Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 80

Fréttablaðið - 20.01.2022, Side 80
Svandís Hlín Karlsdóttir er yfir þjónustu við viðskipta- vini og viðskiptaþróun hjá Landsneti. Hún hóf störf hjá Landsneti 2015 þegar hún flutti heim eftir fimm ára dvöl í Svíþjóð þar sem hún tók meistaragráðu í iðnaðar- verkfræði og náði sér í starfs- reynslu. Fyrir Svíþjóðardvölina starfaði hún hjá Mannvit verkfræðistofu og kynntist orkugeiranum, sem heillaði hana. „Á bak við innstung- una hjá okkur leynist heil veröld, f lókin og heillandi. Í Svíþjóð tók ég stjórnun og orkumál í mínu námi.“ Svandís byrjaði í þróun á við- skiptaskilmálum þegar hún hóf störf hjá Landsneti en starfið þróaðist hratt. „Þetta var nýtt og enginn í rauninni að kenna mér. Ég þurfti því sjálf að læra þetta og mótaði eins og ég hafði frelsi til. Ég fékk fljótt aukin verkefni og meiri ábyrgð og fór fljótt í samtalið og samningaviðræður við viðskipta- vini.“ Svandís segist hafa fundið fyrir því hve hratt hlutirnir eru að breytast. „Þegar ég fór að spyrjast fyrir innan fyrirtækisins um hvernig þetta hefði verið gert komst ég að því að samningavið- ræður við viðskiptavini höfðu verið mjög fátíðar. Litlar hreyf- ingar höfðu orðið í viðskiptavina- hópnum í töluvert langan tíma.“ Samtal við viðskiptavini „Um 2016 förum við að finna fyrir miklu meiri hreyfingu og samningaviðræður voru allt í einu orðnar tíðar og almennar. Ég þurfti í raun að leggja til hliðar allt sem mér hafði verið sagt og stóð frammi fyrir nýjum veruleika fyrir fyrirtækið. Á þessum sex árum sem liðin eru hafa bæst við einn til tveir nýir viðskiptavinir á hverju ári, sem er alveg nýtt. Þeim hefur fjölgað um 45 prósent. Þegar horft er til þess að við tökum eingöngu inn mjög stóra viðskiptavini er þetta mjög mikið,“ segir Svandís. Viðskiptavinir Landsnets eru raforkuframleiðendur og þeir sem hafa leyfi til að selja raforku, stór- notendur og dreifiveitur. Landsnet flytur rafmagnið frá raforkufram- leiðendum til stórnotenda og dreifiveitna sem dreifa því svo til almennings og minni notenda. Gagnaverin byrjuðu að koma inn 2016 og um svipað leyti raf- orkusalar, eða raforkumiðlarar, sem eiga enga orkuframleiðslu heldur kaupa orku og selja á mark- aði. Þá breytast þarfir og kröfur og Landsnet þurfti að laga sig að því. Drifkraftarnir eru alþjóðleg áhersla á loftslagsmál og tækni- bylting. Núna eru vindmyllurnar að ryðja sér til rúms og vetnisfram- leiðsla. Matvælaiðnaðurinn er vaxandi notandi. Fiskeldi og þör- ungaræktun kallar á orku og sum fyrirtæki í þessum greinum eru af þeirri stærð að þau geta tengst beint við flutningsfyrirtækið án milliliða.“ Að sögn Svandísar breytist umhverfið hratt og núna er áherslan á það sem kalla mætti einstaklingsmiðaða þjónustu til viðskiptavina því að þarfir þeirra eru mjög mismunandi. „Við leggjum einnig áherslu á upplýs- ingagjöf og gagnsæi. Miklu máli skiptir að við öðlumst skilning á þörfum okkar viðskiptavina og hagaðila og líka að þeir skilji okkar umhverfi til að við getum náð sífellt betri árangri saman.“ Takmörkuð flutningsgeta „Þrátt fyrir heimsfaraldurinn sjáum við að mikill áhugi og áform eru hjá bæði núverandi viðskipta- vinum um að stækka og vaxa og líka hafa nýir viðskiptavinir áhuga á að tengjast okkar kerfi. Þessi áhugi nýrra aðila kemur bæði frá framleiðendum og notendum. Í þessu gróskuástandi sjáum við líka glötuð tækifæri vegna flutn- ingstakmarkana. Allt að 25 prósent fyrirspurna um tengingar notenda koma frá Reykjanesi og áætlað er að glötuð tækifæri í atvinnu- sköpun þar nemi fjórum til sex milljörðum á ári. Við erum hins vegar með fullnýtta flutningsgetu út á Reykjanesið og erfitt hefur verið að koma Suðurnesjalínu 2 í framkvæmd. Hún myndi tengja Hafnarfjörð og Reykjanesið til að tryggja aukið afhendingaröryggi og auka getu til að bregðast við nýjum tækifærum. „Þar sem Landsnet er eina flutningsfyrirtækið með sérleyfi til orkuflutninga á Íslandi er mikil- vægt fyrir okkur að vera upplýst og læra og deila með öðrum flutnings- fyrirtækjum í Evrópu,“ segir Svan- dís. „Ég sit í markaðsráði samtaka evrópskra flutningsfyrirtækja, ENTSOE. Þar fylgist maður með og lærir og deilir reynslu. Á sumum sviðum eru önnur lönd komin lengra en við og þá getum við nýtt okkur þeirra reynslu. Svo erum við brautryðjendur á öðrum sviðum og miðlum þá af okkar reynslu. Það er gaman að segja frá því að við erum brautryðjendur í snjalltengivirkjum, snjallbúnaði. Hvernig notendur og framleið- endur geta tekið þátt í því að stýra flutningskerfinu þegar eitthvað gerist og hjálpað okkur að tryggja afhendingaröryggi. Í sumum til- fellum erum við að þróa þjónustu með þeim í þróunarverkefnum.“ Jafnrétti er mikilvægt Svandís var kosin formaður jafn- réttisnefndar Landsnets þegar hún var stofnuð haustið 2020. Einnig situr hún í stjórn félags sem heitir Konur í orkumálum. Í fyrra kom út á vegum þess félags skýrsla um stöðu kvenna í orkugeiranum. Orkugeirinn er karllægur geiri. Konur eru um 27 prósent starfs- fólks. Ákvörðunarvald liggur hjá konum í 36 prósentum tilfella í orkugeiranum. „Hjá Landsneti erum við með 22 prósent starfs- fólks konur og hefur það aukist aðeins síðustu ár. Staðan er betri þegar kemur að stjórnarmönnum og millistjórnendum. Konur eru í meirihluta í stjórn Landsnets og stjórnarformaðurinn er kona. Landsnet er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur sú vottun verið að koma mjög vel út. Jafnrétti er mikilvægur hluti af okkar stefnu og ég tel að kynjajafnrétti og jafn- rétti almennt skiptir máli fyrir fyrirtækið á breytingatímum,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir. n Þjóðvegur orkuflutninga í breyttu umhverfi Mikið hefur breyst á íslenskum orkumarkaði á undanförnum árum. Aukin orkufrek starfsemi kallar á uppbyggingu hjá Landsneti sem sér um flutning raforku og kerfisstjórnun. Breytt umhverfi kallar á aukið samtal og samráð og opnara ferli en áður. Elín Sigríður Óladóttir samráðs- stjóri Landsnets hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2017 í nýju starfi innan fyrirtækisins en tekin hafði verið ákvörðun hjá Landsneti í kjölfar endurskoðunar á stefnu fyrirtækisins að auka samtal og samráð út í samfélagið og leggja áherslu á opið og gagnsætt ferli. „Það var ekki eins og þessi ákvörðun á að breyta stefnu dytti bara af himnum ofan. Fyrirtækið hafði fengið á sig gagnrýni fyrir skort á upplýsingum og samtali og samráði. Fyrirtækið hafði fengið á sig kærur og framkvæmdir eins og uppbygging nýrrar byggðalínu hafði tafist,“ segir Elín. „Aukið samráð og samtal var liður í því að bæta verklag og ná sátt út í samfélagið. Við skoðuðum hvað væri að gerast hjá sambæri- legum fyrirtækjum erlendis, hvað hefur gengið vel þar. Einnig skoðuðum við hvað væri að gerast hér á Íslandi á þessum vettvangi, pikkuðum upp alls konar og þróuðum fyrir okkur. Þetta er búið að vera mikið þróunarstarf þessi fimm ár sem liðin eru og ég hef verið svo heppin að fá að leiða þetta starf með frábæru starfsfólki innan Landsnets mér við hlið.“ Samráðinu er skipt upp eftir því hvort það er á landsvísu eða svæðisbundið. Á landsvísu starfar hagsmunaráð. Verkefnaráð eru svæðisbundin og svo eru það landeigendur. Margir koma að borðinu Hagsmunaráð var sett á stofn að tillögu ráðherra ferðamála, iðnaðar- nýsköpunar sem liður í auknu samráði um uppbyggingu grunninnviða. Landsnet sér um ráðið en formaður er skipaður af ráðherra. Hagsmunaráð fundar reglulega yfir árið og er ráðgef- andi varðandi gerð kerfisáætlunar og uppbyggingu meginflutnings- kerfisins. Í ráðinu sitja meðal annarra fulltrúar orkugeirans, orkunotenda, fræðasamfélagsins og umhverfis og samfélags. Svæðisbundin verkefnaráð eru mynduð utan um tiltekin verk- efni. „Þar erum við fyrst og fremst að horfa til framkvæmda sem eru matsskyldar,“ segir Elín. „Við erum samt alltaf að víkka út og þróa umfang samráðsins. Þetta er í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera enn betur.“ Í verkefnaráðum situr fólk af svæðinu á borð við fulltrúa sveitarfélaga, umhverfissamtaka og fræðasamfélagsins. „Raunar svipar þessu mjög til samsetn- ingar Hagsmunaráðs nema bara að þetta er svæðis- og verkefna- bundið og einungis á meðan við- komandi verkefni er í gangi. Lögð er áhersla á jafnvægi við skipan í ráðin og að ná yfir þá þætti sem við vinnum með, öryggi, verðmæti og umhverfi og samfélag. Áhersla er á að hafa sem mesta breidd og að hóparnir verða að vera nægilega stórir til að endurspegla sem flest sjónar- mið og er meðal annars horft til þess við skipan fulltrúa í ráðin að kynjahlutfallið sé sem jafnast. Landeigendur sitja ekki í verkefn- aráðum enda sá hópur fjölbreyttur og fjölmennur og því höfum við verið með sérstakan vettvang fyrir þá sem starfar á svipuðum grunni og verkefna ráðin,“ segir Elín. Konur í orkumálunum Elín segir það vera áskorun að vera kona í þessu fagi þar sem karl- menn eru enn í miklum meiri- hluta. Sem dæmi megi nefna að fyrir stuttu hafi hún verið ásamt tveimur öðrum konum á fundi með hagaðilum og þar hafi verið haft á orði að það væri nú ágætt að enginn jakkafataklæddur kall væri með þeim í för, en ekki væri nú víst að viðhorfið gagnvart einhverjum framkvæmdum breyttist þótt ein- hverjar nútímakonur væru sendar á svæðið. „Við konur í þessari grein þurfum alveg undir vissum kringumstæðum að gera upp við okkur hvort við viljum halda okkur innan þægindarammans og hafa karlkyns aðila með okkur á svona fundi eða halda ótrauðar áfram í skapa nýja og breytta ímynd á þessu sviði þar sem konur eru að hasla sér völl og taka að sér ólík og fjölbreytt hlutverk. Þegar fjallað er um efni eins meginflutningskerfið er viðhorfið að einhverju leyti þannig að enn þykir nokkuð nýmæli þegar konur mæta. En svona er þetta bara. Þetta er að breytast en það gerist ekki á einni nóttu. Á vissan hátt er þetta skemmtilegt og allir hafa tekið okkur vel.“ Elín segir að áhersla Landsnets með þessu formlega samráði sé að halda ferlinu opnu og gegn- sæju. Þau gangi auðmjúk til þessa samstarfs og markmiðið sé að hafa ferlið gagnvirkt. „Við erum með hefðbundna fundi þar sem fram koma hugmyndir og tillögur auk vinnustofa, okkar viðbrögð eru að bregðast við, auka rannsóknir á ýmsum sviðum, meta nýja kosti, ítarleg umfjöllun um ákveðið efni og breytingar á línuleið. Það hafa bara orðið svo miklar breytingar í þessum málum. Fólk vill fá að taka þátt í ákvarðanatöku. Það vill upplýsingar og gagnsæi. Fyrir 50 árum var bara flaggað og bökuð rjómaterta þegar vinnu- flokkar mættu og rafmagn kom á í dalnum. Núna vill fólk samráð, fá að vera með, koma sinni skoðun að og hafa áhrif og það er líka okkar vilji hjá Landsneti að vinna með fólkinu,“ segir Elín. Samráð er ekki átak sem er í gangi hjá Landsneti heldur er þetta orðið hluti af ferli framkvæmda og fyrirtækið hefur metnað til að þróa þetta áfram. „Við höfum fulla trú á því að samráð og samtal sé leiðin fram á við. Samráðið er jafn mikilvægur þáttur og annað í ferlinu. Því fyrr í ferlinu sem við byrjum sam- ráðið því betra. Fólk fær tækifæri til að koma að sínum tillögum og athugasemdum og tími gefst til að bregðast við.“ Elín, sem situr í jafnréttisnefnd hjá Landsneti, segist í gegnum tíðina hafa látið sig jafnréttismál miklu skipta og er ánægð með hvernig þau mál eru að þróast hjá fyrirtækinu þó að auðvitað vildi hún að breytingar í átt að jafnara kynjahlutfalli gengju hraðar fyrir sig. „Í gegnum samráð og samtal náum við til mikils fjölda fólks sem gerir okkur kleift að opna gátt inn í orkugeirann og sífellt fleiri sjá að þetta er skemmtilegur og áhuga- verður vettvangur sem spannar ólík svið og mörg áhugaverð störf í boði sem henta fólki af öllum kynjum, á ólíkum aldri og með fjölbreyttan bakgrunn,“ segir Elín Sigríður Óla- dóttir. n Samtal og samráð er leiðin fram á við Svandís Hlín Karlsdóttir er yfir þjónustu við viðskiptavini og viðskiptaþróun hjá Landsneti. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Elín Sigríður Óladóttir, samráðsstjóri Landsnets. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 60 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.