Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 107

Fréttablaðið - 20.01.2022, Qupperneq 107
Tónlistarmaður, grín- ari, myndlistarmaður, leikari og pabbi. Allt saman eru þetta hlut- verk sem hann hefur tæklað með afbragðs árangri. Þórhallur Þór- hallsson Stórlisforingi grínsins, Laddi okkar allra, er 75 ára í dag og hress að vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Laddi lengir meðalaldurinn Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur „Þessi öðlingur og ótrúlega undrabarn á af- mæli í dag. Það vita auðvitað allir. Hitt vita færri, hvað ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í því ævintýri sem ferill þessa snillings er,“ segir leikarinn og Spaugstofumaðurinn Karl Ágúst Úlfsson sem oft hefur átt samleið með Ladda í gamni og alvöru. „Enginn hefur fengið mig oft- ar til að hlæja, fáir hafa fengið mig oftar til að gráta og þeir eru ekki margir sem hafa vakið með mér aðra eins aðdáun og – já, bara gapandi undrun yfir því hvað einn skrokkur getur rúmað mikla hæfileika. Já, hann á afmæli í dag og á morgun er bóndadagur, sem er auðvitað vel við hæfi, því það er dagur Magnúsar og Eyjólfs. Til hamingju með daginn, Laddi minn, og hjartans þakkir fyrir allar fjörurnar sem við höfum saman sopið. Og svo vil ég líka þakka þér fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Þú berð ábyrgð á sífellt hækkandi meðalaldri í landinu.“ Það er aldeilis Safnplatan Það er aldeilis kemur út í dag þar sem vinsæl- ustu lögum Ladda hefur verið þjappað á þrjár vínilplötur og tvo geisladiska. Lögin eru 40 og þar á meðal er glænýtt lag eftir Ladda við texta Braga Valdi- mars Skúlasonar, Ertu memm? Þá má þar finna klassíkera á borð við Búkollu, Súperman, Þú verður tannlæknir, Jón spæjó, Tvær úr Tungunum, Skamm- astu þín svo, Aggadú og Er það satt sem þeir segja um land- ann? með HLH flokknum. Að ógleymdum Roy Roggers, Það var úti á Spáni, Tarzan apabróð- ur, Járnkallinum, með Ladda og Bjartmari, og Tygg-igg-úmmí og Ég er í svaka stuði þar sem þeir fara mikinn, Laddi og Gísli Rúnar heitinn Jónsson. Bræðurnir Halli og Laddi eru einnig á sínum stað með Upp undir Laugarásnum og Eiríkur Fjalar trommar upp með Nú- tímastúlkuna hana Nönnu. Tóti tölvukall, Hvítlaukurinn og Í Vesturbænum komast einnig fyrir ásamt Austurstræti, Andr- ési önd og Það er fjör og þá er ekki enn allt upp talið. Kemur alltaf aftur Stefán Ingvar Vigfússon uppistandsgrínari „Það fyrsta sem maður hugsar er hvað Laddi er mikið náttúruafl. Hvað hann er með ógeðslega marga karaktera og hvað hann hefur verið óendanlega iðinn og alltaf verið að. Þá hugsar maður náttúrulega um strumpana. Það er eitthvert massa dæmi sem ég ætla að kalla framlag til grínmenningarinnar, að hafa talsett alla strumpana. Þar er Kjartan galdra- karl auðvitað íkónískur. Síðan er hann með eitt besta grín „performance“ í íslenskri kvik- myndasögu í Stellu í orlofi,“ segir uppistands- grínarinn Stefán Ingvar. Þegar talið berst að uppáhalds Ladda-per- sónu hans nefnir hann umhugsunarlaust fréttamanninn Martein Mosdal sem er ekki síst þekktur fyrir að koma alltaf aftur! „Minn uppáhalds Ladda-karakter er Marteinn Mosdal. Persóna sem gekk óvænt í endurnýjun lífdaga fyrir síðustu alþingiskosningar, þökk sé Bjarna Ben sem sagði að Sósíalistar töluðu máli Mar- teins Mosdals. Það má kalla það ákveðið framlag til grín- menningarinnar þar sem Bjarni var svona upp- tekinn af karakter frá tíunda áratugnum. Þetta er uppáhalds karakterinn minn, ekki síst út af þessari geggjuðu endurvakningu í fyrra,“ segir Stefán Ingvar og leggur „bónusspurningu“ fyrir sjálfan sig. „Áttu þér þinn uppáhaldsstrump? Heyrðu, já, bara Æðsti-Strumpur. Ég er alltaf mjög mikið svona pródúsentinn í öllum grínverkefnum, þannig að ég tengi mjög við hann.“ Deió! Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur með meiru „Það gleymist oft að Laddi er þrusulagahöf- undur og mjög músíkalskur. Hann er sérlega hittinn á smelli og góðar og grípandi laglínur, sem þú losnar ekki svo glatt við af heilanum. Hann á líka endalaust af textum sem eru gersam- lega samansaumaðir við þjóðarsálina. Deió! segi ég nú bara,“ segir Bragi Valdimar sem semur textann við Ertu memm? - nýjasta lag Ladda, sem gefur einmitt tóninn fyrir afmælissafnplötuna Það er aldeilis sem kemur út í dag. Bræðurnir Halli og Laddi voru órjúfanlegur gríndúett í upphafi ferilsins þangað til Halli sneri sér að öðru en Laddi er enn að á fullu. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í ágúst 1974, snemma á ferli sem hefur heldur betur reynst farsæll, langur og sérlega fjölmennur. Eiríkur Fjalar er uppáhaldspersóna Ladda, ef marka má Bó sem er ekki vanur að fara með fleipur. karakterar sem eru inni í honum og ég þekki þá alla. Ég man bara þegar ég gerði textann við Skrámur skrifar jólasveinunum og Skrámur hefur alltaf verið í uppáhaldi,“ segir Bjöggi og telst til að hann hafi pródúserað þrjár eða fjórar sólóplötur Ladda. „Hann sjálfur heldur mest upp á Eirík Fjalar,“ upplýsir Bjöggi og varpar síðan ljósi á ýmsa af þeim furðufuglum sem hafa holdgerst í Ladda á löngum ferli. „Margir af þessum karakterum eru kallar úr Hafnarfirði. Svona menn sem settu svip á bæinn. Hann er bara með skúffu af öllum þessum köllum og svo sýður hann eitthvað upp úr þessari skúffu og úr verða einhverjir karakterar. Hann er náttúrlega bara æðis- legur. Ég get haldið áfram í allan dag að tala á þessum nótum,“ segir Björgvin Halldórsson, sjálfur Bó, um sinn 75 ára gamla aldavin. Listamaður á heimsmælikvarða Leiðir Ladda og leikkonunnar Eddu Björgvinsdóttur hafa oft og víða legið saman í gegnum áratugina þar sem þau hafa grafið upp margan fjársjóðinn. „Laddi vinur minn, sá hógværi snillingur, er yfirburða leikari, alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Edda. „Allt sem hann kemur nálægt verður fjársjóður. Þetta eru sannar- lega gjafir guðs sem hann fékk ótal margar, en svo vinnur Laddi öll sín hlutverk af svo einstaklega mikilli færni og næmni að það kemst eng- inn listamaður með tærnar þar sem hann hefur hælana. Laddi er ein- faldlega listamaður á heimsmæli- kvarða.“ Þegar Edda er spurð út í eftir- lætis persónu hennar úr galleríi Ladda stendur ekki á svari: „Margar týpurnar hans hafa látið mig hlæja en mitt uppáhald er möppudýrið rykfallna Marteinn Mosdal. Ég fæ alltaf kast þegar ég horfi á það kríp,“ segir Edda og skellir upp úr. n FRÉTTABLAÐIÐFIMMTUDAGUR 20. janúar 2022 Lífið 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.