangri, með hreinskilni og opnum umræðum að leiðarljósi og þar sem allir hafa rödd, en það er eitt- hvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Getur þú gefið konum góð ráð til að ná settum markmiðum og ná langt í atvinnulífinu? „Ég held fyrst og fremst að það sé mikil- vægt að vera óhrædd við að setja markið hátt. Það sem hefur einnig reynst mér vel er að leitast eftir því að hafa áhrif – láta í mér heyra og koma mínum skoðunum og hug- myndum á framfæri. Einnig finnst mér mikilvægt að þekkja sitt eigið virði og sætta sig ekki við neitt minna en maður telur sig geta gert og lagt af mörkum.“ Hágæða sjálfbærar vörur Belinda Navi er markaðsstjóri Belinda Navi, markaðsstjóri GOOD GOOD. MYND/AÐSEND hjá GOOD GOOD. Hún segir spennandi tíma fram undan hjá fyrirtækinu og að starfsemin vaxi hratt. „Það eru virkilega spennandi tímar fram undan í markaðs- málum GOOD GOOD. Þar sem starfsemin heldur áfram að vaxa á heimsvísu, þá höfum við öðlast aukin tækifæri til að læra meira inn á og kynnast enn betur þeim fjölbreytta hóp viðskiptavina sem kýs okkar vörumerki af ýmsum ástæðum,“ segir Belinda. Hún heldur áfram: „Markaðssetning spilar lykil- hlutverk í aðgreina sig gagnvart keppinautum og að ná markaðs- hlutdeild á öflugum samkeppnis- markaði matar- og drykkjarvöru. Þar af leiðandi einblínum við á fjárfesta í að byggja upp eigin getu sem og að styrkja innviði starf- seminnar með skynsamlegum fjárfestingum, til að mynda með stafrænni og staðsetningarmið- aðri markaðssetningu sem mun hjálpa okkur að ná tekjumark- miðum okkar og auka sýnileika vörumerkisins á viðeigandi mörk- uðum. Markmið okkar er að vera þekkt vörumerki sem fólk tengir við heilsu og hamingju. Vörur sem bæði fjölskyldur og einstaklingar geta reitt sig á fyrir að vera ljúf- fengar, hágæða og sjálf bærar vörur, “ segir Belinda. n Hér gefur að líta girnilega, fjölbreytta og sykurlausa vörulínu GOOD GOOD. 58 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.