Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 13

Andvari - 01.01.2019, Side 13
12 HJALTI HUGASON ANDVARI manna alúðlegastur og alþýðlegastur í fasi og framkomu var hann biskupssonur og fyllti hóp fyrirfólks í bænum. Hinir tveir prestarnir sem ég minnist, Kristján Róbertsson og Birgir Snæbjörnsson, stóðu nær okkur alþýðufólkinu á einhvern óræðan hátt þótt þeir væru vissu- lega mennta- og embættismenn og klæddust sparifötum hversdags ekkert síður en Pétur. Aldrei merkti ég þó kala eða tortryggni í garð hans á heimilinu þrátt fyrir þetta val foreldra minna. Guðs kristni í höfuðstað Norðurlands rakst ekki í einni hjörð á þess- um árum þótt ekki væri íbúafjöldinn hár. Um þær mundir sem Pétur Sigurgeirsson fluttist þangað voru íbúar á Akureyri tæplega 7000 en tala bæjarbúa hafði nánast tvöfaldast þegar hann hvarf þaðan rúmum þrjátíu árum síðar.4 Í þessu byggðarlagi sem ekki var einangrað en þó sjálfu sér nægt og á ýmsan hátt lokað störfuðu kaþólíkar, hvítasunnu- menn og hjálpræðisher, aðventistar, Sjónarhæðarsöfnuður og hugsan- lega enn fleiri trúfélög auk þjóðkirkjufólks sem sótti andlega leiðsögn til Péturs og samverkamanna hans. Svo var þarna KFUM&K-hreyfing auk kristniboðskvenna sem héldu uppi barna- og unglingastarfi í kristniboðshúsi sem kennt var við þá helgu borg Zíon. Vissulega stóðu þessi félög innan þjóðkirkjunnar en héldu sig þó á jaðrinum svo nærri stappaði safnaðarmyndun. Í þessari hreyfingu hlaut ég trúarlega mótun í æsku og á unglingsárum í bland við alþýðlega dultrú eða spíritisma sem móðir mín aðhylltist. Var þessi mótun með nokkuð öðrum brag en sú trúarmótun sem Pétur Sigurgeirsson beitti sér fyrir. Þegar að því dró að ég lyki stúdentsprófi varð ennfremur mikil endurnýjun í presta- stétt í héruðunum umhverfis Akureyri. Ungu prestarnir vöktu athygli mína þar sem hugmyndir um guðfræðinám og jafnvel sveitaprestsstarf voru farnar að grafa um sig a.m.k. í undirvitund minni. Þessi nýja prestakynslóð hafði um margt annan stíl og áherslur í boðun og starfi en Pétur. Unglingurinn ég snapaði því tíðum uppi ummæli og athuga- semdir af ýmsum toga sem fallnar voru til að vekja gagnrýni í garð hans. Á þetta er ekki drepið til að rifja upp gamla úlfúð milli ólíkra kirkjulegra stefna eða draga fram kynslóðamun í prestastétt. Hér er þvert á móti að finna drög að greiningartæki sem dregið verður fram í greinarlok til að varpa ljósi á þau grundvallarsjónarmið sem Pétur Sigurgeirsson gekk út frá í starfi sínu — ekki síst á áköfustu uppbygg- ingarárunum á Akureyri. Pétur Sigurgeirsson, kristilega „leikmanna- hreyfingin“ í Zíon og ungu prestarnir sem hösluðu sér völl víða um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.