Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 160
ANDVARI UPPSALA-EDDA 159
Sólartáknið
Verelius átti eftir að verja mestum hluta starfsævi sinnar í að rannsaka ís-
lenskar fornbókmenntir. Árið 1664 kom út Gautreks saga í Uppsölum í út-
gáfu Verelius eftir handriti Jóns Rúgmanns og var það fyrsta íslenska forn-
sagan sem kom út á prenti. Íslendingum hafði löngum þótt slíkar sögur býsna
ótrúlegar, en Verelius leit þær öðrum augum. Fyrir útgáfuna lét Verelius
endurgera litla koparstungumynd af teikningunni í Snorra-Eddu, sem átti
eftir að hafa mikil áhrif á aðrar endurgerðir. Koparstungumyndina lét hana
fylgja athugasemdum sínum með bókinni.
Gautrekssaga er í litlu broti. Hver síða skiptist í tvo dálka, er íslenski text-
inn vinstra megin en sænski textinn hægra megin. Athugasemdir og skýr-
ingar eru á latínu. Þar vitnar Verelius oft í Uppsala-Eddu.
Koparstungumyndin er lík frummyndinni í meginatriðum en dregin ein-
faldari dráttum og skorið er á hæl Ganglera. Hár er kvengerður. Sami texti er
hér og á frummyndinni. Meginbreytingin hjá Verelius er að kringlótta and-
litið með kórónu hægra megin við Þriðja var orðið að sólartákni. Þá hefur
hinn þríeini Óðinn ummyndast í þrjú goð; Hár verður Frigg, Jafnhár verður
Þór og Þriðji er Óðinn. Verelius byggði túlkun sína á hofi sem var til forna
í Uppsölum. Þar voru þessi þrjú líkneski sem hér voru nefnd. Í textanum
tengir Verelius Óðin við sólina og byggir á því að Óðinn var eineygður.
Kórónurnar þrjár í skjaldarmerki Svíþjóðar
Í konungshöllinni í Stokkhólmi eru söfn. Eitt þeirra heitir Slottet Tre Kronor,
þar sem rakin er saga hallarinnar sem brann árið 1697. Þangað lagði ég leið
mína sumarið 2013 til að glöggva mig á hugmyndafræðinni á bak við kór-
ónurnar þrjár. Annað safn í höllinni skoðaði ég einnig, Skattkammaren, þar
sem gullkistur krúnunnar eru geymdar; kórónur, ríkisepli, veldissprotar, rík-
issverð, lyklar og fleira.
Johannes Schefferus (1621–1679), sem skrifaði einnig samfélagsskýringar
við Gautreks sögu, gaf út „einstæða bók“ árið 1678. Hún fjallar um inn-
sigli og skjaldarmerki Svía, uppruna hinnar þreföldu kórónu á skjaldarmerk-
inu og merkingu þeirra. Hann byggði rannsókn sína á rituðum heimildum,
gömlum innsiglum og Mora steini, Morasten. Hann lét endurgera teikning-
una í Uppsala-Eddu mjög í anda Verelius.
Eintakið á Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi er í brúnu skinnbandi
með gyllingu á kili. Þar er aðeins nafn höfundar. Bókin er í stóru broti. Aftast
eru fjörutíu og fimm tölusettar myndir á fjórtán síðum. Schefferus fjallar um