Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 106
Það hafa ekki allir upplifað það að sjá pabba sinn klæða sig í sokka- buxur. Þórhallur Þór­ hallsson Þjóðargersemin óumdeilda og alvöru áhrifavaldurinn Þórhallur Sigurðsson, hinn eini sanni Laddi, er 75 ára í dag og af því tilefni fékk Fréttablaðið nokkra vini, samferða- og jafnvel spor- göngufólk í gríninu til þess að leggja mat á áhrif Ladda á íslenska grínmenningu og hið fjölmenna og fjölskrúðuga persónugallerí sem býr innra með honum. toti@frettabladid.is odduraevar@frettabladid.is „Ég er bara mjög góður,“ sagði Þór- hallur Sigurðsson, Laddi sjálfur, við Fréttablaðið í gær, daginn fyrir 75 ára afmælið, og alveg til í fram- lengda afmælisgleði eins og fyrir tíu árum þegar afmælissýningin Laddi 6-tugur varð ein vinsælasta grín- sýning Íslandssögunnar og gekk fyrir fullu húsi í tvö ár samfleytt. „Ég væri alveg tilbúinn í það,“ segir Laddi og hlær þegar hann er spurður hvort 75 ára afmælisgleðin muni einnig standa í tvö ár. „En það verður ekki. Af því að við erum með Háskólabíó bara þessa daga. Því miður. Það er bara þannig og svona líka bara til þess að koma í veg fyrir að þetta fari úr böndunum og verði í tvö ár.“ Fyrri afmælissýningin hefði átt að vera í kvöld en faraldurinn hefur seinkað henni fram í mars. „Við þurftum að fresta því og það eru komnar dagsetningar, 18. og 19. mars.“ Drepfyndið kamelljón Laddi er sannkallað kamelljón íslenskrar dægurmenningar sem hann hefur sett sterkan svip á og tekið þátt í að móta áratugum saman. Hann er allt í senn og einum manni síkvikur skemmti- kraftur sem hefur sungið, leikið, grínað, samið og skrifað og kallað fram hlátur og bros hjá heilu kyn- slóðunum enda rúmast innra með honum heill herskari furðufugla og kynlegra kvista sem margir hverjir hafa öðlast sjálfstætt líf í þjóðar- vitundinni. Gert er ráð fyrir að einhver þeirra láti sjá sig í Háskólabíói í mars og næsta víst að Elsa Lund, Marteinn Mosdal, Eiríkur Fjalar, Saxi læknir og Magnús bóndi muni láta sjá sig, hvort sem þeim er boðið eða ekki. Sérstakir gestir verða hins vegar Þórhallur Þórhallsson, sonur Ladda sem telst með fyndnustu mönnum Íslands, og heiðursgesturinn Hörtur Howser, samferða- maður Ladda í tónlistinni síð- ustu 40 árin. Margir aukapabbar „Ég er ótrúlega stoltur af föður mínum og öllu sem hann hefur afrekað og finnst ég ansi lánsamur að eiga alla þessa aukapabba, Saxa lækni, Skúla rafvirkja, Eirík Fjalar og auðvitað sætustu útgáfuna af pabba, Elsu Lund,“ segir Þórhallur Laddason, sem hefur fetað í fótspor þess gamla í gríninu og bíður eftir afmælisveislunni í Háskólabíói. „Það hafa ekki allir upplifað það að sjá pabba sinn klæða sig í sokka- buxur. Tónlistarmaður, grínari, myndlistarmaður, leikari og pabbi. Allt saman eru þetta hlutverk sem hann hefur tæklað með af bragðs árangri.“ Í dag kemur hins vegar afmælis- safnplatan, Það er aldeilis, út á víníl og geisladiski sem rúma 40 lög frá löngum söngferli Ladda. „Sko, ég treysti mér ekki til að velja þetta þannig að ég bað þá hjá Alda Music um að fara í málið,“ segir Laddi sem reyndi að sneiða hjá valkvíðanum við að fylla plötuna. „Síðan gerði ég einhverjar smá breytingar á því en það er svo erfitt fyrir mann sjálfan að velja svona. Þetta er eins og að gera upp á milli barnanna sinna.“ Salt jarðar „Það er svo margt sem ég get sagt. Ég er búinn að þekkja Ladda svo ofsalega lengi af því að hann er úr Hafnarfirði og það gera sér ekki allir grein fyrir því að Laddi er fimm árum eldri en ég. Hann verður 75 ára í dag. Ég er sjötugur,“ segir Björg- vin Halldórsson, tónlistarmaður og fornvinur Ladda. Þeir félagar hafa ýmislegt brallað í gegnum tíðina og gerðu til dæmis stormandi lukku, ásamt Halla bróður Ladda, sem HLH flokkur- inn. „Hann sýndi náttúrlega strax af sér mikinn hæfileika og fór nú í Leiklistarskólann en komst nú ekki að þar. Svo fór hann upp á Grínfjársjóðnum Ladda er allt 75 ára gömlum fært Ótrúleg áhrif eins manns Vigdís Hafliðadóttir uppistands- grínari „Það er að­ dáunarvert hvað einn maður getur átt stóran þátt í lífi ólíkra kynslóða. Ég er af þeirri kynslóð sem kynntist Ladda fyrst og fremst sem rödd úr myndbands­ eða hljómflutningstæki. Glámur og Skrámur og lagið um Bú­ kollu ómuðu oft úr geislaspil­ aranum og ég lagði mig alla fram við að læra hvert einasta orð utan að í Roy Roggers. Ég veit svo ekki hver hefði betur getað túlkað andann í Aladdín eða hinn magnaða, kynþokkafulla og óbugandi Músjú í Múlan, sem ég hef séð svona 400 sinnum. Síðar meir kynntist ég honum sem stórgóðum leikara og fannst mjög merkilegt að heyra að Svíinn í Stellu í orlofi og radd­ irnar sem ég þekkti svo vel væru eini og sami maðurinn. Þau eru fá á Íslandi sem Laddi hefur ekki á einhverjum tíma­ punkti fengið til að brosa eða hlæja og það þykir mér fallegt.“ svið Þjóðleikhússins og lék Fagin í Oliver Twist og skákaði öllum lærðu leikurunum á sviðinu. Hann er bara svo fullur af hæfi- leikum hann Laddi fyrir utan það að vera salt jarðar. Hann er svo hreinn og beinn og góður drengur. Góður við menn og dýr og alveg heill í gegn og allt það,“ heldur Björgvin áfram. „Og hann er bara listfengur. Hann er farinn að mála eins og brjálæð- ingur og svo er hann lagahöfundur, söngvari og náttúrlega leikari par excellence og er með þessa með- fæddu tímasetningartækni sem er alveg sérstök og menn læra ekki í skólum, sko. Þetta er bara eitthvert gen í honum og hann er bara ein- stakur. Einstakur hæfileikapakki. Og svo er hann í golfinu. Orðinn ágætur þar og er víst helvíti góður í sínum aldursflokki,“ segir Bjöggi og hlær. Skrámur alltaf uppáhald „Síðan eru náttúrlega allir þessir Marteinn Mosdal á enn sína dyggu aðdáendur. Edda Björgvins bregður á leik með Gísla Rún­ ari og Ladda í gömlu áramóta­ skaupi. Björgvin fer fyrir Brimkló og þá er gamli vinurinn, Laddi, ekki langt undan. 26 Lífið 20. janúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 20. janúar 2022 FIMMTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.