Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 88
Á Hvolsvelli reka tengda-
dóttirin Hildur Guðbjörg
Kristjánsdóttir og tengda-
mamman Björg Árnadóttir
fyrirtækið Midgard Advent-
ure og Midgard Base Camp,
í samstarfi við soninn og
eiginmanninn Arnar Gauta
Markússon og vininn Stefan
Michel.
Midgard var stofnað 2010. Í
fyrstu var aðaláherslan á prívat
ferðir fyrir útlendinga. „Árið 2015
keyptum við iðnaðarhúsnæði hér
á Hvolsvelli sem hafði verið í lítilli
notkun í mörg ár, gerðum það upp
og opnuðum dyrnar á Midgard
Base Camp árið 2017,“ segja þær
stöllur Hildur og Björg.
Gleði, sjálfbærni, fjölskylda,
umhyggjusemi og ævintýri
„Midgard Base Camp hýsir í dag
alla starfsemi okkar: gistinguna,
veitingastaðinn og ferðaþjón
ustuna. Hönnunin á rýminu er
lífleg og á að endurspegla gildin
okkar: gleði, sjálfbærni, fjölskyldu,
umhyggjusemi og ævintýri. Mid
gard Base Camp er orðið ein helsta
miðstöð ævintýra og menningar
á Suðurlandi: Útivistarnámskeið,
fyrirlestrar, uppistand og fullt
af tónleikum, bæði með lista
mönnum úr héraði og öðrum,
eins og Bríeti, Hjálmum, Moses
Hightower, Góssi, Ásgeiri Trausta
og mörgum öðrum. Á veitinga
staðnum er maturinn unninn frá
grunni, við notum hráefni úr nær
umhverfinu og tryggjum góðan
mat fyrir grænkera. Draumurinn
er að það verði sjálfsagður hluti af
ferðalagi Íslendinga um Suðurland
að koma við í mat á Midgard, fá
sér góðan drykk og skemmtilegan
og áhugaverðan mat í upplífgandi
umhverfi.“
Kvennaferðir vinsælar
„Síðustu tvö ár hafa reynt á sköp
unargleðina til að aðlagast breytt
um aðstæðum. Áður voru um 80%
okkar gesta frá Bandaríkjunum
en í dag er helmingur gesta, bæði
í gistingu og ferðum, Íslendingar.
Við höfum lagt aukna áherslu á
gönguferðir síðustu tvö ár og erum
að þróa nýjar og skemmtilegar
vörur. Göngurnar okkar á Fimm
vörðuháls og Grænahrygg hafa
verið feikilega vinsælar. Ferðirnar
eru svolítill lúxus, fólk gistir hjá
okkur, við flytjum það á staðinn,
vísum því veginn og eldum fyrir
það í lok ferðar, á meðan fólk
slakar á í heitum pottum eða í
bjórjóga. Kvennaferðir hafa verið
vinsælar hjá okkur síðustu 3 ár og
okkur þykir það frábær hópur að
ferðast með. Í sumar ætlum við að
halda okkur við uppáhaldssvæðið
okkar, Fjallabak, og bjóða upp
á fleiri göngur þar. Við skelltum
nýverið á heimasíðuna tveggja
daga lúxus kvennaferð á Laugaveg
inn með óvæntum uppákomum og
gleði, sem við erum mjög spenntar
fyrir og erum vissar um að verði
algjört æði!“
Mjög fjölbreyttur gestahópur
Midgard hefur unnið með kvik
myndatökufyrirtækjum og hentar
staðurinn vel fyrir slík verkefni.
Skólahópar sem eru að læra um
endurnýjanlegar orkulindir og
sjálfbærni eru einnig stór hluti af
gestum þeirra.
„Við teljum Ísland vera eina
bestu skólastofuna fyrir sjálf
bærnimenntun og viljum gjarnan
vinna meira með slíka fræðslu
í okkar ferðum. Síðast en ekki
síst þá vitum við að það sem við
bjóðum upp á hentar vel fyrir
vinnufundi, fyrirtækjaferðir,
afmæli og brúðkaup. Auðvelt er
að leigja allt húsið og fá okkur til
að skipuleggja og framkvæma
óvæntar uppákomur og ferðir.
Kokkunum finnst mjög gaman að
vinna með matarhugmyndir fyrir
mismunandi hópa og við hrein
lega elskum að koma fólki á óvart
í upplifun í mat og ferðum,“ segja
þessar hugmyndaríku konur.
Þess má til gamans geta að hin
tengdadóttirin, Rannveig Ólafs
dóttir, rekur Iceland Bike farm
á Kirkjubæjarklaustri, ásamt
Guðmundi Fannari Markússyni,
sambýlismanni sínum. Tengda
mæðgurnar eru því að verða alls
ráðandi á Suðurlandi! ■
Miðstöð ævintýra og menningar á Suðurlandi
Hildur Guðbjörg
Kristjánsdóttir
og tengda-
mamman, Björg
Árnadóttir, reka
saman fyrir-
tækið Midgard
Adventure.
MYND/AÐSEND
Áður voru um
80% okkar gesta
frá Bandaríkjunum en í
dag er helmingur gesta,
bæði í gistingu og ferð-
um, Íslendingar.
Hildur Guðbjörg
Membrasin Vision Vitality
Augnúði gegn þurrki og þreytu í augum – úðast á augnlok,
má nota með farða og augnlinsum.
Bætiefni gegn þurrki í augum og verndar einnig gegn
skaðlegum áhrifum skjánotkunar.
Vörur sem virka
gegn þurrki
Membrasin Woman Vitality
Krem sem virkar gegn þurrki í leggöngum
og á ytri kynfærum.
Bætiefni sem nærir og vinnur gegn þurrki
í allri slímhúð og húð.
Inniheldur
hafþyrnisolíu
SBA24® - Omega 7,
FLORAGLO®
lutein og
zeaxanthin
Inniheldur hafþyrnisolíu og hýalúronsýruInniheldur hafþyrnisolíu, hýalúronsýru og mjólkursýru
Inniheldur
hafþyrnisolíu
SBA24®
- Omega 7
Nánar upplýsingar um vörurnar og sölustaði á www.numereitt.is/membrasin
68 kynningarblað 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU