Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 144
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 143
Því að hann viðurkennir aðeins sitt eigið kerfi og krefst þess að sannleikur hans
sé talinn réttur. Hann verður því að grípa til ofbeldis til þess að bæla niður alla
fjölbreytnina sem Guð hefur gefið okkur. Skerðingin á andlegu frelsi og skoðana-
frelsi, rannsóknarréttur og ritskoðun er ekki öll tilkomin vegna blinds ofbeldis.
Hún kemur frá hinu staurblinda og stjarfa ofstæki, þessum illa anda einstrengings-
háttarins, þessum fjanda víðsýnisins, þessum fanga sem fjötraður er af einni ein-
ustu hugmyndafræði og reynir að loka alla veröldina inni í þessu fangelsi sínu. (78)
Í slíkum texta dregur Zweig saman sjónarmið Erasmusar, og kemur vitaskuld
sínum áherslum að og þannig verður þetta líkt og tvíradda bók – vettvangur
tveggja manna á tvennum tímum sem báðir óttast að loku verði skotið fyrir
draum þeirra um friðsaman og fjölbreytilegan heim þar sem ríkir frelsi anda
og einstakings. En með því að stíga upp að hlið Eramusar er Zweig ef til vill
einnig að segja óbeint að sjálfur muni hann ekki, að öðru leyti, taka þátt í
stríði á vettvangi orðsins gegn þeim öflum sem tekin voru að leggja Evrópu
undir sig. Það gerði hann heldur ekki (og var gagnrýndur fyrir), en gerði
það þó að lokum að sínum hætti í bókinni Veröld sem var og þá jafnvel með
áhrifaríkara móti en flestir aðrir.
Þýðingin á bók Zweigs um Erasmus er eitt af fáum bitastæðum ritum á
íslensku sem lúta að hlut þessa lærdómsmanns í evrópskri menningar- og
hugmyndasögu. Vert er þó að benda á að þekktasta ritverk Erasmusar, Lof
heimskunnar, kom út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags árið
1990.35 Allnokkru áður hafði Thor Vilhjálmsson raunar valið sér Erasmus
sem einskonar förunaut í bók sinni Svipir dagsins, og nótt. Thor segir þar frá
ferðalagi um Evrópu, en rýfur frásögnina annað slagið með umfjöllun um
líf og viðhorf Erasmusar og ferðir hans um álfuna.36 Og nú á dögum ferðast
háskólakennarar og nemendur iðulega á milli evrópskra háskóla á vegum
Erasmusáætlunarinnar. Slík nemenda- og kennaraskipti, með þeim alþjóð-
legu samskiptum sem í þeim felast, eru sannarlega í anda Erasmusar – og
reyndar líka Stefans Zweigs.
En Zweig skrifaði einnig ævisögu annars evrópsks höfuðsmiðs sem furðu-
lítið hefur borið á í íslenskri bókmennta- og menningarumræðu og fyrir
vikið var íslenska þýðingin á þeirri bók kærkomin. Þetta er bókin um franska
skáldsagnahöfundinn Balzac sem Zweig hafði raunar ekki fullgengið frá
þegar hann lést og kom hún ekki út fyrr en árið 1946. Zweig þræðir sig á and-
ríkan hátt eftir lífsleið Balzacs, að segja má í senn af aðdáun, væntumþykju
og nokkurri kímni, og sveigir inn í skáldverk hans annað slagið. Stundum
finnst manni eins og Balzac sé alter ego Zweigs, spegilmynd sem hefur
verið bjöguð á gróteskan hátt: „Jafnvel félagar hans meðal karla töluðu með
vanþóknun um þykka, skítuga fitulagið á hárlubba hans, skemmdar tennur,
hvernig hann slefaði þegar óð á honum, að hann væri órakaður og skórnir